Steinunn Ýr segir kvenfyrirlitningu grassera innan Samfylkingarinnar Jakob Bjarnar skrifar 24. janúar 2021 09:01 Fyrir liggur að Ágúst Ólafur Ágústsson mun ekki taka sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir komandi Alþingiskosningar. Það er umdeilt og inn í það skrifar Steinunn Ýr pistil. Logi Einarsson reynir að lægja öldur innan flokksins. Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar vegna uppstillingar lista. Logi Einarsson formaður hefur sigið inn í heitar umræður og reynt að lægja öldur. Steinunn Ýr Einarsdóttir, formaður kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, hefur stigið fram á spjallvettvangi Samfylkingarinnar, sem telur á annað þúsund manns, og telur hana eiga óuppgerðar sakir við kynferðisbrotamál sem komið hafa upp innan fylkingarinnar. Segir óþægilegt að hafa verið með Helga á lista Steinunn Ýr segir að sér blöskri kvenfyrirlitningin sem hún telur sig greina í Facebookhópnum Samfylkingin - jafnaðarmannaflokkur Íslands. Þó fyrir liggi að Ágúst Ólafur muni ekki taka sæti á lista fyrir komandi kosningar virðist sú niðurstaða umdeild innan flokksins. Þannig skiptist Samfylkingarfólk í tvö horn: Meðan hluti Samfylkingarmanna vilja undirbúa sig fyrir kosningar telur annar hópur nú vert að gera upp við fortíðina. Steinunn Ýr segir að árið 2016 hafi verið nefnt á þessum vettvangi sem erfitt ár, árið sem hún tók fyrst við sem formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar. „Ég tók einnig þátt í prófkjöri og hafnaði í fjórða sæti á lista. Þegar ég var nýbúin að taka við embættinu og samþykkja sæti á lista fæ ég fyrst fréttir af því að Helgi Hjörvar sem var á sama lista og ég hefði verið ásakaður um alvarlega kynferðislega áreitni.“ Steinunn Ýr segist varla geta lýst því hversu óþægilegt hafi verið að vita af því og geta ekkert gert: „Hann neitaði að víkja.“ Að neðan má sjá link á umfjöllun Stundarinnar frá 2018. Jóhann Páll Jóhannsson, þáverandi blaðamaður en núverandi frambjóðandi Samfylkingarinnar til Alþingis í Reykjavík, fjallaði um málið. Jón Baldvin hluti af sögu Samfylkingarinnar Steinunn Ýr vill meina að sú umræða sem nú geysi innan flokks eigi sér langa sögu, rætur kynferðislegrar áreitni liggi dýpra. „Fyrir stuttu stigu fram undir nafni enn fleiri konur sem segja sögu sína af því hvernig Jón Baldvin áreitti þær kynferðislega.“ Hann hafi vissulega ekki setið á þingi fyrir Samfylkinguna en sé engu að síður hluti sögu hennar. Hún segir allt þetta þungbært og sárt en samhengið skipti máli. „ÁÓÁ-málið er erfitt og sárt, en vonandi getum við einhvern tímann litið til baka og upplifað það sem lið í uppgjöri sem varð að fara fram. Mér er ljóst að við breytum ekki fortíðinni en stöndum frammi fyrir því að geta nú tekið afstöðu með þolendum.“ Enn óvíst hverjir leiða í Reykjavík Frásögn Steinunnar kemur beint inn í afar erfiða umræðu sem nú geysar innan vébanda Samfylkingarinnar en verulega umdeilt er að Ágúst Ólafur hafi ekki hlotið náð fyrir augum uppstillinganefndar eins og Vísir hefur fjallað skilmerkilega um. Von hefur verið á því frá uppstillinganefnd hvernig muni raðast í efstu sæti í Reykjavíkurkjördæmunum en það dregst enn. Að sögn Harðar Oddfríðarsonar formanns uppstillinganefndar mun það ekki vera gefið út fyrir en eftir helgi í fyrsta lagi. Þau sem einkum hafa verið nefnd til sögunnar í því samhengi eru þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir og Rósa Björk Brynjólfsdóttir (sem nú liggur fyrir að fer fram í Kraganum), Kristrún Frostadóttir hagfræðingur, Ragna Sigurðardóttir formaður Ungra jafnaðarmanna auk Jóhanns Páls Jóhannssonar blaðamanns. Þá hefur Vísir heyrt nafn Viðars Eggertssonar leikhúsmanns nefnt sem líklegt ofarlega á lista. Logi reynir að lægja öldur En þó nú liggi fyrir að Ágúst Ólafur sé á förum logar allt stafna á milli innan Samfylkingarinnar, eins og ráða má af frásögn Steinunnar Ýrar. Því hefur formaðurinn Logi Einarsson séð sig knúinn til að hvetja fólk til stillingar. Hann ritar pistil á umræddan spjallvettvang. Hann segir að það geti verið flókið að starfa í svo fjölmennum flokki eins og Samfylkingin er. „Við stefnum í sömu átt en greinir oft á um leiðina, göngulagið og göngutaktinn. Og hverjir skuli leiða ferðina.“ Þannig hefst pistill Loga. Hann segir jafnframt: „En stundum falla því miður orð sem betur hefðu verið ósögð.“ Hann rekur að það sé ekki öfundsvert að sitja í uppstillinganefnd en engin ástæða sé til að draga heilindi í efa; nauðsynlegt sé að þau fái vinnufrið. Logi lýkur pistli sínum á orðunum: „Munum svo að orð eru dýr og reynum að vera góð hvert við annað, þó við séum stundum ósammála hvert öðru.“ Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Illska hlaupin í uppstillingarnefnd Samfylkingar Birgir Dýrfjörð hefur sagt sig frá uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar en veruleg ólga er innan Samfylkingarinnar í tengslum við uppstillingu á lista fyrir komandi Alþingiskosningar. 18. janúar 2021 10:48 Sáttatillögu hafnað og Ágúst Ólafur ekki á lista Samfylkingar Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, mun ekki taka sæti á lista flokksins í næstu alþingiskosningum. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu. 20. janúar 2021 13:32 Ráðherra sakar Ágúst Ólaf um „botnlausa kvenfyrirlitningu“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sakað Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann Samfylkingarinnar, um „botnlausa kvenfyrirlitningu“ vegna orða sem hann lét falla í Sprengisandi á Bylgjunni á laugardag. 5. október 2020 08:49 Ágúst Ólafur boðar endurkomu sína Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, ætlar sér að mæta aftur til starfa í þinghúsið. 30. apríl 2019 14:16 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Steinunn Ýr Einarsdóttir, formaður kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, hefur stigið fram á spjallvettvangi Samfylkingarinnar, sem telur á annað þúsund manns, og telur hana eiga óuppgerðar sakir við kynferðisbrotamál sem komið hafa upp innan fylkingarinnar. Segir óþægilegt að hafa verið með Helga á lista Steinunn Ýr segir að sér blöskri kvenfyrirlitningin sem hún telur sig greina í Facebookhópnum Samfylkingin - jafnaðarmannaflokkur Íslands. Þó fyrir liggi að Ágúst Ólafur muni ekki taka sæti á lista fyrir komandi kosningar virðist sú niðurstaða umdeild innan flokksins. Þannig skiptist Samfylkingarfólk í tvö horn: Meðan hluti Samfylkingarmanna vilja undirbúa sig fyrir kosningar telur annar hópur nú vert að gera upp við fortíðina. Steinunn Ýr segir að árið 2016 hafi verið nefnt á þessum vettvangi sem erfitt ár, árið sem hún tók fyrst við sem formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar. „Ég tók einnig þátt í prófkjöri og hafnaði í fjórða sæti á lista. Þegar ég var nýbúin að taka við embættinu og samþykkja sæti á lista fæ ég fyrst fréttir af því að Helgi Hjörvar sem var á sama lista og ég hefði verið ásakaður um alvarlega kynferðislega áreitni.“ Steinunn Ýr segist varla geta lýst því hversu óþægilegt hafi verið að vita af því og geta ekkert gert: „Hann neitaði að víkja.“ Að neðan má sjá link á umfjöllun Stundarinnar frá 2018. Jóhann Páll Jóhannsson, þáverandi blaðamaður en núverandi frambjóðandi Samfylkingarinnar til Alþingis í Reykjavík, fjallaði um málið. Jón Baldvin hluti af sögu Samfylkingarinnar Steinunn Ýr vill meina að sú umræða sem nú geysi innan flokks eigi sér langa sögu, rætur kynferðislegrar áreitni liggi dýpra. „Fyrir stuttu stigu fram undir nafni enn fleiri konur sem segja sögu sína af því hvernig Jón Baldvin áreitti þær kynferðislega.“ Hann hafi vissulega ekki setið á þingi fyrir Samfylkinguna en sé engu að síður hluti sögu hennar. Hún segir allt þetta þungbært og sárt en samhengið skipti máli. „ÁÓÁ-málið er erfitt og sárt, en vonandi getum við einhvern tímann litið til baka og upplifað það sem lið í uppgjöri sem varð að fara fram. Mér er ljóst að við breytum ekki fortíðinni en stöndum frammi fyrir því að geta nú tekið afstöðu með þolendum.“ Enn óvíst hverjir leiða í Reykjavík Frásögn Steinunnar kemur beint inn í afar erfiða umræðu sem nú geysar innan vébanda Samfylkingarinnar en verulega umdeilt er að Ágúst Ólafur hafi ekki hlotið náð fyrir augum uppstillinganefndar eins og Vísir hefur fjallað skilmerkilega um. Von hefur verið á því frá uppstillinganefnd hvernig muni raðast í efstu sæti í Reykjavíkurkjördæmunum en það dregst enn. Að sögn Harðar Oddfríðarsonar formanns uppstillinganefndar mun það ekki vera gefið út fyrir en eftir helgi í fyrsta lagi. Þau sem einkum hafa verið nefnd til sögunnar í því samhengi eru þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir og Rósa Björk Brynjólfsdóttir (sem nú liggur fyrir að fer fram í Kraganum), Kristrún Frostadóttir hagfræðingur, Ragna Sigurðardóttir formaður Ungra jafnaðarmanna auk Jóhanns Páls Jóhannssonar blaðamanns. Þá hefur Vísir heyrt nafn Viðars Eggertssonar leikhúsmanns nefnt sem líklegt ofarlega á lista. Logi reynir að lægja öldur En þó nú liggi fyrir að Ágúst Ólafur sé á förum logar allt stafna á milli innan Samfylkingarinnar, eins og ráða má af frásögn Steinunnar Ýrar. Því hefur formaðurinn Logi Einarsson séð sig knúinn til að hvetja fólk til stillingar. Hann ritar pistil á umræddan spjallvettvang. Hann segir að það geti verið flókið að starfa í svo fjölmennum flokki eins og Samfylkingin er. „Við stefnum í sömu átt en greinir oft á um leiðina, göngulagið og göngutaktinn. Og hverjir skuli leiða ferðina.“ Þannig hefst pistill Loga. Hann segir jafnframt: „En stundum falla því miður orð sem betur hefðu verið ósögð.“ Hann rekur að það sé ekki öfundsvert að sitja í uppstillinganefnd en engin ástæða sé til að draga heilindi í efa; nauðsynlegt sé að þau fái vinnufrið. Logi lýkur pistli sínum á orðunum: „Munum svo að orð eru dýr og reynum að vera góð hvert við annað, þó við séum stundum ósammála hvert öðru.“
Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Illska hlaupin í uppstillingarnefnd Samfylkingar Birgir Dýrfjörð hefur sagt sig frá uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar en veruleg ólga er innan Samfylkingarinnar í tengslum við uppstillingu á lista fyrir komandi Alþingiskosningar. 18. janúar 2021 10:48 Sáttatillögu hafnað og Ágúst Ólafur ekki á lista Samfylkingar Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, mun ekki taka sæti á lista flokksins í næstu alþingiskosningum. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu. 20. janúar 2021 13:32 Ráðherra sakar Ágúst Ólaf um „botnlausa kvenfyrirlitningu“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sakað Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann Samfylkingarinnar, um „botnlausa kvenfyrirlitningu“ vegna orða sem hann lét falla í Sprengisandi á Bylgjunni á laugardag. 5. október 2020 08:49 Ágúst Ólafur boðar endurkomu sína Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, ætlar sér að mæta aftur til starfa í þinghúsið. 30. apríl 2019 14:16 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Illska hlaupin í uppstillingarnefnd Samfylkingar Birgir Dýrfjörð hefur sagt sig frá uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar en veruleg ólga er innan Samfylkingarinnar í tengslum við uppstillingu á lista fyrir komandi Alþingiskosningar. 18. janúar 2021 10:48
Sáttatillögu hafnað og Ágúst Ólafur ekki á lista Samfylkingar Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, mun ekki taka sæti á lista flokksins í næstu alþingiskosningum. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu. 20. janúar 2021 13:32
Ráðherra sakar Ágúst Ólaf um „botnlausa kvenfyrirlitningu“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sakað Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann Samfylkingarinnar, um „botnlausa kvenfyrirlitningu“ vegna orða sem hann lét falla í Sprengisandi á Bylgjunni á laugardag. 5. október 2020 08:49
Ágúst Ólafur boðar endurkomu sína Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, ætlar sér að mæta aftur til starfa í þinghúsið. 30. apríl 2019 14:16
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent