Býst við hærra spennustigi í aðdraganda kosninga Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. janúar 2021 12:11 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráhðerra, með grímu í sæti sínu á Alþingi. Vísir/Vilhelm Bankasala, miðhálendisþjóðgarður og breytingar á stjórnarskrá eru meðal stórra mála sem bíða umfjöllunar hjá Alþingi sem kemur saman í dag eftir jólafrí. Forsætisráðherra býst við hærra spennustigi nú í aðdraganda kosninga og reiknar með að það hafi áhrif á þingstörfin. Fyrsti þingfundur eftir jólafrí hefst klukkan þrjú í dag á óundirbúnum fyrirspurnartíma. Að honum loknum verður tekin fyrir skýrslubeiðni nokkurra þingmanna úr meðal annars röðum Pírötum og Flokki fólksins um úttekt á starfsemi Vegarðinnar. Þá mun Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra -flytja munnlega skýrslu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Það er eitt margra hitamála sem bíða umfjöllunar í þinginu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur margt í umræðunni um söluna endurspegla umræðuna í kringum einkavæðingu bankanna. „En það laga- og regluverk sem við búum við núna er auðvitað allt annað og hér er verið að gera ráð fyrir að þessi sala fari fram með eins opnum og gagnsæum hætti og hægt er,“ segir Katrín. „Eins og ég les nú stöðuna þá hafa nú mjög fáir lýst yfir andstöðu við sölu á eignarhlut í prinsippi, ef ég hlusta eftir því sem forsvarsmenn flokkanna á Alþingi eru að segja. Það eru fæstir sem eru á þeim stað. Heldur er verið að gagnrýna tímasetninguna.“ Önnur átakamál sem bíða afgreiðslu eru meðal annars frumvörp um stofnun miðhálendisþjóðgarðs, fjölmiðla og til breytinga á stjórnarskrá auk þess sem brýnt er talið að afgreiða ný sóttvarnalög. „Það eru auðvitað mörg stór mál framundan en það sem ég held að sé flestum efst í huga þegar við förum inn í þetta ár er hvernig við ætlum að takast á við atvinnuleysi, hvernig við ætlum að ná því niður og hvernig við ætlum að tryggja að efnahagsleg viðspyrna geti orðið snörp. Og hvernig við höldum áfram að takast á við þennan heimsfaraldur, sem er auðvitað það mál sem hefur yfirskyggt önnur.“ Kosningar eru fyrirhugaðar í september og Katrín býst við að kosningaveturinn muni lita stjórnmálin. „Við vitum öll hvernig það er, að það er alltaf aðeins hærra spennustig í aðdraganda kosninga en ella. Þannig ég svona reikna með að það muni hafa áhrif á þingstörfin,“ segir Katrín. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Fyrsti þingfundur eftir jólafrí hefst klukkan þrjú í dag á óundirbúnum fyrirspurnartíma. Að honum loknum verður tekin fyrir skýrslubeiðni nokkurra þingmanna úr meðal annars röðum Pírötum og Flokki fólksins um úttekt á starfsemi Vegarðinnar. Þá mun Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra -flytja munnlega skýrslu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Það er eitt margra hitamála sem bíða umfjöllunar í þinginu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur margt í umræðunni um söluna endurspegla umræðuna í kringum einkavæðingu bankanna. „En það laga- og regluverk sem við búum við núna er auðvitað allt annað og hér er verið að gera ráð fyrir að þessi sala fari fram með eins opnum og gagnsæum hætti og hægt er,“ segir Katrín. „Eins og ég les nú stöðuna þá hafa nú mjög fáir lýst yfir andstöðu við sölu á eignarhlut í prinsippi, ef ég hlusta eftir því sem forsvarsmenn flokkanna á Alþingi eru að segja. Það eru fæstir sem eru á þeim stað. Heldur er verið að gagnrýna tímasetninguna.“ Önnur átakamál sem bíða afgreiðslu eru meðal annars frumvörp um stofnun miðhálendisþjóðgarðs, fjölmiðla og til breytinga á stjórnarskrá auk þess sem brýnt er talið að afgreiða ný sóttvarnalög. „Það eru auðvitað mörg stór mál framundan en það sem ég held að sé flestum efst í huga þegar við förum inn í þetta ár er hvernig við ætlum að takast á við atvinnuleysi, hvernig við ætlum að ná því niður og hvernig við ætlum að tryggja að efnahagsleg viðspyrna geti orðið snörp. Og hvernig við höldum áfram að takast á við þennan heimsfaraldur, sem er auðvitað það mál sem hefur yfirskyggt önnur.“ Kosningar eru fyrirhugaðar í september og Katrín býst við að kosningaveturinn muni lita stjórnmálin. „Við vitum öll hvernig það er, að það er alltaf aðeins hærra spennustig í aðdraganda kosninga en ella. Þannig ég svona reikna með að það muni hafa áhrif á þingstörfin,“ segir Katrín.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira