Nazione er 26 ára Bandaríkjamaður með ítalskt vegabréf. Hann er 2,03 metrar á hæð og á að styrkja KR-inga í baráttunni undir körfunni.
Nazione hefur leikið sem atvinnumaður undanfarin fimm ár, eða síðan hann útskrifaðist úr Eastern Michigan háskólanum 2016.
Hann spilaði síðast með Sporting í Portúgal en hefur einnig leikið í Þýskalandi, Argentínu og Úrúgvæ á atvinnumannaferlinum.
Næsti leikur KR er gegn Hetti annað kvöld. KR-ingar eru með tvö stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar í Domino's deild karla. Þeir sigruðu Valsmenn, 71-80, í síðasta leik sínum.