Leiknum hafði upphaflega verið frestað og fór því loks fram núna. Shrewsbury er í 17. sæti ensku C-deildarinnar og því var sannarlega um viðureign Davíðs og Golíats að ræða. Heimamenn í Southampton hvíldu marga af sínum bestu mönnum og var sigurinn tæpari en lokatölur gefa til kynna. Síðara mark Southampton kom til að mynda ekki fyrr en á 89. mínútu leiksins.
Daniel N‘Lundulu skoraði fyrra mark leiksins á 17. mínútu og enski landsliðsmaðurinn James Ward-Prowse tryggði sigurinn á endanum á 89. mínútu eins og áður sagði. Markið að sjálfsögðu úr aukaspyrnu.
JWP is deadly from free kicks
— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 19, 2021
Official sources stated that this is true.#EmiratesFACup @SouthamptonFC pic.twitter.com/gGPY80yjDk
Sigurinn því þannig séð aldrei í hættu þó og Southampton komið í 32-liða úrslit þar sem það mætir Arsenal. Sá leikur fer fram í hádeginu á laugardaginn kemur og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2.

Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.