Erfiðast að sjá fólk hrapa Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. janúar 2021 19:01 Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson stefnir á að standa á toppnum á K2 áður en mánuðurinn er á enda. Hópurinn býr sig nú undir aftakaveður sem spáð er á morgun og bíður átekta á meðan það gengur yfir. Tveir hafa týnt lífi á fjallinu undanfarna daga. John Snorri og samferðamenn hans eru nú staddir í grunnbúðunum á K2, þar sem þeir hyggjast freista þess að vera með fyrstu mönnum til að standa á toppi fjallsins að vetri til. Aftakaveðri er hins vegar spáð. „Við erum að undirbúa svona versta veðrið sem að við höfum upplifað örugglega hérna. Það verða 130km/klst hér í grunnbúðunum,“ segir John Snorri í samtali við fréttastofu. Hópurinn frestaði för sinni lengra upp fjallið um helgina þegar Bandaríkjamaðurinn Alex Goldfarb týndist. Hann fannst látinn í gær. „Hann var einn. Hann er á mjög erfiðum stað. Það er mjög erfitt að nálgast hann. Hann hefur greinilega hrapað á leiðinni upp á toppinn eða lent í snjóflóði og hann er undir snjóhengju í sextíu gráðu halla,“ segir John Snorri og bætir við að ólíklegt sé að hægt verði að nálgast hann. „Var rétt á eftir mér“ Annar maður, Spánverjinn Sergi Mingote, lést í fjallinu um helgina. „Hann var rétt á eftir mér. Hann var að fara svolítið hratt niður og eitthvað runnið til og ekki húkkaður í línuna og hann hrapaði 600 metra niður,“ segir John Snorri og bætir við að það sé alltaf erfitt að heyra af slysförum. Því miður séu þau þó oft óhjákvæmileg í þessum aðstæðum. „Ég held það sé í öllum fjórum 8.000 metra fjöllunum sem ég hef klifrað, þá hafa alltaf einhverjir látist. Sumir eru meira að segja notaðir sem kennileiti. Það versta í þessu er kannski þegar maður er í fjallinu og maður sér fólk hrapa. Það tekur á.“ Partur af fjöllunum Sjálfur segist John upplifa sig sem part af fjöllunum og ætlar að halda áfram á meðan hann hefur stuðning fjölskyldu sinnar. Hann bindur vonir við að geta staðið á toppnum fyrir lok mánaðar. „Það gæti mögulega verið 26. eða 27. janúar en veðrið breytist ofsalega hratt hérna og síðast þegar við vorum uppi í fjallinu þá breyttist veðrið það mikið að við urðum bara, við töldum okkur ekki getafarið á toppinn. Það var of mikil áhætta. Enda þeir sem komust á toppinn frusu í andliti og frusu á tánum.“ Hægt er að fylgjast með ferðalaginu á Facebook-síðu Johns Snorra. Fjallamennska Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Vonsvikinn og ósáttur eftir fréttir gærdagsins en stefnir enn á toppinn Íslenski fjallagarpurinn John Snorri var á leið niður úr búðum tvö í fjallshlíðum K2 þegar hann frétti að hópur nepalskra fjallagarpa hefði náð toppi fjallsins, fyrstir manna að vetrarlagi. Hann segir fregnirnar vonbrigði, einkum í ljósi þess að hóparnir hafi talað um að fara upp í samfloti. 17. janúar 2021 15:51 John Snorri minnist fjallagarpsins sem fórst á K2 „Kæri vinur, þú skilur eftir þig mikil afrek í heimi fjallamennskunnar. Þín verður minnst fyrir anda þinn og afrek,“ skrifar íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson á Facebook-síðu sinni til minningar um spænska fjallgöngumanninn Sergi Mingote sem lést um helgina á fjallinu K2. 16. janúar 2021 23:25 Varð á undan John Snorra á toppinn Nepalski fjallgöngumaðurinn Mingma Gyalje kveðst í dag hafa náð tindi K2, næsthæsta fjalls í heimi. Hann og íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson ætlaði sér að verða fyrstur, en Gyalje virðist hafa orðið fyrri til. 16. janúar 2021 13:12 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
John Snorri og samferðamenn hans eru nú staddir í grunnbúðunum á K2, þar sem þeir hyggjast freista þess að vera með fyrstu mönnum til að standa á toppi fjallsins að vetri til. Aftakaveðri er hins vegar spáð. „Við erum að undirbúa svona versta veðrið sem að við höfum upplifað örugglega hérna. Það verða 130km/klst hér í grunnbúðunum,“ segir John Snorri í samtali við fréttastofu. Hópurinn frestaði för sinni lengra upp fjallið um helgina þegar Bandaríkjamaðurinn Alex Goldfarb týndist. Hann fannst látinn í gær. „Hann var einn. Hann er á mjög erfiðum stað. Það er mjög erfitt að nálgast hann. Hann hefur greinilega hrapað á leiðinni upp á toppinn eða lent í snjóflóði og hann er undir snjóhengju í sextíu gráðu halla,“ segir John Snorri og bætir við að ólíklegt sé að hægt verði að nálgast hann. „Var rétt á eftir mér“ Annar maður, Spánverjinn Sergi Mingote, lést í fjallinu um helgina. „Hann var rétt á eftir mér. Hann var að fara svolítið hratt niður og eitthvað runnið til og ekki húkkaður í línuna og hann hrapaði 600 metra niður,“ segir John Snorri og bætir við að það sé alltaf erfitt að heyra af slysförum. Því miður séu þau þó oft óhjákvæmileg í þessum aðstæðum. „Ég held það sé í öllum fjórum 8.000 metra fjöllunum sem ég hef klifrað, þá hafa alltaf einhverjir látist. Sumir eru meira að segja notaðir sem kennileiti. Það versta í þessu er kannski þegar maður er í fjallinu og maður sér fólk hrapa. Það tekur á.“ Partur af fjöllunum Sjálfur segist John upplifa sig sem part af fjöllunum og ætlar að halda áfram á meðan hann hefur stuðning fjölskyldu sinnar. Hann bindur vonir við að geta staðið á toppnum fyrir lok mánaðar. „Það gæti mögulega verið 26. eða 27. janúar en veðrið breytist ofsalega hratt hérna og síðast þegar við vorum uppi í fjallinu þá breyttist veðrið það mikið að við urðum bara, við töldum okkur ekki getafarið á toppinn. Það var of mikil áhætta. Enda þeir sem komust á toppinn frusu í andliti og frusu á tánum.“ Hægt er að fylgjast með ferðalaginu á Facebook-síðu Johns Snorra.
Fjallamennska Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Vonsvikinn og ósáttur eftir fréttir gærdagsins en stefnir enn á toppinn Íslenski fjallagarpurinn John Snorri var á leið niður úr búðum tvö í fjallshlíðum K2 þegar hann frétti að hópur nepalskra fjallagarpa hefði náð toppi fjallsins, fyrstir manna að vetrarlagi. Hann segir fregnirnar vonbrigði, einkum í ljósi þess að hóparnir hafi talað um að fara upp í samfloti. 17. janúar 2021 15:51 John Snorri minnist fjallagarpsins sem fórst á K2 „Kæri vinur, þú skilur eftir þig mikil afrek í heimi fjallamennskunnar. Þín verður minnst fyrir anda þinn og afrek,“ skrifar íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson á Facebook-síðu sinni til minningar um spænska fjallgöngumanninn Sergi Mingote sem lést um helgina á fjallinu K2. 16. janúar 2021 23:25 Varð á undan John Snorra á toppinn Nepalski fjallgöngumaðurinn Mingma Gyalje kveðst í dag hafa náð tindi K2, næsthæsta fjalls í heimi. Hann og íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson ætlaði sér að verða fyrstur, en Gyalje virðist hafa orðið fyrri til. 16. janúar 2021 13:12 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Vonsvikinn og ósáttur eftir fréttir gærdagsins en stefnir enn á toppinn Íslenski fjallagarpurinn John Snorri var á leið niður úr búðum tvö í fjallshlíðum K2 þegar hann frétti að hópur nepalskra fjallagarpa hefði náð toppi fjallsins, fyrstir manna að vetrarlagi. Hann segir fregnirnar vonbrigði, einkum í ljósi þess að hóparnir hafi talað um að fara upp í samfloti. 17. janúar 2021 15:51
John Snorri minnist fjallagarpsins sem fórst á K2 „Kæri vinur, þú skilur eftir þig mikil afrek í heimi fjallamennskunnar. Þín verður minnst fyrir anda þinn og afrek,“ skrifar íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson á Facebook-síðu sinni til minningar um spænska fjallgöngumanninn Sergi Mingote sem lést um helgina á fjallinu K2. 16. janúar 2021 23:25
Varð á undan John Snorra á toppinn Nepalski fjallgöngumaðurinn Mingma Gyalje kveðst í dag hafa náð tindi K2, næsthæsta fjalls í heimi. Hann og íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson ætlaði sér að verða fyrstur, en Gyalje virðist hafa orðið fyrri til. 16. janúar 2021 13:12