Er Pogba bara að auglýsa sig? Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2021 16:01 Paul Pogba hóf meistaraflokksferil sinn með Manchester United, var hjá Juventus árin 2012-2016 en kom svo aftur til United. Getty/Clive Rose „Er hann að auglýsa sig eða ætlar hann að vera í United í framtíðinni? Ég held að það sé það fyrra,“ sagði Rikki G um Paul Pogba sem blómstrað hefur í liði Manchester United í síðustu leikjum. Pogba skoraði sigurmark United gegn Fulham á miðvikudagskvöld þegar United styrkti stöðu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Pogba hefur verið afar umdeildur hjá stuðningsmönnum félagsins og var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag hér á Vísi. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. „Hann er keyptur til United fyrir um 90 milljónir punda 2016. Nánast allir United-stuðningsmenn búnir að láta hann fara í taugarnar á sér, hann sé ekki að leggja sig fram, endalaust að gaspra í fjölmiðlum og umboðsmaðurinn hans að segja að hann vilji komast í burtu. En í síðustu sex leikjum held ég að Paul Pogba sé búinn að vera besti leikmaður deildarinnar,“ sagði Rikki, sem hallast að því að Pogba vilji komast í annað stórlið. „Fólk spyr: „Af hverju akkúrat núna? Af hverju er hann byrjaður að bera liðið á herðum sér núna?“ Ég velti fyrir mér hvort hann sé að auglýsa sig. Vill hann fá gott tilboð á borðið næsta sumar frá Spáni eða einhvers staðar frá? Sýna að hann sé þessi leikmaður. Eða breyttist bera hugarfarið, af því að United gengur vel? Af því að hann langar að taka þátt í því og vera stjarna líka. Bruno Fernandes er búinn að sýna að hann getur borið liðið sjálfur og Pogba segir: „Ég get þetta líka“,“ sagði Rikki sem telur líklegra en ekki að Pogba fari frá United næsta sumar. Solskjær ekki háður Pogba? Henry Birgir Gunnarsson spurði hvort ekki væri slæm staða fyrir United að vera háð duttlungum Pogba – hvort hann nenni að leggja sig fram. Kjartan Atli Kjartansson sagði að sú staða væri breytt, undir stjórn Ole Gunnar Solskjær. United væri ekki háð Pogba og gæti alveg geymt hann á bekknum þegar það ætti við. Þeir Kjartan og Rikki voru hjartanlega sammála um að best væri fyrir United að hafa Pogba áfram. „Líka þegar það er alltaf hætta á því að hann sprengi allt upp?“ spurði Henry. „Já, ef þú ert búinn að búa þannig um hnútana að þú sért ekki háður honum, eins og mér finnst Solskjær hafa gert. Hann á Donny van de Beek líka inni, þó hann spili ekki alveg sömu stöðu. Það yrði ekki skellur fyrir United ef Pogba fer en frábært ef hann verður áfram,“ sagði Kjartan. Hægt er að hlusta á Sportið í dag hér að neðan og umræðan um Pogba hefst eftir 19 mínútur og 50 sekúndur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Enski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Sjá meira
Pogba skoraði sigurmark United gegn Fulham á miðvikudagskvöld þegar United styrkti stöðu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Pogba hefur verið afar umdeildur hjá stuðningsmönnum félagsins og var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag hér á Vísi. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. „Hann er keyptur til United fyrir um 90 milljónir punda 2016. Nánast allir United-stuðningsmenn búnir að láta hann fara í taugarnar á sér, hann sé ekki að leggja sig fram, endalaust að gaspra í fjölmiðlum og umboðsmaðurinn hans að segja að hann vilji komast í burtu. En í síðustu sex leikjum held ég að Paul Pogba sé búinn að vera besti leikmaður deildarinnar,“ sagði Rikki, sem hallast að því að Pogba vilji komast í annað stórlið. „Fólk spyr: „Af hverju akkúrat núna? Af hverju er hann byrjaður að bera liðið á herðum sér núna?“ Ég velti fyrir mér hvort hann sé að auglýsa sig. Vill hann fá gott tilboð á borðið næsta sumar frá Spáni eða einhvers staðar frá? Sýna að hann sé þessi leikmaður. Eða breyttist bera hugarfarið, af því að United gengur vel? Af því að hann langar að taka þátt í því og vera stjarna líka. Bruno Fernandes er búinn að sýna að hann getur borið liðið sjálfur og Pogba segir: „Ég get þetta líka“,“ sagði Rikki sem telur líklegra en ekki að Pogba fari frá United næsta sumar. Solskjær ekki háður Pogba? Henry Birgir Gunnarsson spurði hvort ekki væri slæm staða fyrir United að vera háð duttlungum Pogba – hvort hann nenni að leggja sig fram. Kjartan Atli Kjartansson sagði að sú staða væri breytt, undir stjórn Ole Gunnar Solskjær. United væri ekki háð Pogba og gæti alveg geymt hann á bekknum þegar það ætti við. Þeir Kjartan og Rikki voru hjartanlega sammála um að best væri fyrir United að hafa Pogba áfram. „Líka þegar það er alltaf hætta á því að hann sprengi allt upp?“ spurði Henry. „Já, ef þú ert búinn að búa þannig um hnútana að þú sért ekki háður honum, eins og mér finnst Solskjær hafa gert. Hann á Donny van de Beek líka inni, þó hann spili ekki alveg sömu stöðu. Það yrði ekki skellur fyrir United ef Pogba fer en frábært ef hann verður áfram,“ sagði Kjartan. Hægt er að hlusta á Sportið í dag hér að neðan og umræðan um Pogba hefst eftir 19 mínútur og 50 sekúndur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Enski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Sjá meira