„Í femínsku bataferli við karlrembu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. janúar 2021 10:30 Þorsteinn V ræddi við Frosta Logason í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Þorsteinn V Einarsson er kynjafræðingur og skilgreinir sjálfan sig sem femínskan karl-aktívista með brennandi réttlætiskennd. Hann hefur sagt eitraðri karlmennsku stríð á hendur og ræddi Frosti Logason við Þorstein í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Þorsteinn hefur ekki alltaf verið femínisti heldur talar um sig sem fyrrverandi karlrembu. „Í sjálfu sér þarf ekkert að vera neitt slæmt við karlmennsku því ef karlmennska er eitthvað sem við notum til að lýsa einhverjum eiginleikum karlmanna eins og viðhorfum eða hegðun karlmanna þá þarf það ekkert að vera neikvætt. Hins vegar getum við alveg rýnt í þetta fyrirbæri sem karlmennska er,“ segir Þorsteinn og bætir við að í gegnum tíðina hafi karlmenn þurft að vera inni í ákveðnum pakka hvernig þeir hagi sér. „Sumt í þessum hugmyndapakka er í besta falli ógagnlegt,“ segir Þorsteinn og nefnir í því samhengi tilfinningar og þá staðreynd að karlmenn eigi oftar en ekki erfiðara með að tjá líðan sína. Þorsteinn hefur myndað sér síðar skoðanir út frá félagslegu sjónarhorni og segir hann að líffræðilegur munur kynjanna sé eitthvað sem fólk með slíka menntun ætti að svara. Þetta er galið „Við verðum alltaf að horfa á hlutina út frá samhengi hlutanna. Við sjáum það strax að það eru ákveðnir hlutir sem eru ekkert í boði fyrir stráka á leikskóla og það er strax búið að merkja einhverja hluti fyrir stelpur og stráka. Þetta virðist gerast án þess að einhver sé að stýra því meðvitað. Síðan sjáum við það þegar við verðum unglingar verður áhugamálið okkar kynjað og ég tel að þetta skýri þennan kynjaveruleika sem við búum við.“ Þorsteinn telur að líffræðilegi hlutinn sé í raun ofmetin áhrifavaldur. „Ég held að það sé ekkert sérstaklega gagnlegt fyrir okkur ef við ætlum að festa kynin í líffræði og segja að strákar eru bara svona og alhæfa um alla stráka og alhæfa um allar konur. Þetta er bara galið því við vitum alveg að við erum svo ótrúlega ólík.“ Þorsteinn skilgreinir sig sem femínista. „Ég er jafnréttissinni og femínisti og eitt útilokar ekki annað. Ég tel að kyn, húðlitur, uppruni og stétt og staða eigi ekki að skipta neinu máli. Ég tel að hluti af femínskri afstöðu og sjónarhorni að sjá hvernig þetta skiptir máli. Ég held að það sé samt ekki femínistum að kenna að kyn skipti svona miklu máli. Nú tala ég oft um mig sem fyrrverandi karlrembu og leit aldrei á mig sem karlrembu og bara næs gaur og vandaði mig í samskiptum og allt þetta. En þegar ég lít til baka 10-15 ár þá haga ég mér ekki með þeim hætti sem ég geri í dag og hafa viðhorf mín gjörbreyst. Ég tala stundum um það að ég sé í femínsku bataferli við karlrembu.“ Talið barst að kynjakvóta í viðtali. „Hvað er kynjakvóti? Það fyrirbæri. Þetta er einhver formleg aðgerð til þess að ryðja úr vegi kerfisbundnum hindrunum sem er byggt inn í eitthvað system sem við erum að reyna ryðja úr vegi.“ Hér að neðan má sjá brot úr viðtalinu sem var á Stöð 2 í gærkvöldi. Klippa: Í femínsku bataferli við karlrembu Ísland í dag Jafnréttismál Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Sjá meira
Hann hefur sagt eitraðri karlmennsku stríð á hendur og ræddi Frosti Logason við Þorstein í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Þorsteinn hefur ekki alltaf verið femínisti heldur talar um sig sem fyrrverandi karlrembu. „Í sjálfu sér þarf ekkert að vera neitt slæmt við karlmennsku því ef karlmennska er eitthvað sem við notum til að lýsa einhverjum eiginleikum karlmanna eins og viðhorfum eða hegðun karlmanna þá þarf það ekkert að vera neikvætt. Hins vegar getum við alveg rýnt í þetta fyrirbæri sem karlmennska er,“ segir Þorsteinn og bætir við að í gegnum tíðina hafi karlmenn þurft að vera inni í ákveðnum pakka hvernig þeir hagi sér. „Sumt í þessum hugmyndapakka er í besta falli ógagnlegt,“ segir Þorsteinn og nefnir í því samhengi tilfinningar og þá staðreynd að karlmenn eigi oftar en ekki erfiðara með að tjá líðan sína. Þorsteinn hefur myndað sér síðar skoðanir út frá félagslegu sjónarhorni og segir hann að líffræðilegur munur kynjanna sé eitthvað sem fólk með slíka menntun ætti að svara. Þetta er galið „Við verðum alltaf að horfa á hlutina út frá samhengi hlutanna. Við sjáum það strax að það eru ákveðnir hlutir sem eru ekkert í boði fyrir stráka á leikskóla og það er strax búið að merkja einhverja hluti fyrir stelpur og stráka. Þetta virðist gerast án þess að einhver sé að stýra því meðvitað. Síðan sjáum við það þegar við verðum unglingar verður áhugamálið okkar kynjað og ég tel að þetta skýri þennan kynjaveruleika sem við búum við.“ Þorsteinn telur að líffræðilegi hlutinn sé í raun ofmetin áhrifavaldur. „Ég held að það sé ekkert sérstaklega gagnlegt fyrir okkur ef við ætlum að festa kynin í líffræði og segja að strákar eru bara svona og alhæfa um alla stráka og alhæfa um allar konur. Þetta er bara galið því við vitum alveg að við erum svo ótrúlega ólík.“ Þorsteinn skilgreinir sig sem femínista. „Ég er jafnréttissinni og femínisti og eitt útilokar ekki annað. Ég tel að kyn, húðlitur, uppruni og stétt og staða eigi ekki að skipta neinu máli. Ég tel að hluti af femínskri afstöðu og sjónarhorni að sjá hvernig þetta skiptir máli. Ég held að það sé samt ekki femínistum að kenna að kyn skipti svona miklu máli. Nú tala ég oft um mig sem fyrrverandi karlrembu og leit aldrei á mig sem karlrembu og bara næs gaur og vandaði mig í samskiptum og allt þetta. En þegar ég lít til baka 10-15 ár þá haga ég mér ekki með þeim hætti sem ég geri í dag og hafa viðhorf mín gjörbreyst. Ég tala stundum um það að ég sé í femínsku bataferli við karlrembu.“ Talið barst að kynjakvóta í viðtali. „Hvað er kynjakvóti? Það fyrirbæri. Þetta er einhver formleg aðgerð til þess að ryðja úr vegi kerfisbundnum hindrunum sem er byggt inn í eitthvað system sem við erum að reyna ryðja úr vegi.“ Hér að neðan má sjá brot úr viðtalinu sem var á Stöð 2 í gærkvöldi. Klippa: Í femínsku bataferli við karlrembu
Ísland í dag Jafnréttismál Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Sjá meira