Kosningar 2021: Stjórnmálaviðhorfið í upphafi kosningaárs Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði skrifar 25. janúar 2021 06:30 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, rýnir í nýjustu könnun Maskínu um fylgi flokkanna. Vísir Í haust fara alþingiskosningar fram við sérstæðar aðstæður, líkast til undir lok skæðasta heimsfaraldurs í lifandi manna minnum (vonandi verður hann ekki enn í miklum gangi). Við – ásamt heimsbyggðinni allri – verðum þá væntanlega á fyrstu stigum í uppgjöri við hann og viðbrögðin við honum. Sagan kennir að ríkjandi stjórnvöld fá gjarnan á baukinn í kjölfar krísa. En samkvæmt hinni pólitísku eðlisfræði er gangurinn yfirleitt þannig að við viðlíka áföll fylkir fólk sér fyrst iðulega um stjórnvöldin – það sem amerískir kalla rallying around the flag. En svo, þegar krísan fer að kvelja – atvinnuleysi og skuldir þrengja að – standa spjótin gjarnan á sömu eigin stjórnvöldum. Hvar við verðum nákvæmlega stödd í þessu ferli – eða hvort það mun að þessu sinni falla að skapalóninu – vitum við ekki enn. Þetta er heldur engin venjuleg krísa. Stöðugleikastjórn Í kjölfar fjármálahrunsins 2008 léku íslensk stjórnmál á reiðiskjálfi í nálega áratug. Skjálftarnir og eldsumbrotin ætluðu aldrei að enda Og jafnvel þótt landið hafi efnahagslega verið fljótt að rísa á öldu skara ferðamanna þá sat stjórnmálalífið áfram í súpunni. Úlfúð og vantraust – já, og líka bara almenn ónotalegheit – einkenndu tímann sem fór í hönd. Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri hreyfingin - grænt framboð mynduðu ríkisstjórn að loknum kosningunum 2017.Vísir/Vilhelm Stjórnarkreppur urðu algengar á nýjan leik og hver ríkisstjórnin á eftir annarri steytti á skeri. Þetta stappaði nærri upplausnarástandi. Allt þar til að þessi ríkisstjórn tók við fyrir fjórum árum. Ómögulegt er að skilja þá stjórn sem nú situr án þessarar forsögu. Í venjulegu árferði ætti hún ekki að ganga upp. Flokkar á sitt hvorum enda stjórnmálarófsins náðu saman til þess að koma á ró eftir umbrotstíð, flokkar sem í hjarta sínu hafa öndverðar efnahagsstefnur. Metfjöldi flokka Fyrir fjórum árum var metfjöldi flokka kjörinn á þing á landsvísu. Það met hafði síðast verið slegið bara árið áður, þegar sjö flokkar komust á þing árið 2016. Það undur er svo að finna í nýrri skoðanakönnun Maskínu að nú mælast níu flokkar á næsta þingi á landsvísu. Gangi það eftir, þá hefur íslenska flokkakerfið ekki aðeins umbreyst, heldur orðið óþekkjanleg því sem áður var. Fram að Hruni einkenndist íslenska flokkakerfið af fjórum megin flokkum sem skiptu á milli sín þorra atkvæða. Og skiptust á að sitja saman í ríkisstjórn. Fyrir vikið voru þeir uppnefndir Fjórflokkurinnn. Hrunið feykti frá stoðum þessa rótgróna – sumir segja súrnaða – flokkakerfis. Um sumt má kannski útskýra sitjandi ríkisstjórn sem viðbragð kerfisflokka við áskorendum. Hún samanstendur af þremur fjórðu hluta Fjórflokksins gamla. Til hennar var ekki stofnað af heitri ástríðu, heldur af hentugleik. Kerfisflokkarnir tóku einfaldlega höndum saman gegn nýrri áskorendaflokkum, þvert á fyrri áttakalínur. Áður en við snúum okkur að því að skoða stöðu flokkanna í upphafi kosningaárs skulum við fyrst rýna ögn betur í þessar átakalínur. Metfjöldi flokka var kjörinn á Alþingi í kosningunum 2017.Vísir/Vilhelm Átakalínur íslenskra stjórnmála Vilji menn fóta sig í urðargrjóti íslenskra stjórnmála er gagnlegt að skilja, að þau hverfast ekki aðeins yfir hinn hefðbundna vinstri/hægri efnahagsás (sem þrátt fyrir ótímabærar andlátsfréttir er enn í fullu gildi). Sú stjórn sem nú situr teygir sig enda nánast yfir allan þann ás. Annar átakaás hefur ekki síður skýringagildi á Íslandi. Sá skilur á milli frjálslyndis og alþjóðahyggju annars vegar og íhaldsstefnu og þjóðernisáherslna hins vegar. Svo vill til að ríkisstjórnarflokkarnir þrír ná mun betur saman á síðarnefnda ásnum, hafa allir innanborðs áherslur sem einkennast af íhaldsstefnu og þjóðrækni. Hafi menn þennan síðari átakaás í huga brotnar upp hefðbundna myndin af því hvaða flokkar standa öðrum nærri í íslenskum stjórnmálum. Nokkur dæmi. Á meðan Samfylking og Vinstri Grænir ná ágætlega saman vinstra megin á efnahagsásnum skjótast þau á sitt hvorn endann á hinum, þeim sem skilur að frjálslynda alþjóðahyggju annars vegar og íhaldssemi og þjóðrækni hins vegar. – Eða gerðu það allavega, en minna hefur farið fyrir frjálslyndisvídd Samfylkingarinnar að undanförnu. Þessi ás skýrir enn fremur klofning Viðreisnar út úr Sjálfstæðisflokknum. En hann á örðugar með að skýra klofning Miðflokks út úr Framsóknarflokki. Sjálfstæðisflokkurinn er víðfemur og í húsi hans eru margar vistarverur. Hann fellur þó nokkuð skýrt hægra megin á efnahagsrófið. En hann getur sveiflast allnokkuð eftir hinum ásnum, eftir því hvaða öfl eru ráðandi í flokknum. Þegar Viðreisn varð til höfðu frjálslyndu alþjóðasinnuðu öflin farið halloka innan flokksins. En síðar risu þau aftur til áhrifa. Staða flokkanna Frá síðustu kosningum hefur staða flokkanna breyst allnokkuð. Könnun Maskínu sýnir að ríkisstjórnarflokkarnir þrír missa allir fylgi – svo sem vonlegt er. Forysta VG vissi vel að flokkurinn myndi trauðla halda sínu mikla fylgi í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Augun voru alveg opin hvað það varðaði. Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum verið þungamiðjan í íslenska flokkakerfinu og haft meiri áhrif á þjóðarbúskapinn en nokkur annar. Vinstri flokkarnir hafa því lagt ofurkapp á að koma honum frá völdum. Stundum hefur það virst þeirra meginerindi, á tíðum jafnvel umfram það að hrinda eigin stefnu í framkvæmd. Því var það langt í frá sjálfsagt fyrir Vinstri græna að ganga í stjórnarsamstarf við höfuðandstæðinginn. VG vann veglegan kosningasigur í síðustu kosningum. Ljóst var að í stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokk myndi fjara fljótt undan stuðningnum. Hvers vegna þá að fórna flokknum í það? Einn áhrifamanna VG orðaði það svo í mín eyru, að stuðningur kjósenda væri einskins virði sé hann ekki nýttur. Í könnun Maskínu er fylgistap VG þó kannski ekki eins verulegt og vænta mætti, fer úr 16,9 prósent í 13,2 prósent. En aðrar kannanir hafa mælt hann nokkuð lægri. Víkjum þjá sjónum okkar næst að Samfylkingu. Hún mælist með 17,1 prósent fylgi, í órafjarlægð frá sínu besta en þó í mun vænlegri stöðu en síðast þegar flokkurinn hlaut tólf prósent atkvæða. – Svo ekki sé talað um árið á undan þegar Samfylkingin var sentimetri frá því að falla af þingi og hverfa úr stjórnmálasögunni. Viðreisn og Píratar sigla góðan byr, báðir flokkar njóta stuðnings liðlega tíunda hluta kjósenda. Raunar hafa Píratar þegar brotið blað í íslenskum stjórnmálum, haldið sjó langt umfram og mun lengur en gera mætti ráð fyrir af áskorendaflokki þeirrar gerðar – fer að verða harla rótgróinn í íslenska flokkakerfinu. Baráttan undir tíu prósenta markinu – ef við miðum við könnun Maskínu – verður kannski einna hörðust. Þar má greina tvær megin viðureignir á milli flokka sem sækja í sömu stefnurót (hér held ég að íþróttasamlíking eigi alveg rétt á sér). Önnur viðureignin er á milli Framsóknar og Miðflokks. Framsóknarflokkur nýtur ívið meira fylgis og hefur frá Klaustursmálinu alræmda haft undirtökin í baráttu þessara frændflokka. En þegar horft er yfir völlinn virðist sem að sóknarfærin ættu kannski að falla betur fyrir fætur Miðflokksins, kunni framlínumenn hans að staðsetja sig rétt. Botnbaráttan er svo hörðust á milli Flokks fólksins og Sósíalistaflokksins, sem báðir mælast rétt yfir fimm prósent þröskuldinum. Báðir teljast félagshyggjuflokkar í grunninn. Með gildum rökum má halda því fram að Flokkur fólksins hafi sloppið inn á þing á lokametra síðustu kosningabaráttu, einkum vegna tilfinningakrafts formannsins. En á yfirstandandi kjörtímabili hefur flokknum nokkuð þorrið þróttur. Sósíalistaflokkurinn hefur hins vegar verið á löngu og nokkuð jöfnu skriði uppávið og virðist líklegur til þess að geta látið að sér kveða í umræðunni. Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins sem mælist inni á þingi samkvæmt nýrri könnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.Vísir/Arnar Málefnin En hvaða málefni verða ráðandi? Jú, faraldurinn mun eflaust áfram yfirskyggja allt. Harla óumflýjanlega. Önnur mál sem gæti reynt á eru veigaminni enn sem komið er, svo sem fyrirhuguð sala Íslandsbanka. Við venjulegar aðstæður mætti gera ráð fyrir að VG legðist harðast allra gegn sölu ríkiseigna. En stjórnarsamstarf kostar málamiðlanir. Og þegar vinstri flokkur fer í samstarf með hægri flokki þá verða báðir að kyngja ýmsu sem þeir kunna að finna óbragð af. Því er ólíklegt að málið kljúfi stjórnina. Aftur að máli málanna. Faraldurinn klýfur seinni ásinn sem ég nefndi að framan, þennan á milli frjálslyndis og alþjóðasamstarfs annars vegar og íhaldssemi og þjóðernisáherslna hins vegar, með æði áhugaverðum hætti. Líkast til er faraldurinn alþjóðlegasta fyrirbæri sem við höfum upplifað. Aldrei áður hefur heimsbyggðin öll verið eins upptekin af einu og sama málinu. Hreinlega heltekin. Og jafnljóst má vera að lausnin verður aldrei önnur en alþjóðlegt viðnám, hnattrænt samstarf fremstu vísindamanna heims. Samt hafa viðbrögðin um margt verið æði þjóðernisleg. Ríki skellt hurðum hvert á annað og keppst við að þétta gerðið utan um eigin innri þjóð. Stóra málið hérlendis akkúrat núna snýst um bólusetningu þjóðarinnar. Ýmsir hafa orðið til að gagnrýna ríkisstjórnina fyrir að binda trúss sitt við samstarf Evrópuþjóða, í stað þess að freista gæfunnar upp á eigin spýtur við öflun bóluefna á markaði. Engin leið er að leggja mat á það núna, hvort að stefnan teljist happadrjúg eða reynist feigðarför. Að dæma til um það núna er kannski eins og að ætla sér að segja fyrir um úrslit maraþonhlaups eftir fyrsta kílómetrann. Þetta er jú langhlaup. Faraldurinn gengur þvert á nokkurn vegin allar markalínur stjórnmálanna. Hvernig uppgjörið við hann og viðbrögðin við honum þróast í vor og sumar mun ráða miklu um kosningabaráttuna og væntanlega um úrslitin. Alþingiskosningar fara fram 25. september 2021. Fram að þeim mun fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar birta reglulega niðurstöður skoðanakannana Maskínu er snúa að kosningunum. Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Sagan kennir að ríkjandi stjórnvöld fá gjarnan á baukinn í kjölfar krísa. En samkvæmt hinni pólitísku eðlisfræði er gangurinn yfirleitt þannig að við viðlíka áföll fylkir fólk sér fyrst iðulega um stjórnvöldin – það sem amerískir kalla rallying around the flag. En svo, þegar krísan fer að kvelja – atvinnuleysi og skuldir þrengja að – standa spjótin gjarnan á sömu eigin stjórnvöldum. Hvar við verðum nákvæmlega stödd í þessu ferli – eða hvort það mun að þessu sinni falla að skapalóninu – vitum við ekki enn. Þetta er heldur engin venjuleg krísa. Stöðugleikastjórn Í kjölfar fjármálahrunsins 2008 léku íslensk stjórnmál á reiðiskjálfi í nálega áratug. Skjálftarnir og eldsumbrotin ætluðu aldrei að enda Og jafnvel þótt landið hafi efnahagslega verið fljótt að rísa á öldu skara ferðamanna þá sat stjórnmálalífið áfram í súpunni. Úlfúð og vantraust – já, og líka bara almenn ónotalegheit – einkenndu tímann sem fór í hönd. Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri hreyfingin - grænt framboð mynduðu ríkisstjórn að loknum kosningunum 2017.Vísir/Vilhelm Stjórnarkreppur urðu algengar á nýjan leik og hver ríkisstjórnin á eftir annarri steytti á skeri. Þetta stappaði nærri upplausnarástandi. Allt þar til að þessi ríkisstjórn tók við fyrir fjórum árum. Ómögulegt er að skilja þá stjórn sem nú situr án þessarar forsögu. Í venjulegu árferði ætti hún ekki að ganga upp. Flokkar á sitt hvorum enda stjórnmálarófsins náðu saman til þess að koma á ró eftir umbrotstíð, flokkar sem í hjarta sínu hafa öndverðar efnahagsstefnur. Metfjöldi flokka Fyrir fjórum árum var metfjöldi flokka kjörinn á þing á landsvísu. Það met hafði síðast verið slegið bara árið áður, þegar sjö flokkar komust á þing árið 2016. Það undur er svo að finna í nýrri skoðanakönnun Maskínu að nú mælast níu flokkar á næsta þingi á landsvísu. Gangi það eftir, þá hefur íslenska flokkakerfið ekki aðeins umbreyst, heldur orðið óþekkjanleg því sem áður var. Fram að Hruni einkenndist íslenska flokkakerfið af fjórum megin flokkum sem skiptu á milli sín þorra atkvæða. Og skiptust á að sitja saman í ríkisstjórn. Fyrir vikið voru þeir uppnefndir Fjórflokkurinnn. Hrunið feykti frá stoðum þessa rótgróna – sumir segja súrnaða – flokkakerfis. Um sumt má kannski útskýra sitjandi ríkisstjórn sem viðbragð kerfisflokka við áskorendum. Hún samanstendur af þremur fjórðu hluta Fjórflokksins gamla. Til hennar var ekki stofnað af heitri ástríðu, heldur af hentugleik. Kerfisflokkarnir tóku einfaldlega höndum saman gegn nýrri áskorendaflokkum, þvert á fyrri áttakalínur. Áður en við snúum okkur að því að skoða stöðu flokkanna í upphafi kosningaárs skulum við fyrst rýna ögn betur í þessar átakalínur. Metfjöldi flokka var kjörinn á Alþingi í kosningunum 2017.Vísir/Vilhelm Átakalínur íslenskra stjórnmála Vilji menn fóta sig í urðargrjóti íslenskra stjórnmála er gagnlegt að skilja, að þau hverfast ekki aðeins yfir hinn hefðbundna vinstri/hægri efnahagsás (sem þrátt fyrir ótímabærar andlátsfréttir er enn í fullu gildi). Sú stjórn sem nú situr teygir sig enda nánast yfir allan þann ás. Annar átakaás hefur ekki síður skýringagildi á Íslandi. Sá skilur á milli frjálslyndis og alþjóðahyggju annars vegar og íhaldsstefnu og þjóðernisáherslna hins vegar. Svo vill til að ríkisstjórnarflokkarnir þrír ná mun betur saman á síðarnefnda ásnum, hafa allir innanborðs áherslur sem einkennast af íhaldsstefnu og þjóðrækni. Hafi menn þennan síðari átakaás í huga brotnar upp hefðbundna myndin af því hvaða flokkar standa öðrum nærri í íslenskum stjórnmálum. Nokkur dæmi. Á meðan Samfylking og Vinstri Grænir ná ágætlega saman vinstra megin á efnahagsásnum skjótast þau á sitt hvorn endann á hinum, þeim sem skilur að frjálslynda alþjóðahyggju annars vegar og íhaldssemi og þjóðrækni hins vegar. – Eða gerðu það allavega, en minna hefur farið fyrir frjálslyndisvídd Samfylkingarinnar að undanförnu. Þessi ás skýrir enn fremur klofning Viðreisnar út úr Sjálfstæðisflokknum. En hann á örðugar með að skýra klofning Miðflokks út úr Framsóknarflokki. Sjálfstæðisflokkurinn er víðfemur og í húsi hans eru margar vistarverur. Hann fellur þó nokkuð skýrt hægra megin á efnahagsrófið. En hann getur sveiflast allnokkuð eftir hinum ásnum, eftir því hvaða öfl eru ráðandi í flokknum. Þegar Viðreisn varð til höfðu frjálslyndu alþjóðasinnuðu öflin farið halloka innan flokksins. En síðar risu þau aftur til áhrifa. Staða flokkanna Frá síðustu kosningum hefur staða flokkanna breyst allnokkuð. Könnun Maskínu sýnir að ríkisstjórnarflokkarnir þrír missa allir fylgi – svo sem vonlegt er. Forysta VG vissi vel að flokkurinn myndi trauðla halda sínu mikla fylgi í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Augun voru alveg opin hvað það varðaði. Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum verið þungamiðjan í íslenska flokkakerfinu og haft meiri áhrif á þjóðarbúskapinn en nokkur annar. Vinstri flokkarnir hafa því lagt ofurkapp á að koma honum frá völdum. Stundum hefur það virst þeirra meginerindi, á tíðum jafnvel umfram það að hrinda eigin stefnu í framkvæmd. Því var það langt í frá sjálfsagt fyrir Vinstri græna að ganga í stjórnarsamstarf við höfuðandstæðinginn. VG vann veglegan kosningasigur í síðustu kosningum. Ljóst var að í stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokk myndi fjara fljótt undan stuðningnum. Hvers vegna þá að fórna flokknum í það? Einn áhrifamanna VG orðaði það svo í mín eyru, að stuðningur kjósenda væri einskins virði sé hann ekki nýttur. Í könnun Maskínu er fylgistap VG þó kannski ekki eins verulegt og vænta mætti, fer úr 16,9 prósent í 13,2 prósent. En aðrar kannanir hafa mælt hann nokkuð lægri. Víkjum þjá sjónum okkar næst að Samfylkingu. Hún mælist með 17,1 prósent fylgi, í órafjarlægð frá sínu besta en þó í mun vænlegri stöðu en síðast þegar flokkurinn hlaut tólf prósent atkvæða. – Svo ekki sé talað um árið á undan þegar Samfylkingin var sentimetri frá því að falla af þingi og hverfa úr stjórnmálasögunni. Viðreisn og Píratar sigla góðan byr, báðir flokkar njóta stuðnings liðlega tíunda hluta kjósenda. Raunar hafa Píratar þegar brotið blað í íslenskum stjórnmálum, haldið sjó langt umfram og mun lengur en gera mætti ráð fyrir af áskorendaflokki þeirrar gerðar – fer að verða harla rótgróinn í íslenska flokkakerfinu. Baráttan undir tíu prósenta markinu – ef við miðum við könnun Maskínu – verður kannski einna hörðust. Þar má greina tvær megin viðureignir á milli flokka sem sækja í sömu stefnurót (hér held ég að íþróttasamlíking eigi alveg rétt á sér). Önnur viðureignin er á milli Framsóknar og Miðflokks. Framsóknarflokkur nýtur ívið meira fylgis og hefur frá Klaustursmálinu alræmda haft undirtökin í baráttu þessara frændflokka. En þegar horft er yfir völlinn virðist sem að sóknarfærin ættu kannski að falla betur fyrir fætur Miðflokksins, kunni framlínumenn hans að staðsetja sig rétt. Botnbaráttan er svo hörðust á milli Flokks fólksins og Sósíalistaflokksins, sem báðir mælast rétt yfir fimm prósent þröskuldinum. Báðir teljast félagshyggjuflokkar í grunninn. Með gildum rökum má halda því fram að Flokkur fólksins hafi sloppið inn á þing á lokametra síðustu kosningabaráttu, einkum vegna tilfinningakrafts formannsins. En á yfirstandandi kjörtímabili hefur flokknum nokkuð þorrið þróttur. Sósíalistaflokkurinn hefur hins vegar verið á löngu og nokkuð jöfnu skriði uppávið og virðist líklegur til þess að geta látið að sér kveða í umræðunni. Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins sem mælist inni á þingi samkvæmt nýrri könnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.Vísir/Arnar Málefnin En hvaða málefni verða ráðandi? Jú, faraldurinn mun eflaust áfram yfirskyggja allt. Harla óumflýjanlega. Önnur mál sem gæti reynt á eru veigaminni enn sem komið er, svo sem fyrirhuguð sala Íslandsbanka. Við venjulegar aðstæður mætti gera ráð fyrir að VG legðist harðast allra gegn sölu ríkiseigna. En stjórnarsamstarf kostar málamiðlanir. Og þegar vinstri flokkur fer í samstarf með hægri flokki þá verða báðir að kyngja ýmsu sem þeir kunna að finna óbragð af. Því er ólíklegt að málið kljúfi stjórnina. Aftur að máli málanna. Faraldurinn klýfur seinni ásinn sem ég nefndi að framan, þennan á milli frjálslyndis og alþjóðasamstarfs annars vegar og íhaldssemi og þjóðernisáherslna hins vegar, með æði áhugaverðum hætti. Líkast til er faraldurinn alþjóðlegasta fyrirbæri sem við höfum upplifað. Aldrei áður hefur heimsbyggðin öll verið eins upptekin af einu og sama málinu. Hreinlega heltekin. Og jafnljóst má vera að lausnin verður aldrei önnur en alþjóðlegt viðnám, hnattrænt samstarf fremstu vísindamanna heims. Samt hafa viðbrögðin um margt verið æði þjóðernisleg. Ríki skellt hurðum hvert á annað og keppst við að þétta gerðið utan um eigin innri þjóð. Stóra málið hérlendis akkúrat núna snýst um bólusetningu þjóðarinnar. Ýmsir hafa orðið til að gagnrýna ríkisstjórnina fyrir að binda trúss sitt við samstarf Evrópuþjóða, í stað þess að freista gæfunnar upp á eigin spýtur við öflun bóluefna á markaði. Engin leið er að leggja mat á það núna, hvort að stefnan teljist happadrjúg eða reynist feigðarför. Að dæma til um það núna er kannski eins og að ætla sér að segja fyrir um úrslit maraþonhlaups eftir fyrsta kílómetrann. Þetta er jú langhlaup. Faraldurinn gengur þvert á nokkurn vegin allar markalínur stjórnmálanna. Hvernig uppgjörið við hann og viðbrögðin við honum þróast í vor og sumar mun ráða miklu um kosningabaráttuna og væntanlega um úrslitin. Alþingiskosningar fara fram 25. september 2021. Fram að þeim mun fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar birta reglulega niðurstöður skoðanakannana Maskínu er snúa að kosningunum.
Alþingiskosningar fara fram 25. september 2021. Fram að þeim mun fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar birta reglulega niðurstöður skoðanakannana Maskínu er snúa að kosningunum.
Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent