Katrín telur stjórnarflokkana hafa unnið vel úr Ásmundarsalarmálinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. janúar 2021 16:07 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist hafa haft áhyggjur af því að Ásmundarsalarmálið svokallaða myndi hafa áhrif á traust á milli stjórnarflokkanna. Hún telur þó að vel hafi verið unnið úr því. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, spurði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi hvort Katrín hefði endurheimt fullt traust til Sjálfstæðisflokksins. Þar vísaði hún til samkvæmis í Ásmundarsal á Þorláksmessu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar vegna meintra sóttvarnarbrota. Líkt og fram hefur komið var Bjarni Benediktsson, á meðal viðstaddra. Þorgerður vísaði til fyrri orða Katrínar um málið, þar sem hún sagði það geta skaðað traust á milli flokkanna. Þorgerður sagði mörg umdeild verkefni framundan. „Sem krefjast að vissu leyti samheldni, samvinnu, upplýsinga og trausts, ekki síst þegar kemur að trausti á milli stjórnarflokka.“ Nefndi hún þar meðal annars sölu á hlut í Íslandsbanka, sóttvarnarlög, frumvarp um stofnun miðhálendisþjóðgarðs, sameiningu sveitarfélaga og breytingar á stjórnarskrá. Katrín sagði að málið hefði getað haft áhrif á stjórnarsamstarfið. „Því að þetta eru viðkvæmir tímar sem við lifum á, viðkvæm staða í samfélaginu og miklar kröfur sem við erum öll að leggja hvert á annað í tengslum við sóttvarnarráðstafanir.“ Samstarf flokkanna hafi gengið vel á þessu kjörtímabili og sagðist Katrín hafa nálgast málið sem verkefni sem hægt væri að vinna sameiginlega. „Hæstvirtur ráðherra baðst afsökunar á þessu atviki og gerði það strax og beið ekki með það. Og útskýrði þær aðstæður. Og við höfum að sjálfsögðu rætt það síðan,“ sagði Katrín. Hún sagðist hafa haft áhyggjur af því að málið myndi skaða traust á milli flokkanna. „En ég tel að við höfum unnið vel úr því máli,“ sagði Katrín. Ráðherra í Ásmundarsal Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, spurði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi hvort Katrín hefði endurheimt fullt traust til Sjálfstæðisflokksins. Þar vísaði hún til samkvæmis í Ásmundarsal á Þorláksmessu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar vegna meintra sóttvarnarbrota. Líkt og fram hefur komið var Bjarni Benediktsson, á meðal viðstaddra. Þorgerður vísaði til fyrri orða Katrínar um málið, þar sem hún sagði það geta skaðað traust á milli flokkanna. Þorgerður sagði mörg umdeild verkefni framundan. „Sem krefjast að vissu leyti samheldni, samvinnu, upplýsinga og trausts, ekki síst þegar kemur að trausti á milli stjórnarflokka.“ Nefndi hún þar meðal annars sölu á hlut í Íslandsbanka, sóttvarnarlög, frumvarp um stofnun miðhálendisþjóðgarðs, sameiningu sveitarfélaga og breytingar á stjórnarskrá. Katrín sagði að málið hefði getað haft áhrif á stjórnarsamstarfið. „Því að þetta eru viðkvæmir tímar sem við lifum á, viðkvæm staða í samfélaginu og miklar kröfur sem við erum öll að leggja hvert á annað í tengslum við sóttvarnarráðstafanir.“ Samstarf flokkanna hafi gengið vel á þessu kjörtímabili og sagðist Katrín hafa nálgast málið sem verkefni sem hægt væri að vinna sameiginlega. „Hæstvirtur ráðherra baðst afsökunar á þessu atviki og gerði það strax og beið ekki með það. Og útskýrði þær aðstæður. Og við höfum að sjálfsögðu rætt það síðan,“ sagði Katrín. Hún sagðist hafa haft áhyggjur af því að málið myndi skaða traust á milli flokkanna. „En ég tel að við höfum unnið vel úr því máli,“ sagði Katrín.
Ráðherra í Ásmundarsal Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði Sjá meira