Tryggvi var aðeins fjórum stigum frá því að ná stigameti Jóns Arnórs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2021 11:46 Tryggvi Snær Hlinason var frábær um helgina. Getty/Oscar J. Barroso Íslenski landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason setti nýtt persónulegt met um helgina og var nálægt þvi að jafna íslenska stigametið í spænsku ACB-deildinni í körfubolta. Tryggvi Snær hafði mest skorað sextán stig í einum leik í bestu landsdeild Evrópu en hann bætti það met um átta stig með því að skora 24 stig í sigri Casademont Zaragoza á Urbas Fuenlabrada á laugardagskvöldið. Tryggvi tróð boltanum sex sinnum í körfu mótherjanna og var því 92 prósent skotnýtingu því hann hitti úr 12 af 13 skotum sínum utan af velli auk þess að taka 9 fráköst og verja 3 skot. Tryggvi var kominn með tólf stig í fyrsta leikhlutanum og tvöfaldaði þá stigatölu sína í seinni hálfleiknum. El MONSTRUOSO partido de Tryggvi Hlinason2 4 puntos9 rebotes6 mates3 tapones3 3 valoración#LigaEndesa #ÚneteAlMejorEquipoEnMovistar pic.twitter.com/Vp1BtD5LcX— Liga Endesa (@LigaEndesa) January 16, 2021 Tryggvi var farinn að nálgast stigamet Jóns Arnórs Stefánssonar sem er sá íslensku körfuboltamaður sem hefur skorað mest í einum leik í ACB-deildinni. Stigamet Jóns Arnórs er orðið rúmlega sjö ára gamalt en hann skoraði þá 28 stig fyrir Zaragoza á móti Rio Monbus Obra. Zaragoza þurfti heldur betur á þessum stigum Jóns Arnórs að halda því liðið vann leikinn bara með fjórum stigum. Jón Arnór skoraði stigin 28 á aðeins tæpum 23 mínútum en hann hitti meðal annars úr sex af níu þriggja stiga skotum sínum. Leikurinn fór fram 27. október 2013. Jón Arnór var eini íslenski körfuboltamaðurinn sem hafði náð að skora tuttugu stig í einum leik en hann náði því á fjórum tímabilum í spænsku deildinni. Haukur Helgi Pálsson hefur skorað mest 18 stig í einum leik í spænsku deildinni og Martin Hermannsson hefur mest skorað 17 stig á einu kvöldi. Spænski körfuboltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Sport Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Tryggvi Snær hafði mest skorað sextán stig í einum leik í bestu landsdeild Evrópu en hann bætti það met um átta stig með því að skora 24 stig í sigri Casademont Zaragoza á Urbas Fuenlabrada á laugardagskvöldið. Tryggvi tróð boltanum sex sinnum í körfu mótherjanna og var því 92 prósent skotnýtingu því hann hitti úr 12 af 13 skotum sínum utan af velli auk þess að taka 9 fráköst og verja 3 skot. Tryggvi var kominn með tólf stig í fyrsta leikhlutanum og tvöfaldaði þá stigatölu sína í seinni hálfleiknum. El MONSTRUOSO partido de Tryggvi Hlinason2 4 puntos9 rebotes6 mates3 tapones3 3 valoración#LigaEndesa #ÚneteAlMejorEquipoEnMovistar pic.twitter.com/Vp1BtD5LcX— Liga Endesa (@LigaEndesa) January 16, 2021 Tryggvi var farinn að nálgast stigamet Jóns Arnórs Stefánssonar sem er sá íslensku körfuboltamaður sem hefur skorað mest í einum leik í ACB-deildinni. Stigamet Jóns Arnórs er orðið rúmlega sjö ára gamalt en hann skoraði þá 28 stig fyrir Zaragoza á móti Rio Monbus Obra. Zaragoza þurfti heldur betur á þessum stigum Jóns Arnórs að halda því liðið vann leikinn bara með fjórum stigum. Jón Arnór skoraði stigin 28 á aðeins tæpum 23 mínútum en hann hitti meðal annars úr sex af níu þriggja stiga skotum sínum. Leikurinn fór fram 27. október 2013. Jón Arnór var eini íslenski körfuboltamaðurinn sem hafði náð að skora tuttugu stig í einum leik en hann náði því á fjórum tímabilum í spænsku deildinni. Haukur Helgi Pálsson hefur skorað mest 18 stig í einum leik í spænsku deildinni og Martin Hermannsson hefur mest skorað 17 stig á einu kvöldi.
Spænski körfuboltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Sport Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira