Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag. Þar segir að um sjötíu sumarhús séu innan þjóðgarðsins og hafði nefndin fengið fyrirspurnir frá eigendum húsanna sem vildu fá að setja húsin sín inn á slíkar leigur.
„Með þessu erum við að skýra betur það sem var í eldri lóðaleigusamningi,“ segir Einar Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, í samtali við Fréttablaðið.
Síðustu lóðaleigusamningar voru gerðir fyrir áratug. Síðan hafi mikið breyst varðandi ferðaþjónustu og leigu á húsnæði en að sögn Einars stóð í síðasta samningi að ekki mætta vera með atvinnurekstur á lóðinni.
„Þeir samningar voru gerðir fyrir áratug og það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan og allar þessar síður verða til. Við vildum setja þetta skýrt inn þannig að það væri ekki neinn vafi,“ segir Einar við Fréttablaðið.