Gengur hægt að bola Kim Kielsen úr starfi Kristján Már Unnarsson skrifar 24. janúar 2021 23:10 Kim Kielsen forsætisráðherra í sal grænlenska þingsins í Nuuk. Erik Jensen stendur álengdar við vegginn. Vísir/EPA. Kim Kielsen heldur enn stöðu sinni sem forsætisráðherra Grænlands. Erik Jensen, sem fyrir tveimur mánuðum felldi Kielsen úr formannsstóli Siumut-flokksins, virðist hafa mistekist að sannfæra fulltrúa samstarfsflokkanna í landsstjórn Grænlands um að hann ætti jafnframt að setjast í forsæti landsstjórnarinnar. Eftir harðvítug átök innan Siumut-flokksins, stærsta flokks landsins, náði Erik Jensen að fella Kim Kielsen úr formannsstólnum á flokksþingi í lok nóvember með 39 atkvæðum gegn 32. Hann hugðist í framhaldinu láta kné fylgja kviði og ná einnig af honum forsætisráðherrastólnum. „Ég reikna fastlega með því að ég verði fljótlega formaður landsstjórnarinnar,“ sagði Erik Jensen í viðtali við grænlenska ríkisútvarpið KNR fyrr í mánuðinum. Erik Jensen felldi Kim Kielsen úr formennsku Siumut-flokksins fyrir tveimur mánuðum. Núna vill hann einnig verða formaður landsstjórnar Grænlands.Siumut/Skjáskot Hann flaug síðan frá heimabæ sínum, Sisimiut, til höfuðstaðarins Nuuk til viðræðna við flokksfélaga sína og samstarfsflokkana tvo um að hann tæki jafnframt við forsæti landsstjórnar Grænlands. Á föstudag greindi fréttamiðillinn Sermitsiaq frá því að Erik Jensen væri aftur farinn heim til Sisimiut án þess að nokkur niðurstaða hefði fengist. „Það eru engar afgerandi fréttir af viðræðunum. En ég get sagt að við höfum átt góða fundi, sem ég tel að við ættum að halda áfram þegar þingið kemur saman á ný,“ sagði Erik Jensen í viðtali við Sermitsiaq. KNR segir að þetta svar hans geti einnig þýtt að viðræðum um leiðtogaskipti innan landsstjórnarinnar verði ekki fram haldið. Það líti núna út fyrir að Kim Kielsen haldi áfram. Forystumenn hinna stjórnarflokkanna hafa ekkert tjáð sig um viðræðurnar. Þá hefur Kim Kielsen einnig hafnað viðtölum um stöðuna. Grænlenskir fjölmiðlar telja þó víst að hann hafi ekki í hyggju að standa sjálfviljugur upp úr forsætinu fyrir Erik Jensen. Kim Kielsen var í kastljósi heimsfjölmiðlanna sumarið 2019 þegar Donald Trump, þáverandi forseti Bandaríkjanna, vildi kaupa Grænland. Hér má sjá svar hans í viðtali á Stöð 2: Grænland Tengdar fréttir Freistar þess að koma Kim Kielsen frá völdum Formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, Erik Jensen, sem felldi Kim Kielsen úr formannsstólnum á flokksþingi í lok nóvember, freistar þess núna að ná einnig af honum forsætisráðherrastólnum. Grænlenska ríkisútvarpið KNR skýrir frá því að Erik haldi í dag frá heimabæ sínum, Sisimiut, til höfuðstaðarins Nuuk til viðræðna við flokksfélaga sína og samstarfsflokka um að hann taki jafnframt við forsæti landsstjórnar Grænlands. 11. janúar 2021 12:14 Felldur í formannskjöri en hyggst sitja áfram sem forsætisráðherra Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, var felldur úr formannsstóli Siumut-flokksins á landsþingi flokksins í Nuuk í kvöld. Erik Jensen, þingmaður Siumut, sem leitt hefur andstöðu gegn Kielsen innan flokksins, hafði betur í formannskjöri, hlaut 39 atkvæði en Kielsen hlaut 32 atkvæði í síðari umferð. 30. nóvember 2020 00:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Eftir harðvítug átök innan Siumut-flokksins, stærsta flokks landsins, náði Erik Jensen að fella Kim Kielsen úr formannsstólnum á flokksþingi í lok nóvember með 39 atkvæðum gegn 32. Hann hugðist í framhaldinu láta kné fylgja kviði og ná einnig af honum forsætisráðherrastólnum. „Ég reikna fastlega með því að ég verði fljótlega formaður landsstjórnarinnar,“ sagði Erik Jensen í viðtali við grænlenska ríkisútvarpið KNR fyrr í mánuðinum. Erik Jensen felldi Kim Kielsen úr formennsku Siumut-flokksins fyrir tveimur mánuðum. Núna vill hann einnig verða formaður landsstjórnar Grænlands.Siumut/Skjáskot Hann flaug síðan frá heimabæ sínum, Sisimiut, til höfuðstaðarins Nuuk til viðræðna við flokksfélaga sína og samstarfsflokkana tvo um að hann tæki jafnframt við forsæti landsstjórnar Grænlands. Á föstudag greindi fréttamiðillinn Sermitsiaq frá því að Erik Jensen væri aftur farinn heim til Sisimiut án þess að nokkur niðurstaða hefði fengist. „Það eru engar afgerandi fréttir af viðræðunum. En ég get sagt að við höfum átt góða fundi, sem ég tel að við ættum að halda áfram þegar þingið kemur saman á ný,“ sagði Erik Jensen í viðtali við Sermitsiaq. KNR segir að þetta svar hans geti einnig þýtt að viðræðum um leiðtogaskipti innan landsstjórnarinnar verði ekki fram haldið. Það líti núna út fyrir að Kim Kielsen haldi áfram. Forystumenn hinna stjórnarflokkanna hafa ekkert tjáð sig um viðræðurnar. Þá hefur Kim Kielsen einnig hafnað viðtölum um stöðuna. Grænlenskir fjölmiðlar telja þó víst að hann hafi ekki í hyggju að standa sjálfviljugur upp úr forsætinu fyrir Erik Jensen. Kim Kielsen var í kastljósi heimsfjölmiðlanna sumarið 2019 þegar Donald Trump, þáverandi forseti Bandaríkjanna, vildi kaupa Grænland. Hér má sjá svar hans í viðtali á Stöð 2:
Grænland Tengdar fréttir Freistar þess að koma Kim Kielsen frá völdum Formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, Erik Jensen, sem felldi Kim Kielsen úr formannsstólnum á flokksþingi í lok nóvember, freistar þess núna að ná einnig af honum forsætisráðherrastólnum. Grænlenska ríkisútvarpið KNR skýrir frá því að Erik haldi í dag frá heimabæ sínum, Sisimiut, til höfuðstaðarins Nuuk til viðræðna við flokksfélaga sína og samstarfsflokka um að hann taki jafnframt við forsæti landsstjórnar Grænlands. 11. janúar 2021 12:14 Felldur í formannskjöri en hyggst sitja áfram sem forsætisráðherra Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, var felldur úr formannsstóli Siumut-flokksins á landsþingi flokksins í Nuuk í kvöld. Erik Jensen, þingmaður Siumut, sem leitt hefur andstöðu gegn Kielsen innan flokksins, hafði betur í formannskjöri, hlaut 39 atkvæði en Kielsen hlaut 32 atkvæði í síðari umferð. 30. nóvember 2020 00:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Freistar þess að koma Kim Kielsen frá völdum Formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, Erik Jensen, sem felldi Kim Kielsen úr formannsstólnum á flokksþingi í lok nóvember, freistar þess núna að ná einnig af honum forsætisráðherrastólnum. Grænlenska ríkisútvarpið KNR skýrir frá því að Erik haldi í dag frá heimabæ sínum, Sisimiut, til höfuðstaðarins Nuuk til viðræðna við flokksfélaga sína og samstarfsflokka um að hann taki jafnframt við forsæti landsstjórnar Grænlands. 11. janúar 2021 12:14
Felldur í formannskjöri en hyggst sitja áfram sem forsætisráðherra Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, var felldur úr formannsstóli Siumut-flokksins á landsþingi flokksins í Nuuk í kvöld. Erik Jensen, þingmaður Siumut, sem leitt hefur andstöðu gegn Kielsen innan flokksins, hafði betur í formannskjöri, hlaut 39 atkvæði en Kielsen hlaut 32 atkvæði í síðari umferð. 30. nóvember 2020 00:00