Fauci segir frelsandi að vinna ekki lengur undir Donald Trump Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2021 06:58 Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var ekki mjög hrifinn af Anthony Fauci, einum helsta sóttvarnasérfræðingi Bandaríkjanna. Getty/Drew Angerer Dr. Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna og einn helsti sóttvarnasérfræðingur, segir að það sé frelsandi tilfinning að geta nú greint frá vísindalegum staðreyndum í tengslum við kórónuveiruna og faraldur hennar án þess að óttast viðbrögð Donalds Trump. Samstarf Fauci og Trump var stormasamt enda gróf forsetinn fyrrverandi gjarnan undan vísindunum í baráttunni við kórónuveiruna í Bandaríkjunum. Faraldurinn hefur verið mjög skæður þar í landi; hvergi í heiminum hafa fleiri smitast af veirunni eða látið lífið vegna Covid-19. Fauci var mættur í Hvíta húsið í gær, á fyrsta heila degi Joes Biden, í embætti Bandaríkjaforseta. Hann ræddi við fréttamenn um nýja áætlun yfirvalda varðandi faraldurinn. „Eitt af því sem við ætlum að gera er að vera algjörlega gagnsæ, opin og hreinskilin. Ef eitthvað fer úrskeiðis þá ætlum við ekki að beina sjónum að þeim sem um er að kenna heldur leiðrétta mistökin. Þá verður allt sem við gerum byggt á vísindum og sönnunum. Þetta var bókstaflega samtalið sem ég átti við forsetann fyrir korteri síðan og þetta hefur hann sagt margsinnis,“ sagði Fauci við blaðamenn. Aðspurður hvort hann vildi leiðrétta eða skýra betur eitthvað sem hann sagði á meðan Trump var enn í embætti lagði hann áherslu á að hann hefði alltaf verið hreinskilinn við forsetann fyrrverandi. „Þess vegna lenti ég stundum í vandræðum.“ Þá var Fauci einnig spurður að því hvernig það væri að vinna ekki lengur undir Trump. Hann sagðist ekki ætla að fara yfir alla söguna en augljóst væri að ýmislegt hefði verið sagt sem var ekki byggt á vísindum. Nefndi hann til að mynda malaríulyfið hydroxychloroquine sem Trump talaði mikið um sem meðferð við Covid-19. „Þetta var mjög óþægilegt því það sem sagt var byggði ekki á vísindalegum staðreyndum. Ég get alveg sagt ykkur að ég hef ekki gaman að því að vera í mótsögn við forsetann. Það var þessi tilfinning að þér fannst þú ekki geta sagt eitthvað og það myndi ekki hafa neinar afleiðingar. Hugmyndin um að geta komið hingað upp og talað um það sem þú veist, hvað staðreyndirnar segja, hvað vísindin segja […], láta vísindin tala, það er frelsandi tilfinning,“ sagði Fauci. Biden hefur skrifað undir tíu forsetatilskipanir sem snúa að faraldrinum. Tilskipununum er ætlað að hrinda af stað metnaðarfullri áætlun forsetans til að draga verulega úr útbreiðslu Covid-19. Meðal þess sem forsetatilskipanirnar eiga að stuðla að er aukin samhæfing í viðbrögðum ríkja við faraldrinum, aukin framleiðsla bóluefnis, grímuskylda á ákveðnum opinberum stöðum og opnun skóla og fyrirtækja. Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Samstarf Fauci og Trump var stormasamt enda gróf forsetinn fyrrverandi gjarnan undan vísindunum í baráttunni við kórónuveiruna í Bandaríkjunum. Faraldurinn hefur verið mjög skæður þar í landi; hvergi í heiminum hafa fleiri smitast af veirunni eða látið lífið vegna Covid-19. Fauci var mættur í Hvíta húsið í gær, á fyrsta heila degi Joes Biden, í embætti Bandaríkjaforseta. Hann ræddi við fréttamenn um nýja áætlun yfirvalda varðandi faraldurinn. „Eitt af því sem við ætlum að gera er að vera algjörlega gagnsæ, opin og hreinskilin. Ef eitthvað fer úrskeiðis þá ætlum við ekki að beina sjónum að þeim sem um er að kenna heldur leiðrétta mistökin. Þá verður allt sem við gerum byggt á vísindum og sönnunum. Þetta var bókstaflega samtalið sem ég átti við forsetann fyrir korteri síðan og þetta hefur hann sagt margsinnis,“ sagði Fauci við blaðamenn. Aðspurður hvort hann vildi leiðrétta eða skýra betur eitthvað sem hann sagði á meðan Trump var enn í embætti lagði hann áherslu á að hann hefði alltaf verið hreinskilinn við forsetann fyrrverandi. „Þess vegna lenti ég stundum í vandræðum.“ Þá var Fauci einnig spurður að því hvernig það væri að vinna ekki lengur undir Trump. Hann sagðist ekki ætla að fara yfir alla söguna en augljóst væri að ýmislegt hefði verið sagt sem var ekki byggt á vísindum. Nefndi hann til að mynda malaríulyfið hydroxychloroquine sem Trump talaði mikið um sem meðferð við Covid-19. „Þetta var mjög óþægilegt því það sem sagt var byggði ekki á vísindalegum staðreyndum. Ég get alveg sagt ykkur að ég hef ekki gaman að því að vera í mótsögn við forsetann. Það var þessi tilfinning að þér fannst þú ekki geta sagt eitthvað og það myndi ekki hafa neinar afleiðingar. Hugmyndin um að geta komið hingað upp og talað um það sem þú veist, hvað staðreyndirnar segja, hvað vísindin segja […], láta vísindin tala, það er frelsandi tilfinning,“ sagði Fauci. Biden hefur skrifað undir tíu forsetatilskipanir sem snúa að faraldrinum. Tilskipununum er ætlað að hrinda af stað metnaðarfullri áætlun forsetans til að draga verulega úr útbreiðslu Covid-19. Meðal þess sem forsetatilskipanirnar eiga að stuðla að er aukin samhæfing í viðbrögðum ríkja við faraldrinum, aukin framleiðsla bóluefnis, grímuskylda á ákveðnum opinberum stöðum og opnun skóla og fyrirtækja.
Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira