Leggur til að stuðningur til fjölmiðla verði háður hlýðni við siðareglur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. janúar 2021 15:32 Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingar. vísir/Vilhelm Umræða um fjölmiðlafrumvarpið sem felur í sér stuðning til einkarekinna fjölmiðla stendur nú yfir á Alþingi. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mælti fyrir frumvarpinu í byrjun desember. Samkvæmt því er gert ráð fyrir að ríkið veiti styrki sem miðast við allt að fjórðung af kostnaði viðkomandi fjölmiðils við öflun og miðlun frétta og fréttatengds efnis. Gert er rað fyrir að heildarfjárhæð styrkja verði 400 milljónir króna á ári, sem fjölmiðlar deila þá sín á milli. Margir þingmenn eru á mælendaskrá í umræðum dagsins. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingar, lagði til að allsherjar- og menntamálanefnd skoði við umfjöllun um frumvarpið að setja það sem skilyrði fyrir styrkveitingu að fjölmiðlar haldi í heiðri siðareglur blaðamanna. „Það tryggir ákveðin gæði á því efni sem frá viðkomandi fjölmiðli kemur. Það tryggir það að þeir sem nota viðkomandi fjölmiðla, þeir geta treyst því að þarna er því miðlað sem vitað er sannast og réttast. Því við vitum það að það er mikil starfsemi og umfangsmikil starfsemi í heiminum sem snýst um lygar.“ Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingar.vísir/Vilhelm Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingar, sagðist mestar áhyggjur hafa af smærri miðlum á landsbyggðinni. Hann benti á að í frumvarpinu væri búið að taka út skilyrði um útgáfutíðni þannig að fleiri miðlar eigi kost á rekstrarstuðnini úr potti sem þó hafi ekki stækkað. „Einkareknir, hlutlausir og gagnlegir fjölmiðlar á landsbyggðinni eru komnir að fótum fram og hættan er sú að þeir leggja upp laupana á næstu mánuðum og misserum verði ekki að þeim hlúð. Það yrði að mínu mati áfall og hörmuleg tilhugsun.“ Annað hvort þurfi að hækka heildarfjáræðina eða lækka þak á mögulegum greiðslum til stærri fjölmiðla. Miða til dæmis við tuttugu prósenta endurgreiðslu til stærri miðla. Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mælti fyrir frumvarpinu í byrjun desember. Samkvæmt því er gert ráð fyrir að ríkið veiti styrki sem miðast við allt að fjórðung af kostnaði viðkomandi fjölmiðils við öflun og miðlun frétta og fréttatengds efnis. Gert er rað fyrir að heildarfjárhæð styrkja verði 400 milljónir króna á ári, sem fjölmiðlar deila þá sín á milli. Margir þingmenn eru á mælendaskrá í umræðum dagsins. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingar, lagði til að allsherjar- og menntamálanefnd skoði við umfjöllun um frumvarpið að setja það sem skilyrði fyrir styrkveitingu að fjölmiðlar haldi í heiðri siðareglur blaðamanna. „Það tryggir ákveðin gæði á því efni sem frá viðkomandi fjölmiðli kemur. Það tryggir það að þeir sem nota viðkomandi fjölmiðla, þeir geta treyst því að þarna er því miðlað sem vitað er sannast og réttast. Því við vitum það að það er mikil starfsemi og umfangsmikil starfsemi í heiminum sem snýst um lygar.“ Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingar.vísir/Vilhelm Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingar, sagðist mestar áhyggjur hafa af smærri miðlum á landsbyggðinni. Hann benti á að í frumvarpinu væri búið að taka út skilyrði um útgáfutíðni þannig að fleiri miðlar eigi kost á rekstrarstuðnini úr potti sem þó hafi ekki stækkað. „Einkareknir, hlutlausir og gagnlegir fjölmiðlar á landsbyggðinni eru komnir að fótum fram og hættan er sú að þeir leggja upp laupana á næstu mánuðum og misserum verði ekki að þeim hlúð. Það yrði að mínu mati áfall og hörmuleg tilhugsun.“ Annað hvort þurfi að hækka heildarfjáræðina eða lækka þak á mögulegum greiðslum til stærri fjölmiðla. Miða til dæmis við tuttugu prósenta endurgreiðslu til stærri miðla.
Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira