Sjáðu mörkin úr nær fullkomnum leik Inter Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. janúar 2021 15:32 Nicolo Barella og Romelu Lukaku eftir að sá fyrrnefndi kom Inter í 2-0 gegn Juventus. getty/Mattia Ozbot Antonio Conte, knattspyrnustjóri Inter, sagði að sínir menn hefðu nánast leikið hinn fullkomna leik þegar þeir sigruðu Juventus, 2-0, í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Þetta var fyrsti sigur Inter í Derby d'Italia, eins og leikirnir gegn Juventus kallast, síðan 2016. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem Conte tekst að vinna Juventus á stjóraferlinum. „Að sjálfsögðu var þetta mikilvægur sigur. Það er mikil prófraun að mæta Juventus. Við lékum mjög vel og þegar þú vinnur Juventus hefurðu venjulega spilað nánast hinn fullkomna leik. Ég er mjög ánægður því strákarnir lásu leikinn vel, eins og við höfðum undirbúið okkur fyrir hann,“ sagði Conte eftir leikinn á San Siro í gær. Klippa: Viðtal við Conte Cristiano Ronaldo kom Juventus yfir á 11. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Mínútu síðar náði Inter forystunni. Arturo Vidal skallaði þá boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Nicolo Barella. Vidal lék með Juventus á árunum 2011-15 og varð fjórum sinnum ítalskur meistari með liðinu. Inter var mun sterkari aðilinn það sem eftir var fyrri hálfleiks en tókst ekki að bæta við forskotið. Það tókst hins vegar á 52. mínútu þegar Alessandro Bastoni átti frábæra sendingu inn fyrir vörn Juventus á Barella sem skoraði með góðu skoti upp í þaknetið. Meistarar Juventus voru ekki líklegir til að jafna metin og fengu í raun bara eitt gott færi það sem eftir lifði leiks. Það féll í skaut Federicos Chiesa en Samir Handanovic varði skot hans frábærlega. Lokatölur 2-0 sigur Inter. Allt það helsta úr leiknum má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Inter 2-0 Juventus Með sigrinum jafnaði Inter granna sína í AC Milan að stigum á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. Milan getur endurheimt þriggja stiga forskot á toppnum með sigri á Cagliari á útivelli í kvöld. Leikur liðanna hefst klukkan 19:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Juventus er í 5. sæti deildarinnar með 33 stig, sjö stigum á eftir Mílanó-liðunum. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Ítalski boltinn Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig Sjá meira
Þetta var fyrsti sigur Inter í Derby d'Italia, eins og leikirnir gegn Juventus kallast, síðan 2016. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem Conte tekst að vinna Juventus á stjóraferlinum. „Að sjálfsögðu var þetta mikilvægur sigur. Það er mikil prófraun að mæta Juventus. Við lékum mjög vel og þegar þú vinnur Juventus hefurðu venjulega spilað nánast hinn fullkomna leik. Ég er mjög ánægður því strákarnir lásu leikinn vel, eins og við höfðum undirbúið okkur fyrir hann,“ sagði Conte eftir leikinn á San Siro í gær. Klippa: Viðtal við Conte Cristiano Ronaldo kom Juventus yfir á 11. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Mínútu síðar náði Inter forystunni. Arturo Vidal skallaði þá boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Nicolo Barella. Vidal lék með Juventus á árunum 2011-15 og varð fjórum sinnum ítalskur meistari með liðinu. Inter var mun sterkari aðilinn það sem eftir var fyrri hálfleiks en tókst ekki að bæta við forskotið. Það tókst hins vegar á 52. mínútu þegar Alessandro Bastoni átti frábæra sendingu inn fyrir vörn Juventus á Barella sem skoraði með góðu skoti upp í þaknetið. Meistarar Juventus voru ekki líklegir til að jafna metin og fengu í raun bara eitt gott færi það sem eftir lifði leiks. Það féll í skaut Federicos Chiesa en Samir Handanovic varði skot hans frábærlega. Lokatölur 2-0 sigur Inter. Allt það helsta úr leiknum má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Inter 2-0 Juventus Með sigrinum jafnaði Inter granna sína í AC Milan að stigum á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. Milan getur endurheimt þriggja stiga forskot á toppnum með sigri á Cagliari á útivelli í kvöld. Leikur liðanna hefst klukkan 19:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Juventus er í 5. sæti deildarinnar með 33 stig, sjö stigum á eftir Mílanó-liðunum. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig Sjá meira