Kveður FCK sem stuðningsmaður og vill eitt ævintýri í viðbót Sindri Sverrisson skrifar 18. janúar 2021 17:02 Ragnar Sigurðsson er mættur í búning Rukh Lviv. mynd/fcrukh.com „Ég vil gjarnan fá að upplifa eitt ævintýri í viðbót,“ segir Ragnar Sigurðsson í kveðjuorðum sínum til stuðningsmanna FC Köbenhavn en Ragnar hefur lengi verið í miklum metum hjá stuðningsmönnunum. Ragnar hefur verið seldur til Rukh Lviv í Úkraínu. Á vef FCK er haft eftir William Kvist, íþróttastjóra félagsins, að samkeppnin um miðvarðastöðurnar hjá liðinu sé einfaldlega mjög hörð. „Útlitið varðandi spiltíma Ragnars í vor var því ekki sérlega gott. Þess vegna hentar það báðum aðilum að hann fari nú annað og fái eins mikið út úr restinni af ferlinum eins og hann getur, með því að spila leiki og upplifa eitt ævintýri enn. Við óskum honum alls hins besta í því,“ sagði Kvist. Ragnar lék alls 110 leiki fyrir FCK eftir að hann kom til félagsins frá IFK Gautaborg 2011. Hann spilaði svo í Rússlandi um árabil, og eitt tímabil með Fulham í næstefstu deild Englands, áður en hann sneri aftur til Kaupmannahafnar fyrir ári síðan. Deildarleikirnir urðu aðeins fimm talsins á síðasta ári en þar höfðu kórónuveirufaraldurinn og meiðsli sitt að segja. "Jeg bliver aldrig en FCK-spiller igen, men jeg bliver en FCK-fan." Se denne farvelhilsen fra Ragnar Sigurdsson til alle jer fans - tak for alt, Ragge! #fcklive #sldk pic.twitter.com/6oyf0nQHRZ— F.C. København (@FCKobenhavn) January 18, 2021 Ragnar segist þó ekki sjá eftir neinu varðandi það að koma aftur til FCK og hann sé stoltur af því að hafa spilað fyrir félagið á nýjan leik. „FCK verður alltaf mjög sérstakt í mínum huga og þó að ég verði ekki áfram leikmaður FCK þá verð ég alltaf stuðningsmaður FCK,“ sagði Ragnar við heimasíðu félagsins. „Ég á ekki mörg ár eftir af ferlinum og ég vil gjarnan fá að spila fleiri leiki og upplifa eitt ævintýri til viðbótar. Ég fæ núna möguleika á því og hlakka til að byrja,“ sagði Ragnar. Næsti leikur Rukh Lviv í úkraínsku úrvalsdeildinni er 12. febrúar gegn Vorskla. Liðið er í 12. sæti af 14 liðum í deildinni, með níu stig eftir 13 leiki. Danski boltinn Tengdar fréttir Ragnar seldur til Úkraínu Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson hefur verið seldur frá FC Köbenhavn til úkraínska knattspyrnufélagsins Rukh Lviv. FCK hefur staðfest félagaskiptin. 18. janúar 2021 11:27 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Ragnar hefur verið seldur til Rukh Lviv í Úkraínu. Á vef FCK er haft eftir William Kvist, íþróttastjóra félagsins, að samkeppnin um miðvarðastöðurnar hjá liðinu sé einfaldlega mjög hörð. „Útlitið varðandi spiltíma Ragnars í vor var því ekki sérlega gott. Þess vegna hentar það báðum aðilum að hann fari nú annað og fái eins mikið út úr restinni af ferlinum eins og hann getur, með því að spila leiki og upplifa eitt ævintýri enn. Við óskum honum alls hins besta í því,“ sagði Kvist. Ragnar lék alls 110 leiki fyrir FCK eftir að hann kom til félagsins frá IFK Gautaborg 2011. Hann spilaði svo í Rússlandi um árabil, og eitt tímabil með Fulham í næstefstu deild Englands, áður en hann sneri aftur til Kaupmannahafnar fyrir ári síðan. Deildarleikirnir urðu aðeins fimm talsins á síðasta ári en þar höfðu kórónuveirufaraldurinn og meiðsli sitt að segja. "Jeg bliver aldrig en FCK-spiller igen, men jeg bliver en FCK-fan." Se denne farvelhilsen fra Ragnar Sigurdsson til alle jer fans - tak for alt, Ragge! #fcklive #sldk pic.twitter.com/6oyf0nQHRZ— F.C. København (@FCKobenhavn) January 18, 2021 Ragnar segist þó ekki sjá eftir neinu varðandi það að koma aftur til FCK og hann sé stoltur af því að hafa spilað fyrir félagið á nýjan leik. „FCK verður alltaf mjög sérstakt í mínum huga og þó að ég verði ekki áfram leikmaður FCK þá verð ég alltaf stuðningsmaður FCK,“ sagði Ragnar við heimasíðu félagsins. „Ég á ekki mörg ár eftir af ferlinum og ég vil gjarnan fá að spila fleiri leiki og upplifa eitt ævintýri til viðbótar. Ég fæ núna möguleika á því og hlakka til að byrja,“ sagði Ragnar. Næsti leikur Rukh Lviv í úkraínsku úrvalsdeildinni er 12. febrúar gegn Vorskla. Liðið er í 12. sæti af 14 liðum í deildinni, með níu stig eftir 13 leiki.
Danski boltinn Tengdar fréttir Ragnar seldur til Úkraínu Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson hefur verið seldur frá FC Köbenhavn til úkraínska knattspyrnufélagsins Rukh Lviv. FCK hefur staðfest félagaskiptin. 18. janúar 2021 11:27 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Ragnar seldur til Úkraínu Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson hefur verið seldur frá FC Köbenhavn til úkraínska knattspyrnufélagsins Rukh Lviv. FCK hefur staðfest félagaskiptin. 18. janúar 2021 11:27
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti