John Kavanagh: Gunnar Nelson hefur bætt á sig massa og vill berjast í mars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2021 11:16 Gunnar Nelson í vigtuninni í Kaupmannahöfn í september 2019. Getty/Jeff Bottari Það styttist í næsta bardaga hjá Gunnari Nelson ef marka má það sem John Kavanagh var að tala um á blaðamannafundi á vegum UFC. Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson mun vonandi mæta aftur inn í búrið í vor ef marka má orð þjálfara hans. MMA Junkie segir frá. Það er liðið miklu meira en ár síðan að Gunnar Nelson keppti síðast en hann tapaði þá fyrir Gilbert Burns í september 2019. Þetta var fimmta tap Gunnars á UFC ferlinum en hann hefur unnið átta bardaga. Hann er orðinn 32 ára gamall og hefur verið að keppa á vegum UFC frá því í júlí 2012. John Kavanagh: Gunnar Nelson looking for a fight, targets late March return to UFC https://t.co/L3EVE81Bi3— MMA Junkie (@MMAjunkie) January 22, 2021 John Kavanagh, þjálfari Gunnars, sagði blaðamönnum frá stöðunni á íslenska bardagamanninum á fjölmiðlafundi fyrir UFC 257 baradagakvöldið. „Hann er á fullu að leita sér að bardaga. Ég var að tala við Halli (Harald Nelson) í dag,“ sagði John Kavanagh en Haraldur Nelson er bæði faðir og umboðsmaður Gunnars. „Látið þá endilega vita sem eru að leita sér að bardaga. Hlustiði út í heimi. Leyfið Gunnari Nelson að berjast. Æfingasalurinn hans opnaði í síðustu viku. Ísland lokaði öllum æfingasölum sínum og hann gat því ekki æft blandaðar bardagaíþróttir. Hann var samt að lyfta, hefur bætt á sig vöðvamassa og er orðinn stór og mikill,“ sagði John Kavanagh. „Við erum að horfa á bardagakvöldið með (Johnny) Walker 27. mars. Það væri frábært fyrir Gunnar að fá að berjast þetta kvöld,“ sagði Kavanagh. Gunnar Nelson vann fjóra fyrstu UFC-bardaga sína en hefur síðan tapað oftar (fimm töp) en hann hefur unnið (fjórir sigrar). MMA Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og með því „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Sjá meira
Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson mun vonandi mæta aftur inn í búrið í vor ef marka má orð þjálfara hans. MMA Junkie segir frá. Það er liðið miklu meira en ár síðan að Gunnar Nelson keppti síðast en hann tapaði þá fyrir Gilbert Burns í september 2019. Þetta var fimmta tap Gunnars á UFC ferlinum en hann hefur unnið átta bardaga. Hann er orðinn 32 ára gamall og hefur verið að keppa á vegum UFC frá því í júlí 2012. John Kavanagh: Gunnar Nelson looking for a fight, targets late March return to UFC https://t.co/L3EVE81Bi3— MMA Junkie (@MMAjunkie) January 22, 2021 John Kavanagh, þjálfari Gunnars, sagði blaðamönnum frá stöðunni á íslenska bardagamanninum á fjölmiðlafundi fyrir UFC 257 baradagakvöldið. „Hann er á fullu að leita sér að bardaga. Ég var að tala við Halli (Harald Nelson) í dag,“ sagði John Kavanagh en Haraldur Nelson er bæði faðir og umboðsmaður Gunnars. „Látið þá endilega vita sem eru að leita sér að bardaga. Hlustiði út í heimi. Leyfið Gunnari Nelson að berjast. Æfingasalurinn hans opnaði í síðustu viku. Ísland lokaði öllum æfingasölum sínum og hann gat því ekki æft blandaðar bardagaíþróttir. Hann var samt að lyfta, hefur bætt á sig vöðvamassa og er orðinn stór og mikill,“ sagði John Kavanagh. „Við erum að horfa á bardagakvöldið með (Johnny) Walker 27. mars. Það væri frábært fyrir Gunnar að fá að berjast þetta kvöld,“ sagði Kavanagh. Gunnar Nelson vann fjóra fyrstu UFC-bardaga sína en hefur síðan tapað oftar (fimm töp) en hann hefur unnið (fjórir sigrar).
MMA Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og með því „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Sjá meira