Ákvörðun um að gefa nemanda núll í prófi vegna meints prófsvindls felld úr gildi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. janúar 2021 17:39 Ákvörðun um að veita nemanda við Háskóli íslands áminningu og núll í einkunn hefur verið felld úr gildi. Ákvörðun deildarforseta við raunvísindadeild Háskóla Íslands um að gefa nemanda núll í einkunn á lokaprófi í lífrænni efnafræði vegna meints prófsvindls hefur verið felld úr gildi. Ákvörðun um að veita nemandanum ekki rétt til endurtökuprófs og að veita honum áminningu hefur einnig verið felld úr gildi. Þetta kemur fram í úrskurði áfrýjunarnefndar kærumála háskólanema sem birtur var í dag. Nemandinn kærði ákvörðun deildarforseta en nemandinn var grunaður um að hafa nýtt sér utanaðkomandi aðstoð við úrlausn prófsins og var fyrir þær sakir veitt áminning og gefið núll í einkunn. Nefndin tók þó ekki afstöðu til þess hvort nemandinn hafi svindlað í prófinu heldur byggir ákvörðun nefndarinnar um að fella niður stjórnvaldsákvörðun á því að nemandinn hafi ekki fengið tækifæri til andmæla á öllum stigum málsins. Fram kemur í úrskurðinum að ákvörðunin hafi verið verulega íþyngjandi fyrir nemandann. Honum hafi gefist kostur á að koma á framfæri andmælum við málsmeðferð deildarforseta en eftir að athugasemdir nemandans bárust óskaði deildarforseti eftir áliti sérfræðings. Sérfræðingurinn komst að þeirri niðurstöðu að nemandinn hefði afritað lausnina af vefsíðunni chegg.com. „Þótt kærandi hafi komið að andmælum á fyrri stigum fékk kærandi ekki að gera athugasemdir við álit sérfræðingsins. Þegar aðila máls er ókunnugt um að ný gögn og upplýsingar hafa bæst við í máli hans og telja verður að upplýsingarnar séu honum í óhag og hafi verulega þýðingu við úrlausn málsins er almennt óheimilt að taka ákvörðun í málinu fyrr en honum hefur verið gefinn kostur á að kynna sér upplýsingarnar og tjá sig um þær,“ segir í úrskurðinum. Áfrýjunarnefndin fellst hins vegar ekki á flestar málsaðstæður í rökstuðningi nemandans. Til að mynda féllst nefndin ekki á þann rökstuðning nemandans að ásakanir á hendur honum hafi verið óskýrar. Það sé skýrt af gögnum málsins að ætlað brot nemandans fólst í því að hafa nýtt úrlausn af vefsíðunni chegg.com til að leysa dæmi í prófinu. Þá fellst nefndin meðal annars ekki heldur á að forseti fræðasviðs hafi verið vanhæfur til að koma að ákvörðunum um viðurlög ekki heldur á þá málsástæðu kæranda að reglur um námsgögn við próftöku hafi verið ónákvæmar og óskýrar. „Nefndin tekur hins vegar ekki afstöðu til þess hvort að umrætt prófverkefni í lið 5a hafi verið leyst með eftirritun netlausnar verkefnisins, sem finna mátti á vefsíðunni chegg.com, enda ekki sérþekking til staðar innan nefndarinnar til að leggja mat á slíkt með óyggjandi hætti. Kemur einkunn kæranda í námskeiðinu þannig ekki til frekari skoðunar af hálfu nefndarinnar,“ segir ennfremur í úrskurðinum. Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Nemandinn kærði ákvörðun deildarforseta en nemandinn var grunaður um að hafa nýtt sér utanaðkomandi aðstoð við úrlausn prófsins og var fyrir þær sakir veitt áminning og gefið núll í einkunn. Nefndin tók þó ekki afstöðu til þess hvort nemandinn hafi svindlað í prófinu heldur byggir ákvörðun nefndarinnar um að fella niður stjórnvaldsákvörðun á því að nemandinn hafi ekki fengið tækifæri til andmæla á öllum stigum málsins. Fram kemur í úrskurðinum að ákvörðunin hafi verið verulega íþyngjandi fyrir nemandann. Honum hafi gefist kostur á að koma á framfæri andmælum við málsmeðferð deildarforseta en eftir að athugasemdir nemandans bárust óskaði deildarforseti eftir áliti sérfræðings. Sérfræðingurinn komst að þeirri niðurstöðu að nemandinn hefði afritað lausnina af vefsíðunni chegg.com. „Þótt kærandi hafi komið að andmælum á fyrri stigum fékk kærandi ekki að gera athugasemdir við álit sérfræðingsins. Þegar aðila máls er ókunnugt um að ný gögn og upplýsingar hafa bæst við í máli hans og telja verður að upplýsingarnar séu honum í óhag og hafi verulega þýðingu við úrlausn málsins er almennt óheimilt að taka ákvörðun í málinu fyrr en honum hefur verið gefinn kostur á að kynna sér upplýsingarnar og tjá sig um þær,“ segir í úrskurðinum. Áfrýjunarnefndin fellst hins vegar ekki á flestar málsaðstæður í rökstuðningi nemandans. Til að mynda féllst nefndin ekki á þann rökstuðning nemandans að ásakanir á hendur honum hafi verið óskýrar. Það sé skýrt af gögnum málsins að ætlað brot nemandans fólst í því að hafa nýtt úrlausn af vefsíðunni chegg.com til að leysa dæmi í prófinu. Þá fellst nefndin meðal annars ekki heldur á að forseti fræðasviðs hafi verið vanhæfur til að koma að ákvörðunum um viðurlög ekki heldur á þá málsástæðu kæranda að reglur um námsgögn við próftöku hafi verið ónákvæmar og óskýrar. „Nefndin tekur hins vegar ekki afstöðu til þess hvort að umrætt prófverkefni í lið 5a hafi verið leyst með eftirritun netlausnar verkefnisins, sem finna mátti á vefsíðunni chegg.com, enda ekki sérþekking til staðar innan nefndarinnar til að leggja mat á slíkt með óyggjandi hætti. Kemur einkunn kæranda í námskeiðinu þannig ekki til frekari skoðunar af hálfu nefndarinnar,“ segir ennfremur í úrskurðinum.
Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira