Nýi United strákurinn fær stuðning frá Bruno, hrós frá Ole og horfir á Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2021 09:00 Amad Diallo með treyju Manchester United sem hann mun væntanlega spila í á komandi mánuðum. Getty/Ash Donelon Það þekkja flestir sögu Cristiano Ronaldo hjá Manchester United og núna er annar táningur að vekja athygli á æfingasvæði félagsins. Hinn átján ára gamli Amad Diallo hefur staðið sig mjög vel á fyrstu viku sinni með aðalliði Manchester United. Þessi ungi Fílabeinsstrendingur kom til félagsins frá ítalska félaginu Atalanta en hann var bara búinn að spila fjóra leiki í efstu deild á Ítalíu áður en Manchester United keypti hann. 59 mínútur af aðalliðsfótbolta segir lítið en United menn hafa mikla trú á stráknum. Manchester United gekk frá kaupunum á Amad Diallo í október en hann gat ekki orðið leikmaður fyrr en í janúar. Strákurinn hefur staðið sig vel ef marka má orð knattspyrnustjórans Ole Gunnars Solskjær. The 18-year-old has been 'amazing' in training Solskjaer says he's 'remarkable' for his age Bruno Fernandes has taken him under his wingHe's even been watching Ronaldo and Fergie videos in his spare time! #MUFC #Diallohttps://t.co/UhBM8H30Fx— GiveMeSport (@GiveMeSport) January 20, 2021 „Það mun taka hann tíma að venjast hraðanum en hraði hans, yfirsýn og hæfileiki til þess að fara framhjá mönnum mun hjálpa honum mikið í því. Hann hefur alla hráu hæfileikana sem menn þurfa til að verða mikilvægir leikmenn hjá Manchester United á næstu árum,“ sagði Ole Gunnar Solskjær sem er ánægður með fyrstu æfingar stráksins „Það hefur gengið mjög vel. Hann kann að fara með boltann, hefur notið æfinganna og er að láta til sín taka á æfingunum sem er merkilegt fyrir ekki eldri leikmann. Það verður alltaf þessi aðlögunartími en ég sé fyrir mér að það verði ekki langur tími þar til að hann komi inn í hópinn,“ sagði Solskjær við blaðamann Goal en hvenær fær strákurinn fyrsta tækifærið? „Það verður kannski fyrr en menn halda. Hann er búinn að koma sér vel fyrir, leikmennirnir kunna vel við hann. Hann er góður karakter, prúður og brosmildur strákur sem leggur mikið á sig,“ sagði Solskjær. Amad Diallo's first day at Manchester United pic.twitter.com/AuhlF5pfCl— B/R Football (@brfootball) January 13, 2021 Stuðningsmenn Manchester United tóku eftir því að Bruno Fernandes, mesti leiðtogi liðsins, virðist vera búinn að taka strákinn undir sinn verndarvæng því hann hefur verið duglegur að gefa stráknum ráð á æfingum liðsins. Diallo hefur síðan sjálfur sýnt frá því á samfélagsmiðlum sínum að hann hefur verið að horfa á myndbönd með Cristiano Ronaldo og Sir Alex Ferguson. „Sjáið hvernig Ferguson horfir þarna á son sinn sem er núna orðin goðsögn. Fallegt,“ skrifaði Amad Diallo við myndina. Það verður ekki auðvelt fyrir Amad Diallo að feta í fótspor Cristiano Ronaldo hjá Manchester United en byrjun lofar að minnsta kosti góðu. Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Leik lokið: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Hinn átján ára gamli Amad Diallo hefur staðið sig mjög vel á fyrstu viku sinni með aðalliði Manchester United. Þessi ungi Fílabeinsstrendingur kom til félagsins frá ítalska félaginu Atalanta en hann var bara búinn að spila fjóra leiki í efstu deild á Ítalíu áður en Manchester United keypti hann. 59 mínútur af aðalliðsfótbolta segir lítið en United menn hafa mikla trú á stráknum. Manchester United gekk frá kaupunum á Amad Diallo í október en hann gat ekki orðið leikmaður fyrr en í janúar. Strákurinn hefur staðið sig vel ef marka má orð knattspyrnustjórans Ole Gunnars Solskjær. The 18-year-old has been 'amazing' in training Solskjaer says he's 'remarkable' for his age Bruno Fernandes has taken him under his wingHe's even been watching Ronaldo and Fergie videos in his spare time! #MUFC #Diallohttps://t.co/UhBM8H30Fx— GiveMeSport (@GiveMeSport) January 20, 2021 „Það mun taka hann tíma að venjast hraðanum en hraði hans, yfirsýn og hæfileiki til þess að fara framhjá mönnum mun hjálpa honum mikið í því. Hann hefur alla hráu hæfileikana sem menn þurfa til að verða mikilvægir leikmenn hjá Manchester United á næstu árum,“ sagði Ole Gunnar Solskjær sem er ánægður með fyrstu æfingar stráksins „Það hefur gengið mjög vel. Hann kann að fara með boltann, hefur notið æfinganna og er að láta til sín taka á æfingunum sem er merkilegt fyrir ekki eldri leikmann. Það verður alltaf þessi aðlögunartími en ég sé fyrir mér að það verði ekki langur tími þar til að hann komi inn í hópinn,“ sagði Solskjær við blaðamann Goal en hvenær fær strákurinn fyrsta tækifærið? „Það verður kannski fyrr en menn halda. Hann er búinn að koma sér vel fyrir, leikmennirnir kunna vel við hann. Hann er góður karakter, prúður og brosmildur strákur sem leggur mikið á sig,“ sagði Solskjær. Amad Diallo's first day at Manchester United pic.twitter.com/AuhlF5pfCl— B/R Football (@brfootball) January 13, 2021 Stuðningsmenn Manchester United tóku eftir því að Bruno Fernandes, mesti leiðtogi liðsins, virðist vera búinn að taka strákinn undir sinn verndarvæng því hann hefur verið duglegur að gefa stráknum ráð á æfingum liðsins. Diallo hefur síðan sjálfur sýnt frá því á samfélagsmiðlum sínum að hann hefur verið að horfa á myndbönd með Cristiano Ronaldo og Sir Alex Ferguson. „Sjáið hvernig Ferguson horfir þarna á son sinn sem er núna orðin goðsögn. Fallegt,“ skrifaði Amad Diallo við myndina. Það verður ekki auðvelt fyrir Amad Diallo að feta í fótspor Cristiano Ronaldo hjá Manchester United en byrjun lofar að minnsta kosti góðu.
Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Leik lokið: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira