Eitthvað mikið þurfi að fara úrskeiðis til að breytt nálgun heppnist ekki Elín Margrét Böðvarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 24. janúar 2021 22:00 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Almannavarnir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ánægjulegt hve fáir hafi greinst með covid-19 innanlands undanfarna daga. Hann bendir þó á að það sé áhyggjuefni hversu margir séu enn að greinast á landamærunum. Þeir sem þar greinist geti orðið alvarlega veikir sem geti skilað sér í auknu álagi á heilbrigðiskerfið. Þá hefur ný nálgun verið tekin upp hvað varðar notkun þess bóluefnis sem kemur til landsins. Nú eru allir skammtar nýttir jafnóðum en ekki helmingurinn geymdur til seinni bólusetningar líkt og gert var með fyrstu sendingu bóluefnis sem kom til landsins. „Fyrsti skammturinn sem við fengum frá Pfizer, sem voru um tíu þúsund skammtar, við bólusettum fimm þúsund manns og geymdum fimm þúsund í seinni bólusetninguna. Það var vegna þess að það hefur verið erfitt að koma því heim og saman og láta þetta ganga allt upp, svona stjórnunarlega séð. En eftir þessa tíu þúsund skammta höfum við notað alla skammtana í fyrstu bólusetningu hjá fólki og notum þá næstu sendingar til þess að bólusetja í bólusetningu númer tvö og þannig ætlum við að halda áfram,“ segir Þórólfur. Bólusetning hófst hér á landi milli jóla og nýárs með bóluefni frá Pfizer.Vísir/Vilhelm Hann kveðst ekki óttast að þessi breytta nálgun geri það að verkum að of langur tími líði á milli bólusetninga, ef svo færi að röskun verði á dreifingu bóluefnis til landsins. Eitthvað mikið þurfi að fara úrskeiðis til að þessi nálgun muni ekki heppnast. „Nú eru að koma í ljós að það er hægt að bíða með seinni bólusetninguna lengur heldur en að menn héldu í byrjun, þegar að við ákváðum það að halda eftir fimm þúsund skömmtum í bólusetningu tvö, þá var talað um það að seinni bólusetningin þyrfti að vera nítján til tuttugu og þremur eftir þá fyrri. Síðan þá hefur það breyst og eru nítján til fjörutíu og tveir dagar. Þannig að við höfum smá rými,“ segir Þórólfur. AstraZeneca ekki enn fengið markaðsleyfi í Evrópu Í dag greindust tveir með covid-19 innanlands en átta á landamærum. „Þetta eru ánægjulegar tölur með innanlandssmitin. Ég bendi á að við erum ennþá að greina nokkurn fjölda á landamærunum og þetta er náttúrlega fólk sem að gæti líka átt eftir að veikjast alvarlega, þannig að þetta gæti þýtt það að það valdi miklu álagi fyrir til dæmis heilbrigðisþjónustuna hér, spítalann og annað slíkt,“ segir Þórólfur. Fregnir bárust af því í vikunni að sennilega yrðu færri skammtar af bóluefni AstraZeneca afhendir innan Evrópusambandsins á næstu vikum en áætlanir gerðuráð fyrir. Þórólfur segir erfitt að segja til um á þessari stundu hvort eða með hvaða hætti það hefur áhrif á Ísland. „Ég held að það sé bara mjög erfitt að segja til um það. AstraZeneca er ekki búið að fá markaðsleyfi hér á Íslandi eða í Evrópu ennþá og við höfum ekki séð neina opinbera dreifingaráætlun frá þeim. Þeir þurfa fyrst að fá markaðsleyfi og síðan birt okkur sína dreifingaráætlun. Þannig að við sjáum bara þá hvað við fáum marga skammta,“ segir Þórólfur. Þá segir hann ekkert nýtt að frétta af viðræðum við Pfizer. „Við höfum verið í samskiptum og menn hafa verið að velta fyrir sér ýmsum hlutum. En það er ekki neitt sem er komið á neinn endapunkt,“ segir Þórólfur. Ekki heldur séu nein tíðindi af viðræðum við önnur fyrirtæki um mögulega þátttöku Íslensku þjóðarinnar í rannsóknum í tengslum við bólusetningu. „Þetta helgast mikið af því að það er mikill skortur á bóluefnum. Og þó að svona fyrirtæki haldi oft eftir skömmtum fyrir rannsóknir þá er líka ásókn í það, að gera svona rannsóknir. Þannig að þetta er ekki auðveld staða,“ útskýrir Þórólfur. Vægari aðgerðir hér en í nágrannalöndum Eins segir hann erfitt að segja til um það hvenær verði hægt að fara í frekari tilslakanir á aðgerðum innanlands. „Ég hef alltaf sagt það að það er ekki komin nema rúm vika frá því að síðasta reglugerð tók gildi og það tekur eina til tvær vikur í viðbót að sjá virkilega árangurinn af því. Og ég hef sagt það að við séum bara alltaf með þetta í endurmati. En eins og ég sé þetta núna, og hef gert þá þurfum við að fara varlega í sakirnar. Það er áhyggjuefni að það skuli færri vera að mæta í sýnatökur, við sáum það í vikunni, og það eru svona ákveðnar vísbendingar um það. Þannig ég vil hvetja eindregið alla sem eru með minnstu einkenni að mæta í sýnatöku. Það er í raun og veru forsenda fyrir því að við vitum hver staðan er í raun og veru hér innanlands,“ segir Þórólfur. Alltaf þurfi að vega og meta stöðuna, það hafi þó gengið vel og nú séu vægari aðgerðir til að mynda í gangi hér á landi en í helstu nágrannalöndum. „Ég held að við eigum bara að njóta þess og passa okkur sem mest á meðan við erum að reyna að ná útbreiddari bólusetningu.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Þá hefur ný nálgun verið tekin upp hvað varðar notkun þess bóluefnis sem kemur til landsins. Nú eru allir skammtar nýttir jafnóðum en ekki helmingurinn geymdur til seinni bólusetningar líkt og gert var með fyrstu sendingu bóluefnis sem kom til landsins. „Fyrsti skammturinn sem við fengum frá Pfizer, sem voru um tíu þúsund skammtar, við bólusettum fimm þúsund manns og geymdum fimm þúsund í seinni bólusetninguna. Það var vegna þess að það hefur verið erfitt að koma því heim og saman og láta þetta ganga allt upp, svona stjórnunarlega séð. En eftir þessa tíu þúsund skammta höfum við notað alla skammtana í fyrstu bólusetningu hjá fólki og notum þá næstu sendingar til þess að bólusetja í bólusetningu númer tvö og þannig ætlum við að halda áfram,“ segir Þórólfur. Bólusetning hófst hér á landi milli jóla og nýárs með bóluefni frá Pfizer.Vísir/Vilhelm Hann kveðst ekki óttast að þessi breytta nálgun geri það að verkum að of langur tími líði á milli bólusetninga, ef svo færi að röskun verði á dreifingu bóluefnis til landsins. Eitthvað mikið þurfi að fara úrskeiðis til að þessi nálgun muni ekki heppnast. „Nú eru að koma í ljós að það er hægt að bíða með seinni bólusetninguna lengur heldur en að menn héldu í byrjun, þegar að við ákváðum það að halda eftir fimm þúsund skömmtum í bólusetningu tvö, þá var talað um það að seinni bólusetningin þyrfti að vera nítján til tuttugu og þremur eftir þá fyrri. Síðan þá hefur það breyst og eru nítján til fjörutíu og tveir dagar. Þannig að við höfum smá rými,“ segir Þórólfur. AstraZeneca ekki enn fengið markaðsleyfi í Evrópu Í dag greindust tveir með covid-19 innanlands en átta á landamærum. „Þetta eru ánægjulegar tölur með innanlandssmitin. Ég bendi á að við erum ennþá að greina nokkurn fjölda á landamærunum og þetta er náttúrlega fólk sem að gæti líka átt eftir að veikjast alvarlega, þannig að þetta gæti þýtt það að það valdi miklu álagi fyrir til dæmis heilbrigðisþjónustuna hér, spítalann og annað slíkt,“ segir Þórólfur. Fregnir bárust af því í vikunni að sennilega yrðu færri skammtar af bóluefni AstraZeneca afhendir innan Evrópusambandsins á næstu vikum en áætlanir gerðuráð fyrir. Þórólfur segir erfitt að segja til um á þessari stundu hvort eða með hvaða hætti það hefur áhrif á Ísland. „Ég held að það sé bara mjög erfitt að segja til um það. AstraZeneca er ekki búið að fá markaðsleyfi hér á Íslandi eða í Evrópu ennþá og við höfum ekki séð neina opinbera dreifingaráætlun frá þeim. Þeir þurfa fyrst að fá markaðsleyfi og síðan birt okkur sína dreifingaráætlun. Þannig að við sjáum bara þá hvað við fáum marga skammta,“ segir Þórólfur. Þá segir hann ekkert nýtt að frétta af viðræðum við Pfizer. „Við höfum verið í samskiptum og menn hafa verið að velta fyrir sér ýmsum hlutum. En það er ekki neitt sem er komið á neinn endapunkt,“ segir Þórólfur. Ekki heldur séu nein tíðindi af viðræðum við önnur fyrirtæki um mögulega þátttöku Íslensku þjóðarinnar í rannsóknum í tengslum við bólusetningu. „Þetta helgast mikið af því að það er mikill skortur á bóluefnum. Og þó að svona fyrirtæki haldi oft eftir skömmtum fyrir rannsóknir þá er líka ásókn í það, að gera svona rannsóknir. Þannig að þetta er ekki auðveld staða,“ útskýrir Þórólfur. Vægari aðgerðir hér en í nágrannalöndum Eins segir hann erfitt að segja til um það hvenær verði hægt að fara í frekari tilslakanir á aðgerðum innanlands. „Ég hef alltaf sagt það að það er ekki komin nema rúm vika frá því að síðasta reglugerð tók gildi og það tekur eina til tvær vikur í viðbót að sjá virkilega árangurinn af því. Og ég hef sagt það að við séum bara alltaf með þetta í endurmati. En eins og ég sé þetta núna, og hef gert þá þurfum við að fara varlega í sakirnar. Það er áhyggjuefni að það skuli færri vera að mæta í sýnatökur, við sáum það í vikunni, og það eru svona ákveðnar vísbendingar um það. Þannig ég vil hvetja eindregið alla sem eru með minnstu einkenni að mæta í sýnatöku. Það er í raun og veru forsenda fyrir því að við vitum hver staðan er í raun og veru hér innanlands,“ segir Þórólfur. Alltaf þurfi að vega og meta stöðuna, það hafi þó gengið vel og nú séu vægari aðgerðir til að mynda í gangi hér á landi en í helstu nágrannalöndum. „Ég held að við eigum bara að njóta þess og passa okkur sem mest á meðan við erum að reyna að ná útbreiddari bólusetningu.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira