Mál Jón Baldvins sent aftur heim í hérað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. janúar 2021 16:01 Jón Baldvin Hannibalsson mætti í Silfrið hjá Ríkisútvarpinu á sínum tíma og svaraði fyrir ásakanir kvenna um að hann hefði beitt þær kynferðisofbeldi. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur þarf að taka aftur fyrir frávísunarkröfu Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi utanríkisráðerra í dómsmáli er varðar meinta kynferðislega áreitni hans á hendur Carmen Jóhannsdóttur. Þetta er niðurstaða Landsréttar. Ástæðan er sú að lengri tími en fjórar vikur liðu frá því að munnlegum málflutningi um frávísunarkröfuna lauk og þar til úrskurðurinn var kveðinn upp. Þegar þannig stendur á þurfa málsaðilar að fallast á að þess gerðist ekki þörf að endurflytja málið og dómari þarf að vera sammála málsaðilum. Það var ekki gert og vísaði Landsréttur því málinu aftur heim í hérað þar sem málflutningur um frávísun fer fram á nýjan leik. Jón Baldvin var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn Carmen Jóhannsdóttur með því að hafa strokið utanklæða og niður eftir rassi hennar þegar hún var gestur á heimili hans á Spáni í júní 2018. Samkvæmt ákærðu taldist brotið varða við ákvæði laga um kynferðislega áreitni. Carmen steig sjálf fram og sagði frá reynslu sinni af málinu í fjölmiðlum árið 2019. Jón Baldvin greindi svo frá ákærunni í aðsendri grein í Morgunblaðinu í september í fyrra. Hann hefur ætíð neitað sök og hefur haldið því fram að atvikið á Spáni hafi verið sviðsett. Carmen krafði Jón Baldvin um eina milljón króna í miskabætur vegna málsins. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði sínum að ákæruvaldið hefði byggt mál sitt á því að háttsemin sem Jóni Baldvin var gefið að sök væri refsiverð eftir spænskum lögum og vísað til tiltekinnar lagagreinar, sem sé sambærileg íslenskri lagagrein. Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari taldi hins vegar að spænska ákvæðið gæti ekki talist sambærilegt íslenska ákvæðinu. Það væri „útilokað eða a.m.k. verulegur vafi“ á því að spænska lagagreinin ætti við um meinta háttsemi Jóns Baldvins. Þar sem ekki lægi heldur fyrir gild yfirlýsing frá spænskum yfirvöldum um að háttsemin sé refsiverð samkvæmt spænskum lögum ætti Jón Baldvin að njóta vafans. Málinu var því vísað frá dómi en þá niðurstöðu kærði héraðssaksóknari til Landsréttar. Niðurstaðan er að málið verði endurflutt í Héraðsdómi Reykjavíkur. Dómsmál Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Ákæru um kynferðisbrot á hendur Jóni Baldvin vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í morgun frá ákæru á hendur Jóni Baldvin Hannibalssyni fyrrverandi utanríkisráðherra um kynferðisbrot. 7. janúar 2021 14:52 Um mannréttindi og misnotkun þeirra Hvað er til ráða þegar sjálfskipaður ritdómari leyfir sér að fara rangt með allar lykilstaðreyndir í umfjöllun sinni um nýútkomna bók móður minnar „Brosað gegnum tárin“? 22. nóvember 2020 16:00 Aldís Schram fagnar fyrsta sigrinum gegn föður sínum Vinnsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á upplýsingum er vörðuðu Aldísi Schram brutu gegn lögum um Persónuvernd. Þetta er niðurstaða Persónuverndar. 9. október 2020 16:15 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Ástæðan er sú að lengri tími en fjórar vikur liðu frá því að munnlegum málflutningi um frávísunarkröfuna lauk og þar til úrskurðurinn var kveðinn upp. Þegar þannig stendur á þurfa málsaðilar að fallast á að þess gerðist ekki þörf að endurflytja málið og dómari þarf að vera sammála málsaðilum. Það var ekki gert og vísaði Landsréttur því málinu aftur heim í hérað þar sem málflutningur um frávísun fer fram á nýjan leik. Jón Baldvin var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn Carmen Jóhannsdóttur með því að hafa strokið utanklæða og niður eftir rassi hennar þegar hún var gestur á heimili hans á Spáni í júní 2018. Samkvæmt ákærðu taldist brotið varða við ákvæði laga um kynferðislega áreitni. Carmen steig sjálf fram og sagði frá reynslu sinni af málinu í fjölmiðlum árið 2019. Jón Baldvin greindi svo frá ákærunni í aðsendri grein í Morgunblaðinu í september í fyrra. Hann hefur ætíð neitað sök og hefur haldið því fram að atvikið á Spáni hafi verið sviðsett. Carmen krafði Jón Baldvin um eina milljón króna í miskabætur vegna málsins. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði sínum að ákæruvaldið hefði byggt mál sitt á því að háttsemin sem Jóni Baldvin var gefið að sök væri refsiverð eftir spænskum lögum og vísað til tiltekinnar lagagreinar, sem sé sambærileg íslenskri lagagrein. Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari taldi hins vegar að spænska ákvæðið gæti ekki talist sambærilegt íslenska ákvæðinu. Það væri „útilokað eða a.m.k. verulegur vafi“ á því að spænska lagagreinin ætti við um meinta háttsemi Jóns Baldvins. Þar sem ekki lægi heldur fyrir gild yfirlýsing frá spænskum yfirvöldum um að háttsemin sé refsiverð samkvæmt spænskum lögum ætti Jón Baldvin að njóta vafans. Málinu var því vísað frá dómi en þá niðurstöðu kærði héraðssaksóknari til Landsréttar. Niðurstaðan er að málið verði endurflutt í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Dómsmál Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Ákæru um kynferðisbrot á hendur Jóni Baldvin vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í morgun frá ákæru á hendur Jóni Baldvin Hannibalssyni fyrrverandi utanríkisráðherra um kynferðisbrot. 7. janúar 2021 14:52 Um mannréttindi og misnotkun þeirra Hvað er til ráða þegar sjálfskipaður ritdómari leyfir sér að fara rangt með allar lykilstaðreyndir í umfjöllun sinni um nýútkomna bók móður minnar „Brosað gegnum tárin“? 22. nóvember 2020 16:00 Aldís Schram fagnar fyrsta sigrinum gegn föður sínum Vinnsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á upplýsingum er vörðuðu Aldísi Schram brutu gegn lögum um Persónuvernd. Þetta er niðurstaða Persónuverndar. 9. október 2020 16:15 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Ákæru um kynferðisbrot á hendur Jóni Baldvin vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í morgun frá ákæru á hendur Jóni Baldvin Hannibalssyni fyrrverandi utanríkisráðherra um kynferðisbrot. 7. janúar 2021 14:52
Um mannréttindi og misnotkun þeirra Hvað er til ráða þegar sjálfskipaður ritdómari leyfir sér að fara rangt með allar lykilstaðreyndir í umfjöllun sinni um nýútkomna bók móður minnar „Brosað gegnum tárin“? 22. nóvember 2020 16:00
Aldís Schram fagnar fyrsta sigrinum gegn föður sínum Vinnsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á upplýsingum er vörðuðu Aldísi Schram brutu gegn lögum um Persónuvernd. Þetta er niðurstaða Persónuverndar. 9. október 2020 16:15