Nýi United strákurinn fær stuðning frá Bruno, hrós frá Ole og horfir á Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2021 09:00 Amad Diallo með treyju Manchester United sem hann mun væntanlega spila í á komandi mánuðum. Getty/Ash Donelon Það þekkja flestir sögu Cristiano Ronaldo hjá Manchester United og núna er annar táningur að vekja athygli á æfingasvæði félagsins. Hinn átján ára gamli Amad Diallo hefur staðið sig mjög vel á fyrstu viku sinni með aðalliði Manchester United. Þessi ungi Fílabeinsstrendingur kom til félagsins frá ítalska félaginu Atalanta en hann var bara búinn að spila fjóra leiki í efstu deild á Ítalíu áður en Manchester United keypti hann. 59 mínútur af aðalliðsfótbolta segir lítið en United menn hafa mikla trú á stráknum. Manchester United gekk frá kaupunum á Amad Diallo í október en hann gat ekki orðið leikmaður fyrr en í janúar. Strákurinn hefur staðið sig vel ef marka má orð knattspyrnustjórans Ole Gunnars Solskjær. The 18-year-old has been 'amazing' in training Solskjaer says he's 'remarkable' for his age Bruno Fernandes has taken him under his wingHe's even been watching Ronaldo and Fergie videos in his spare time! #MUFC #Diallohttps://t.co/UhBM8H30Fx— GiveMeSport (@GiveMeSport) January 20, 2021 „Það mun taka hann tíma að venjast hraðanum en hraði hans, yfirsýn og hæfileiki til þess að fara framhjá mönnum mun hjálpa honum mikið í því. Hann hefur alla hráu hæfileikana sem menn þurfa til að verða mikilvægir leikmenn hjá Manchester United á næstu árum,“ sagði Ole Gunnar Solskjær sem er ánægður með fyrstu æfingar stráksins „Það hefur gengið mjög vel. Hann kann að fara með boltann, hefur notið æfinganna og er að láta til sín taka á æfingunum sem er merkilegt fyrir ekki eldri leikmann. Það verður alltaf þessi aðlögunartími en ég sé fyrir mér að það verði ekki langur tími þar til að hann komi inn í hópinn,“ sagði Solskjær við blaðamann Goal en hvenær fær strákurinn fyrsta tækifærið? „Það verður kannski fyrr en menn halda. Hann er búinn að koma sér vel fyrir, leikmennirnir kunna vel við hann. Hann er góður karakter, prúður og brosmildur strákur sem leggur mikið á sig,“ sagði Solskjær. Amad Diallo's first day at Manchester United pic.twitter.com/AuhlF5pfCl— B/R Football (@brfootball) January 13, 2021 Stuðningsmenn Manchester United tóku eftir því að Bruno Fernandes, mesti leiðtogi liðsins, virðist vera búinn að taka strákinn undir sinn verndarvæng því hann hefur verið duglegur að gefa stráknum ráð á æfingum liðsins. Diallo hefur síðan sjálfur sýnt frá því á samfélagsmiðlum sínum að hann hefur verið að horfa á myndbönd með Cristiano Ronaldo og Sir Alex Ferguson. „Sjáið hvernig Ferguson horfir þarna á son sinn sem er núna orðin goðsögn. Fallegt,“ skrifaði Amad Diallo við myndina. Það verður ekki auðvelt fyrir Amad Diallo að feta í fótspor Cristiano Ronaldo hjá Manchester United en byrjun lofar að minnsta kosti góðu. Enski boltinn Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Sjá meira
Hinn átján ára gamli Amad Diallo hefur staðið sig mjög vel á fyrstu viku sinni með aðalliði Manchester United. Þessi ungi Fílabeinsstrendingur kom til félagsins frá ítalska félaginu Atalanta en hann var bara búinn að spila fjóra leiki í efstu deild á Ítalíu áður en Manchester United keypti hann. 59 mínútur af aðalliðsfótbolta segir lítið en United menn hafa mikla trú á stráknum. Manchester United gekk frá kaupunum á Amad Diallo í október en hann gat ekki orðið leikmaður fyrr en í janúar. Strákurinn hefur staðið sig vel ef marka má orð knattspyrnustjórans Ole Gunnars Solskjær. The 18-year-old has been 'amazing' in training Solskjaer says he's 'remarkable' for his age Bruno Fernandes has taken him under his wingHe's even been watching Ronaldo and Fergie videos in his spare time! #MUFC #Diallohttps://t.co/UhBM8H30Fx— GiveMeSport (@GiveMeSport) January 20, 2021 „Það mun taka hann tíma að venjast hraðanum en hraði hans, yfirsýn og hæfileiki til þess að fara framhjá mönnum mun hjálpa honum mikið í því. Hann hefur alla hráu hæfileikana sem menn þurfa til að verða mikilvægir leikmenn hjá Manchester United á næstu árum,“ sagði Ole Gunnar Solskjær sem er ánægður með fyrstu æfingar stráksins „Það hefur gengið mjög vel. Hann kann að fara með boltann, hefur notið æfinganna og er að láta til sín taka á æfingunum sem er merkilegt fyrir ekki eldri leikmann. Það verður alltaf þessi aðlögunartími en ég sé fyrir mér að það verði ekki langur tími þar til að hann komi inn í hópinn,“ sagði Solskjær við blaðamann Goal en hvenær fær strákurinn fyrsta tækifærið? „Það verður kannski fyrr en menn halda. Hann er búinn að koma sér vel fyrir, leikmennirnir kunna vel við hann. Hann er góður karakter, prúður og brosmildur strákur sem leggur mikið á sig,“ sagði Solskjær. Amad Diallo's first day at Manchester United pic.twitter.com/AuhlF5pfCl— B/R Football (@brfootball) January 13, 2021 Stuðningsmenn Manchester United tóku eftir því að Bruno Fernandes, mesti leiðtogi liðsins, virðist vera búinn að taka strákinn undir sinn verndarvæng því hann hefur verið duglegur að gefa stráknum ráð á æfingum liðsins. Diallo hefur síðan sjálfur sýnt frá því á samfélagsmiðlum sínum að hann hefur verið að horfa á myndbönd með Cristiano Ronaldo og Sir Alex Ferguson. „Sjáið hvernig Ferguson horfir þarna á son sinn sem er núna orðin goðsögn. Fallegt,“ skrifaði Amad Diallo við myndina. Það verður ekki auðvelt fyrir Amad Diallo að feta í fótspor Cristiano Ronaldo hjá Manchester United en byrjun lofar að minnsta kosti góðu.
Enski boltinn Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Sjá meira