Tillögu um móttöku flóttabarna drepið á dreif – „Á meðan deyja börn á Lesbos“ Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar 19. janúar 2021 18:00 Á bæjarstjórnarfundi í Hafnarfirði þann 30. september lagði ég fyrst fram svohljóðandi tillögu: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir því yfir að Hafnarfjarðarbær er reiðubúinn til þess að taka á móti fylgdarlausum börnum sem búið hafa við hræðilegar aðstæður á eyjunni Lesbos í Grikklandi. Nú þegar verði hafnar viðræður við ríkið um móttöku þessara fylgdarlausu barna.“ Í rökstuðningi tillögunnar sagði að með yfirlýsingunni væri Hafnarfjörður að bregðast við ákalli Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna og taka ábyrgð sem Barnvænt samfélag. Þá hafi í Hafnarfirði byggst upp mikil þekking á móttöku flóttamanna enda hafi bæjarfélagið tekið samfélagslega ábyrgð sína á alþjóðavísu alvarlega. Að lokum sagði þar að aðstæður í flóttamannabúðum á Lesbos séu skelfilegar og þar búi börn við aðstæður sem við eigum erfitt með að skilja og því sé mikilvægt að bregðast hratt við og aðstoða þessi börn í þeirra miklu neyð. Ráðaleysi á bæjarstjórnarfundi og málinu drepið á dreif Það leit allt út fyrir að tillagan yrði samþykkt á þessum fundi bæjarstjórnar þann 30. september, enda hafði atkvæðagreiðsla farið fram um málið. En þá var henni á einhvern undarlegan hátt frestað til næsta fundar og í raun ríkti hálfgert ráðaleysi meirihlutans um stund í málinu á þessum fundi. Á næsta fundi bæjarstjórnar sem haldinn var miðvikudaginn 14. október lagði ég aftur fram sömu tillögu og bjóst við því að hún yrði samþykkt samhljóða. En því miður gátu meirihlutaflokkarnir ekki fellt sig við það og báru fram tillögu þess efnis að henni yrði vísað til fjölskylduráðs og fulltrúi Miðflokksins hoppaði á þann vagn. Og á meðan var málinu með þessum hætti drepið á dreif þrátt fyrir gríðarlega mikla neyð barna á Lesbos. Fleiri pólitískir tafaleikir og vandræðagangur í boði meirihlutans Afgreiðsla fjölskylduráðs þann 23. október ýtti enn frekar undir þá tilfinningu að meirihlutinn hefði bara alls engan áhuga á því að sýna frumkvæði í málinu og svara ákalli Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna um að koma börnum í neyð til hjálpar eins fljótt og yrði viðkomið. Þannig voru áfram leiknir tafaleikir af hálfu meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í fjölskylduráði. Og enn á ný tók fulltrúi Miðflokksins undir afgreiðsluna. Og kemur það engum á óvart miðað við stefnu þess flokks í þessum málum á landsvísu.Þann 4. desember síðastliðinn lá niðurstaða fjölskylduráðs svo loks fyrir. Meira en tveimur mánuðum eftir að tillagan var fyrst lögð fram á fundi bæjarstjórnar.Og niðurstaðan var þessi: Ef ráðuneytið óskar eftir því við Hafnarfjarðarbæ að taka á móti flóttamönnum frá eyjunni Lesbos í Grikklandi þá verður það að sjálfsögðu skoðað með hliðsjón af þeim samningi sem verður gerður. Hér er um að ræða niðurstöðu með mörgum fyrirvörum. Því gat meirihlutinn ekki lýst því yfir að börn á flótta sem dvelja í flóttamannabúðum á eyjunni Lesbos væru velkomin strax og án fyrirvara?Hvers vegna var meirihlutinn ekki tilbúinn til að taka frumkvæði í málinu? Og hvers vegna í ósköpunum fór málið í þennan undarlega farveg tafapólitíkur? – Það leitar á huga manns að mannslífin séu kannski ekki þegar allt kemur til alls jafnmikils virði þar og hér. Í grunninn er þetta mjög einfalt mál! Í grunninn er þetta mjög einfalt mál. Vill bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafa frumkvæði að því og lýsa því yfir að við séum tilbúin til að taka á móti fylgdarlausum börnum á flótta strax, af því að ástandið á Lesbos er slíkt hörmungarástand að það þolir ekki bið. Þetta eru hamfarir og þegar þær almennt ríða yfir þá þurfa yfirvöld að bregðast fljótt við og bjarga börnum í mikilli neyð sem búa við hræðilegar aðstæður. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna sendi út neyðarkall vegna ástandsins í september og mikilvægt var að ríki og sveitarfélög myndu svara því kalli eins fljótt og hægt væri. Í allri Norður-Evrópu brugðust fjölmörg sveitarfélög strax við og lýstu sig reiðbúin til að svara þessu ákalli. Þar á meðal voru mörg sveitarfélög í Noregi. Niðurstaða meirihlutans í málinu eru mikil vonbrigði Niðurstaða meirihlutans í málinu voru mér gríðarleg vonbrigði. Og ekki síður sú staðreynd að það tók meirihlutann meira en 2 mánuði að komast að þessari niðurstöðu. Og niðurstaðan er ekki eindregin lýsing á skýrum vilja til að ganga fram fyrir skjöldu, taka frumkvæði og láta ekki óþarfa málavafstur þvælast fyrir ákvörðun sem þoldi enga bið. Það er enginn kjarkur í þessari ákvörðun, engin óskilyrt manngæska, engin dirfska. Bara pólitísk flatneskja og vandræðagangur sem ekki er meirihlutanum til sóma. Og á meðan á öllu þessu stóð dóu fylgdarlaus börn á Lesbos og gera enn. Friðþjófur Helgi Karlsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Hælisleitendur Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Á bæjarstjórnarfundi í Hafnarfirði þann 30. september lagði ég fyrst fram svohljóðandi tillögu: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir því yfir að Hafnarfjarðarbær er reiðubúinn til þess að taka á móti fylgdarlausum börnum sem búið hafa við hræðilegar aðstæður á eyjunni Lesbos í Grikklandi. Nú þegar verði hafnar viðræður við ríkið um móttöku þessara fylgdarlausu barna.“ Í rökstuðningi tillögunnar sagði að með yfirlýsingunni væri Hafnarfjörður að bregðast við ákalli Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna og taka ábyrgð sem Barnvænt samfélag. Þá hafi í Hafnarfirði byggst upp mikil þekking á móttöku flóttamanna enda hafi bæjarfélagið tekið samfélagslega ábyrgð sína á alþjóðavísu alvarlega. Að lokum sagði þar að aðstæður í flóttamannabúðum á Lesbos séu skelfilegar og þar búi börn við aðstæður sem við eigum erfitt með að skilja og því sé mikilvægt að bregðast hratt við og aðstoða þessi börn í þeirra miklu neyð. Ráðaleysi á bæjarstjórnarfundi og málinu drepið á dreif Það leit allt út fyrir að tillagan yrði samþykkt á þessum fundi bæjarstjórnar þann 30. september, enda hafði atkvæðagreiðsla farið fram um málið. En þá var henni á einhvern undarlegan hátt frestað til næsta fundar og í raun ríkti hálfgert ráðaleysi meirihlutans um stund í málinu á þessum fundi. Á næsta fundi bæjarstjórnar sem haldinn var miðvikudaginn 14. október lagði ég aftur fram sömu tillögu og bjóst við því að hún yrði samþykkt samhljóða. En því miður gátu meirihlutaflokkarnir ekki fellt sig við það og báru fram tillögu þess efnis að henni yrði vísað til fjölskylduráðs og fulltrúi Miðflokksins hoppaði á þann vagn. Og á meðan var málinu með þessum hætti drepið á dreif þrátt fyrir gríðarlega mikla neyð barna á Lesbos. Fleiri pólitískir tafaleikir og vandræðagangur í boði meirihlutans Afgreiðsla fjölskylduráðs þann 23. október ýtti enn frekar undir þá tilfinningu að meirihlutinn hefði bara alls engan áhuga á því að sýna frumkvæði í málinu og svara ákalli Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna um að koma börnum í neyð til hjálpar eins fljótt og yrði viðkomið. Þannig voru áfram leiknir tafaleikir af hálfu meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í fjölskylduráði. Og enn á ný tók fulltrúi Miðflokksins undir afgreiðsluna. Og kemur það engum á óvart miðað við stefnu þess flokks í þessum málum á landsvísu.Þann 4. desember síðastliðinn lá niðurstaða fjölskylduráðs svo loks fyrir. Meira en tveimur mánuðum eftir að tillagan var fyrst lögð fram á fundi bæjarstjórnar.Og niðurstaðan var þessi: Ef ráðuneytið óskar eftir því við Hafnarfjarðarbæ að taka á móti flóttamönnum frá eyjunni Lesbos í Grikklandi þá verður það að sjálfsögðu skoðað með hliðsjón af þeim samningi sem verður gerður. Hér er um að ræða niðurstöðu með mörgum fyrirvörum. Því gat meirihlutinn ekki lýst því yfir að börn á flótta sem dvelja í flóttamannabúðum á eyjunni Lesbos væru velkomin strax og án fyrirvara?Hvers vegna var meirihlutinn ekki tilbúinn til að taka frumkvæði í málinu? Og hvers vegna í ósköpunum fór málið í þennan undarlega farveg tafapólitíkur? – Það leitar á huga manns að mannslífin séu kannski ekki þegar allt kemur til alls jafnmikils virði þar og hér. Í grunninn er þetta mjög einfalt mál! Í grunninn er þetta mjög einfalt mál. Vill bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafa frumkvæði að því og lýsa því yfir að við séum tilbúin til að taka á móti fylgdarlausum börnum á flótta strax, af því að ástandið á Lesbos er slíkt hörmungarástand að það þolir ekki bið. Þetta eru hamfarir og þegar þær almennt ríða yfir þá þurfa yfirvöld að bregðast fljótt við og bjarga börnum í mikilli neyð sem búa við hræðilegar aðstæður. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna sendi út neyðarkall vegna ástandsins í september og mikilvægt var að ríki og sveitarfélög myndu svara því kalli eins fljótt og hægt væri. Í allri Norður-Evrópu brugðust fjölmörg sveitarfélög strax við og lýstu sig reiðbúin til að svara þessu ákalli. Þar á meðal voru mörg sveitarfélög í Noregi. Niðurstaða meirihlutans í málinu eru mikil vonbrigði Niðurstaða meirihlutans í málinu voru mér gríðarleg vonbrigði. Og ekki síður sú staðreynd að það tók meirihlutann meira en 2 mánuði að komast að þessari niðurstöðu. Og niðurstaðan er ekki eindregin lýsing á skýrum vilja til að ganga fram fyrir skjöldu, taka frumkvæði og láta ekki óþarfa málavafstur þvælast fyrir ákvörðun sem þoldi enga bið. Það er enginn kjarkur í þessari ákvörðun, engin óskilyrt manngæska, engin dirfska. Bara pólitísk flatneskja og vandræðagangur sem ekki er meirihlutanum til sóma. Og á meðan á öllu þessu stóð dóu fylgdarlaus börn á Lesbos og gera enn. Friðþjófur Helgi Karlsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun