Atlético Madrid lenti nokkuð óvænt undir gegn Eibar á 12. mínútu þegar Marko Dmitrović – markvörður Eibar – skoraði úr vítaspyrnu. Luis Suárez jafnaði metin á 40. mínútu og staðan því 1-1 í hálfleik.
Það stefndi í 1-1 jafntefli á 89. mínútu leiksins fengu gestirnir einnig vítaspyrnu. Suárez fór á punktinn og tryggði Atlético 2-1 sigur. Madrid er nú með sjö stiga forystu á nágranna sína í Real Madrid.
Atético er með 44 stig eftir 17 leiki á meðan Real er með 37 og Barcelona 34, bæði eftir 18 leiki.
Síðastnefnda liðið mætti neðri deildarliði UE Cornellá í spænska konungsbikarnum í kvöld. Barcelona klúðraði tveimur vítaspyrnum í venjulegum leiktíma og þar sem Cornellá skoraði ekki þá þurfti að framlengja.
Ousmane Dembéle skoraði strax í upphafi framlengingarinnar og Martin Braithwaite skoraði í þann mund sem framlengingin endaði. Lokatölur 2-0 og Barcelona komið áfram.
FULL TIME! pic.twitter.com/Sh7UpPCSWf
— FC Barcelona (@FCBarcelona) January 21, 2021