Nýi United strákurinn fær stuðning frá Bruno, hrós frá Ole og horfir á Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2021 09:00 Amad Diallo með treyju Manchester United sem hann mun væntanlega spila í á komandi mánuðum. Getty/Ash Donelon Það þekkja flestir sögu Cristiano Ronaldo hjá Manchester United og núna er annar táningur að vekja athygli á æfingasvæði félagsins. Hinn átján ára gamli Amad Diallo hefur staðið sig mjög vel á fyrstu viku sinni með aðalliði Manchester United. Þessi ungi Fílabeinsstrendingur kom til félagsins frá ítalska félaginu Atalanta en hann var bara búinn að spila fjóra leiki í efstu deild á Ítalíu áður en Manchester United keypti hann. 59 mínútur af aðalliðsfótbolta segir lítið en United menn hafa mikla trú á stráknum. Manchester United gekk frá kaupunum á Amad Diallo í október en hann gat ekki orðið leikmaður fyrr en í janúar. Strákurinn hefur staðið sig vel ef marka má orð knattspyrnustjórans Ole Gunnars Solskjær. The 18-year-old has been 'amazing' in training Solskjaer says he's 'remarkable' for his age Bruno Fernandes has taken him under his wingHe's even been watching Ronaldo and Fergie videos in his spare time! #MUFC #Diallohttps://t.co/UhBM8H30Fx— GiveMeSport (@GiveMeSport) January 20, 2021 „Það mun taka hann tíma að venjast hraðanum en hraði hans, yfirsýn og hæfileiki til þess að fara framhjá mönnum mun hjálpa honum mikið í því. Hann hefur alla hráu hæfileikana sem menn þurfa til að verða mikilvægir leikmenn hjá Manchester United á næstu árum,“ sagði Ole Gunnar Solskjær sem er ánægður með fyrstu æfingar stráksins „Það hefur gengið mjög vel. Hann kann að fara með boltann, hefur notið æfinganna og er að láta til sín taka á æfingunum sem er merkilegt fyrir ekki eldri leikmann. Það verður alltaf þessi aðlögunartími en ég sé fyrir mér að það verði ekki langur tími þar til að hann komi inn í hópinn,“ sagði Solskjær við blaðamann Goal en hvenær fær strákurinn fyrsta tækifærið? „Það verður kannski fyrr en menn halda. Hann er búinn að koma sér vel fyrir, leikmennirnir kunna vel við hann. Hann er góður karakter, prúður og brosmildur strákur sem leggur mikið á sig,“ sagði Solskjær. Amad Diallo's first day at Manchester United pic.twitter.com/AuhlF5pfCl— B/R Football (@brfootball) January 13, 2021 Stuðningsmenn Manchester United tóku eftir því að Bruno Fernandes, mesti leiðtogi liðsins, virðist vera búinn að taka strákinn undir sinn verndarvæng því hann hefur verið duglegur að gefa stráknum ráð á æfingum liðsins. Diallo hefur síðan sjálfur sýnt frá því á samfélagsmiðlum sínum að hann hefur verið að horfa á myndbönd með Cristiano Ronaldo og Sir Alex Ferguson. „Sjáið hvernig Ferguson horfir þarna á son sinn sem er núna orðin goðsögn. Fallegt,“ skrifaði Amad Diallo við myndina. Það verður ekki auðvelt fyrir Amad Diallo að feta í fótspor Cristiano Ronaldo hjá Manchester United en byrjun lofar að minnsta kosti góðu. Enski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Sjá meira
Hinn átján ára gamli Amad Diallo hefur staðið sig mjög vel á fyrstu viku sinni með aðalliði Manchester United. Þessi ungi Fílabeinsstrendingur kom til félagsins frá ítalska félaginu Atalanta en hann var bara búinn að spila fjóra leiki í efstu deild á Ítalíu áður en Manchester United keypti hann. 59 mínútur af aðalliðsfótbolta segir lítið en United menn hafa mikla trú á stráknum. Manchester United gekk frá kaupunum á Amad Diallo í október en hann gat ekki orðið leikmaður fyrr en í janúar. Strákurinn hefur staðið sig vel ef marka má orð knattspyrnustjórans Ole Gunnars Solskjær. The 18-year-old has been 'amazing' in training Solskjaer says he's 'remarkable' for his age Bruno Fernandes has taken him under his wingHe's even been watching Ronaldo and Fergie videos in his spare time! #MUFC #Diallohttps://t.co/UhBM8H30Fx— GiveMeSport (@GiveMeSport) January 20, 2021 „Það mun taka hann tíma að venjast hraðanum en hraði hans, yfirsýn og hæfileiki til þess að fara framhjá mönnum mun hjálpa honum mikið í því. Hann hefur alla hráu hæfileikana sem menn þurfa til að verða mikilvægir leikmenn hjá Manchester United á næstu árum,“ sagði Ole Gunnar Solskjær sem er ánægður með fyrstu æfingar stráksins „Það hefur gengið mjög vel. Hann kann að fara með boltann, hefur notið æfinganna og er að láta til sín taka á æfingunum sem er merkilegt fyrir ekki eldri leikmann. Það verður alltaf þessi aðlögunartími en ég sé fyrir mér að það verði ekki langur tími þar til að hann komi inn í hópinn,“ sagði Solskjær við blaðamann Goal en hvenær fær strákurinn fyrsta tækifærið? „Það verður kannski fyrr en menn halda. Hann er búinn að koma sér vel fyrir, leikmennirnir kunna vel við hann. Hann er góður karakter, prúður og brosmildur strákur sem leggur mikið á sig,“ sagði Solskjær. Amad Diallo's first day at Manchester United pic.twitter.com/AuhlF5pfCl— B/R Football (@brfootball) January 13, 2021 Stuðningsmenn Manchester United tóku eftir því að Bruno Fernandes, mesti leiðtogi liðsins, virðist vera búinn að taka strákinn undir sinn verndarvæng því hann hefur verið duglegur að gefa stráknum ráð á æfingum liðsins. Diallo hefur síðan sjálfur sýnt frá því á samfélagsmiðlum sínum að hann hefur verið að horfa á myndbönd með Cristiano Ronaldo og Sir Alex Ferguson. „Sjáið hvernig Ferguson horfir þarna á son sinn sem er núna orðin goðsögn. Fallegt,“ skrifaði Amad Diallo við myndina. Það verður ekki auðvelt fyrir Amad Diallo að feta í fótspor Cristiano Ronaldo hjá Manchester United en byrjun lofar að minnsta kosti góðu.
Enski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Sjá meira