Vildi sinn mann í ráðherrastól á síðustu metrunum Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2021 23:01 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Luis M. Alvarez Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, íhugaði að skipta út starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna í upphafi mánaðarins. Ætlaði hann sér að skipa annan starfandi ráðherra sem átti að hjálpa honum við að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í fyrra. Jeff Rosen, sem tók við ráðherraembættinu eftir að William Barr sagði af sér, neitaði að beita sér í viðleitni forsetans, og sagði engar vísbendingar um að kosningasvindl hefði kostað Trump sigur, eins og hann hefur lengi haldið fram. Ráðabrugg þetta var runnið undan rifjum Jeffrey Clark, háttsetts lögmanns, Dómsmálaráðuneytisins sem Trump skipaði á kjörtímabili sínu. Æðstu lögmenn ráðuneytisins heyrðu af þessari áætlun og voru sammála um að þeir myndu segja af sér ef Clark yrði gerður að starfandi ráðherra, samkvæmt frétt New York Times, sem sagði fyrst frá áætluninni. Clark átti sérstaklega að beita sér í Georgíu til að fá ráðamenn þar til að snúa við úrslitum kosninganna. Samkomulag lögmanna ráðuneytisins um að segja af sér leiddi þó til þess að Trump lét ekki verða af ráðabrugginu. Í yfirlýsingu þvertekur Clark fyrir að hafa lagt á ráðin um að koma Rosen úr embætti. Hann hafi rætt við forsetann um ýmis málefni hann geti ekki sagt frá þeim. Hann vísaði þar að auki til þess að hann var í forsvari fyrir beiðni ráðuneytisins til alríkisdómara varðandi það að fella niður dómsmál sem ætlað var að stöðva Mike Pence, varaforseta, í því að staðfesta niðurstöður kosninganna. Trump sjálfur vildi ekki tjá sig vegna fréttarinnar talsmaður hans sagði Trump ítrekað hafa haldið því fram að dómsmálaráðuneytið ætti að rannsaka kosningasvik sem hafi verið „hömlulaus“ um árabil. Forsetinn fyrrverandi hefur um mánaða skeið haldið því fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur og hefur hann í raun ekki enn viðurkennt ósigur, þó hann hafi látið af embætti. Engar vísbendingar um slíkt svindl hafa litið dagsins ljós. Trump og bandamenn hans hafa tapað tugum dómsmála eða dómarar hafnað þeim, og rannsóknir og endurtalningar hafa ekki leitt neitt í ljós. Eins og segir í frétt Washington Post hefur Trump ítrekað þrýst á forsvarsmenn dómsmálaráðuneytisins varðandi það að beita ráðuneytinu í hans hag. Barr var einn ötulasti stuðningsmaður forsetans en hann lét þó ekki eftir honum varðandi hið meinta kosningasvindl. Þegar Barr lýsti því yfir í viðtali við AP fréttaveituna að engar vísbendingar um umfangsmikið kosningasvindl hefðu litið dagsins ljós varð Trump reiður út í ráðherrann. Deilur þeirra enduðu svo á því að Barr sagði af sér í desember. Í frétt Washington Post segir að Barr hafi verið fullviss um að Rosen myndi ekki láta undan þrýstingi frá Trump. Clark hafi þó einnig þrýst á hann og meðal annars hvatt Rosen til að halda blaðamannafund í og segja að ráðuneytið væri að rannsaka alvarlegar ásakanir um kosningasvik. Þá hafi Rosen heyrt af því að Trump hafi ætlað að reka hann og skipa Clark í hans stað og kallaði ráðherrann starfandi eftir fundi með forsetanum. Á þeim fundi voru Trump, Clark og Rosen, auk annarra lögmanna ráðuneytisins og Hvíta hússins. Þar var Trump tilkynnt að starfsmenn ráðuneytisins myndu hætta í massavís og að hann ætti ekki að skipta Rosen út fyrir Clark. Pat Cipollone, lögmaður Hvíta hússins, barðist einnig gegn þeirri hugmynd að Clark sendi bréf til ríkisþingmanna Georgíu um að ráðuneytið væri að rannsaka kosningasvik í ríkinu, sem var rangt, og ekki ætti að staðfesta sigur Bidens þar. Einn heimildarmaður Washington Post segir Cipollone hafa bjargað starfi Rosen á þessum fundi. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Málflutningur gegn Trump hefst 8. febrúar Málaferlin gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot munu hefjast þann 8. febrúar næstkomandi. Þá munu lögmenn beggja fylkinga flytja upphafsræður sínar í öldungadeild Bandaríkjaþings. 23. janúar 2021 08:54 Fauci segir frelsandi að vinna ekki lengur undir Donald Trump Dr. Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna og einn helsti sóttvarnasérfræðingur, segir að það sé frelsandi tilfinning að geta nú greint frá vísindalegum staðreyndum í tengslum við kórónuveiruna og faraldur hennar án þess að óttast viðbrögð Donalds Trump. 22. janúar 2021 06:58 Trump gæti fengið Facebook-aðganginn aftur Eftirlitsnefnd um stjórnarhætti samfélagsmiðlarisans Facebook mun nú taka fyrir ákvörðun fyrirtækisins um að úthýsa Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, af miðlinum. 21. janúar 2021 20:47 Q-liðar á krossgötum: Engin herlög og engar fjöldahandtökur Í þrjú ár hafa Qanon-liðar staðið í þeirri trú að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi háð leynilega baráttu gegn djöfladýrkandi Demókrötum og meðlimum elítunnar svokölluðu sem níðast á börnum og drekka blóð þeirra til að halda sér ungum. 21. janúar 2021 12:29 Þrettán meðlimir Trump-fjölskyldunnar njóta áfram verndar leyniþjónustunnar Þrettán meðlimir Trump-fjölskyldunnar munu áfram njóta þjónustu leyniþjónustu Bandaríkjanna, sem áfram mun annast öryggisgæslu fjölskyldunnar, nú eftir að Donald Trump hefur lokið tíð sinni í embætti forseta Bandaríkjanna. 20. janúar 2021 21:11 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Jeff Rosen, sem tók við ráðherraembættinu eftir að William Barr sagði af sér, neitaði að beita sér í viðleitni forsetans, og sagði engar vísbendingar um að kosningasvindl hefði kostað Trump sigur, eins og hann hefur lengi haldið fram. Ráðabrugg þetta var runnið undan rifjum Jeffrey Clark, háttsetts lögmanns, Dómsmálaráðuneytisins sem Trump skipaði á kjörtímabili sínu. Æðstu lögmenn ráðuneytisins heyrðu af þessari áætlun og voru sammála um að þeir myndu segja af sér ef Clark yrði gerður að starfandi ráðherra, samkvæmt frétt New York Times, sem sagði fyrst frá áætluninni. Clark átti sérstaklega að beita sér í Georgíu til að fá ráðamenn þar til að snúa við úrslitum kosninganna. Samkomulag lögmanna ráðuneytisins um að segja af sér leiddi þó til þess að Trump lét ekki verða af ráðabrugginu. Í yfirlýsingu þvertekur Clark fyrir að hafa lagt á ráðin um að koma Rosen úr embætti. Hann hafi rætt við forsetann um ýmis málefni hann geti ekki sagt frá þeim. Hann vísaði þar að auki til þess að hann var í forsvari fyrir beiðni ráðuneytisins til alríkisdómara varðandi það að fella niður dómsmál sem ætlað var að stöðva Mike Pence, varaforseta, í því að staðfesta niðurstöður kosninganna. Trump sjálfur vildi ekki tjá sig vegna fréttarinnar talsmaður hans sagði Trump ítrekað hafa haldið því fram að dómsmálaráðuneytið ætti að rannsaka kosningasvik sem hafi verið „hömlulaus“ um árabil. Forsetinn fyrrverandi hefur um mánaða skeið haldið því fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur og hefur hann í raun ekki enn viðurkennt ósigur, þó hann hafi látið af embætti. Engar vísbendingar um slíkt svindl hafa litið dagsins ljós. Trump og bandamenn hans hafa tapað tugum dómsmála eða dómarar hafnað þeim, og rannsóknir og endurtalningar hafa ekki leitt neitt í ljós. Eins og segir í frétt Washington Post hefur Trump ítrekað þrýst á forsvarsmenn dómsmálaráðuneytisins varðandi það að beita ráðuneytinu í hans hag. Barr var einn ötulasti stuðningsmaður forsetans en hann lét þó ekki eftir honum varðandi hið meinta kosningasvindl. Þegar Barr lýsti því yfir í viðtali við AP fréttaveituna að engar vísbendingar um umfangsmikið kosningasvindl hefðu litið dagsins ljós varð Trump reiður út í ráðherrann. Deilur þeirra enduðu svo á því að Barr sagði af sér í desember. Í frétt Washington Post segir að Barr hafi verið fullviss um að Rosen myndi ekki láta undan þrýstingi frá Trump. Clark hafi þó einnig þrýst á hann og meðal annars hvatt Rosen til að halda blaðamannafund í og segja að ráðuneytið væri að rannsaka alvarlegar ásakanir um kosningasvik. Þá hafi Rosen heyrt af því að Trump hafi ætlað að reka hann og skipa Clark í hans stað og kallaði ráðherrann starfandi eftir fundi með forsetanum. Á þeim fundi voru Trump, Clark og Rosen, auk annarra lögmanna ráðuneytisins og Hvíta hússins. Þar var Trump tilkynnt að starfsmenn ráðuneytisins myndu hætta í massavís og að hann ætti ekki að skipta Rosen út fyrir Clark. Pat Cipollone, lögmaður Hvíta hússins, barðist einnig gegn þeirri hugmynd að Clark sendi bréf til ríkisþingmanna Georgíu um að ráðuneytið væri að rannsaka kosningasvik í ríkinu, sem var rangt, og ekki ætti að staðfesta sigur Bidens þar. Einn heimildarmaður Washington Post segir Cipollone hafa bjargað starfi Rosen á þessum fundi.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Málflutningur gegn Trump hefst 8. febrúar Málaferlin gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot munu hefjast þann 8. febrúar næstkomandi. Þá munu lögmenn beggja fylkinga flytja upphafsræður sínar í öldungadeild Bandaríkjaþings. 23. janúar 2021 08:54 Fauci segir frelsandi að vinna ekki lengur undir Donald Trump Dr. Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna og einn helsti sóttvarnasérfræðingur, segir að það sé frelsandi tilfinning að geta nú greint frá vísindalegum staðreyndum í tengslum við kórónuveiruna og faraldur hennar án þess að óttast viðbrögð Donalds Trump. 22. janúar 2021 06:58 Trump gæti fengið Facebook-aðganginn aftur Eftirlitsnefnd um stjórnarhætti samfélagsmiðlarisans Facebook mun nú taka fyrir ákvörðun fyrirtækisins um að úthýsa Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, af miðlinum. 21. janúar 2021 20:47 Q-liðar á krossgötum: Engin herlög og engar fjöldahandtökur Í þrjú ár hafa Qanon-liðar staðið í þeirri trú að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi háð leynilega baráttu gegn djöfladýrkandi Demókrötum og meðlimum elítunnar svokölluðu sem níðast á börnum og drekka blóð þeirra til að halda sér ungum. 21. janúar 2021 12:29 Þrettán meðlimir Trump-fjölskyldunnar njóta áfram verndar leyniþjónustunnar Þrettán meðlimir Trump-fjölskyldunnar munu áfram njóta þjónustu leyniþjónustu Bandaríkjanna, sem áfram mun annast öryggisgæslu fjölskyldunnar, nú eftir að Donald Trump hefur lokið tíð sinni í embætti forseta Bandaríkjanna. 20. janúar 2021 21:11 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Málflutningur gegn Trump hefst 8. febrúar Málaferlin gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot munu hefjast þann 8. febrúar næstkomandi. Þá munu lögmenn beggja fylkinga flytja upphafsræður sínar í öldungadeild Bandaríkjaþings. 23. janúar 2021 08:54
Fauci segir frelsandi að vinna ekki lengur undir Donald Trump Dr. Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna og einn helsti sóttvarnasérfræðingur, segir að það sé frelsandi tilfinning að geta nú greint frá vísindalegum staðreyndum í tengslum við kórónuveiruna og faraldur hennar án þess að óttast viðbrögð Donalds Trump. 22. janúar 2021 06:58
Trump gæti fengið Facebook-aðganginn aftur Eftirlitsnefnd um stjórnarhætti samfélagsmiðlarisans Facebook mun nú taka fyrir ákvörðun fyrirtækisins um að úthýsa Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, af miðlinum. 21. janúar 2021 20:47
Q-liðar á krossgötum: Engin herlög og engar fjöldahandtökur Í þrjú ár hafa Qanon-liðar staðið í þeirri trú að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi háð leynilega baráttu gegn djöfladýrkandi Demókrötum og meðlimum elítunnar svokölluðu sem níðast á börnum og drekka blóð þeirra til að halda sér ungum. 21. janúar 2021 12:29
Þrettán meðlimir Trump-fjölskyldunnar njóta áfram verndar leyniþjónustunnar Þrettán meðlimir Trump-fjölskyldunnar munu áfram njóta þjónustu leyniþjónustu Bandaríkjanna, sem áfram mun annast öryggisgæslu fjölskyldunnar, nú eftir að Donald Trump hefur lokið tíð sinni í embætti forseta Bandaríkjanna. 20. janúar 2021 21:11
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent