Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Á sama tíma og hægt er að létta á takmörkun hér á landi er víðast hvar verið að herða tökin. Farið verður yfir stöðuna í faraldrinum erlendis í fréttatímanum.
Skemmdarverkin sem unnin voru á skrifstofum Samfylkingarinnar með skotvopni í nótt eru þau fjórðu í röðinni á einu ári gegn stjórnmálaflokki eða samtökum. Lögreglan leitar enn gerandans. Við lítum við hjá Samfylkingunni og skoðum ummerkin.
Einnig verður rætt við Guðmund Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi í síðustu viku. Hann braggast vel eftir aðgerðina og segir nýju hendurnar vera nokkuð líkar þeim sem hann missti.
Þá verður rætt við forstjóra Hafrannsóknarstofnunar í beinni útsendingu en nú er verið að gefa út loðnukvóta eftir tveggja ára loðnubrest og farið verður yfir stöðuna í Háskóla Íslands eftir gríðarlegan vatnsleka í byggingum skólans.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.