Bráðaofnæmi algengara í tilviki bólusetningar Pfizer en annarra bólusetninga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. janúar 2021 13:24 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm 137 tilkynningar hafa borist Lyfjastofnun vegna gruns um aukaverkanir í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19. Sóttvarnalæknir segir rannsóknir sýna að bráðaofnæmi sé algengara í tilviki bóluenis Pfizer en annarra bólusetninga. Af þeim 137 tilkynningum hafa borist 97 tilkynningar vegna gruns um aukaverkun af bóluefninu Pfizer en 40 af bóluefninu Moderna. Níu tilkynningar eru metnar alvarlegar. Þetta kemur fram á nýrri upplýsingasíðu Lyfjastofnunar vegna bólusetningar gegn Covid-19. Aukaverkun ekki það sama og verkun Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir gott að bólusetningin veki viðbrögð en þau megi ekki verða of sterk. „Það virðist vera að þetta bóluefni, og það kom líka fram í þessum rannsóknum sem hafa verið gerðar á bóluefninu, að það er að vekja upp dálítið ónæmissvar sem þýðir það að fólk er að fá kannski hita, beinverki, óþægindi og bólgur á stungustað og svo framvegis. Þetta eru í raun og veru ekki aukaverkanir heldur eru þetta verkanir af bóluefninu.“ „Bóluefnið er að gera það sem það á að gera. Það á að ræsa ónæmiskerfið til þess að búa til mótefni og vörn gegn smiti. Við viljum bara að þetta séu ekki of sterk viðbrögð þannig að fólk verði veikt,“ sagði Þórólfur. Nefnir hann sem dæmi bráðaofnæmi. „Það er greinilegt út frá rannsóknum að bráðaofnæmi er algengara eftir t.d. Pfizer bóluefni heldur en bóluefni almennt og ég held að þeir sem eru að bólusetja þurfi bara að vera viðbúnir því og grípa til viðeigandi ráða. Við erum ekki að sjá neinar aðrar aukaverkanir og vonandi verður það ekki.“ „Það er greinilegt að þetta bóluefni er virkt og við viljum að það sé virkt, við viljum að það verndi. Og þá þurfum við líka kannski að sjá einhver svona einkenni þegar við erum bólusett,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Af þeim 137 tilkynningum hafa borist 97 tilkynningar vegna gruns um aukaverkun af bóluefninu Pfizer en 40 af bóluefninu Moderna. Níu tilkynningar eru metnar alvarlegar. Þetta kemur fram á nýrri upplýsingasíðu Lyfjastofnunar vegna bólusetningar gegn Covid-19. Aukaverkun ekki það sama og verkun Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir gott að bólusetningin veki viðbrögð en þau megi ekki verða of sterk. „Það virðist vera að þetta bóluefni, og það kom líka fram í þessum rannsóknum sem hafa verið gerðar á bóluefninu, að það er að vekja upp dálítið ónæmissvar sem þýðir það að fólk er að fá kannski hita, beinverki, óþægindi og bólgur á stungustað og svo framvegis. Þetta eru í raun og veru ekki aukaverkanir heldur eru þetta verkanir af bóluefninu.“ „Bóluefnið er að gera það sem það á að gera. Það á að ræsa ónæmiskerfið til þess að búa til mótefni og vörn gegn smiti. Við viljum bara að þetta séu ekki of sterk viðbrögð þannig að fólk verði veikt,“ sagði Þórólfur. Nefnir hann sem dæmi bráðaofnæmi. „Það er greinilegt út frá rannsóknum að bráðaofnæmi er algengara eftir t.d. Pfizer bóluefni heldur en bóluefni almennt og ég held að þeir sem eru að bólusetja þurfi bara að vera viðbúnir því og grípa til viðeigandi ráða. Við erum ekki að sjá neinar aðrar aukaverkanir og vonandi verður það ekki.“ „Það er greinilegt að þetta bóluefni er virkt og við viljum að það sé virkt, við viljum að það verndi. Og þá þurfum við líka kannski að sjá einhver svona einkenni þegar við erum bólusett,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira