Koma heim úr jarðarförum, brúðkaupum eða afmælum og reynast smituð Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2021 19:14 Frá Keflavíkurflugvelli. Vísir/vilhelm Flestir sem hafa greinst með kórónuveiruna á landamærum undanfarið koma frá löndum á borð við Danmörku og Pólland, sem hafa hvað mesta tengingu við Ísland. Dæmi eru um að stórir hópar komi heim úr jarðarförum eða brúðkaupum og reynist jákvæðir í skimun á Keflavíkurflugvelli. Einn greindist með veiruna innanlands í dag og var sá í sóttkví. Enn er sami stofn veirunnar ráðandi innanlands og í haust. 36 hafa nú greinst með hið svokallaða breska afbrigði á landamærum, þar af sjö innanlands, samkvæmt upplýsingum frá Íslenskri erfðagreiningu. Fjórtán greindust með veiruna á landamærunum í gær, flestir úr sömu flugvélinni. Fimm flugvélar komu til landsins þann dag; tvær frá Póllandi og hinar frá Amsterdam, Kaupmannahöfn og Riga. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að undanfarið hafi farþegar frá öllum löndum greinst jákvæðir en flestir frá Danmörku og Póllandi. „Þetta endurspeglar þetta ástand sem er í löndunum þar sem við erum að horfa á flesta sem koma til Íslands; frá Englandi, Danmörku, Póllandi, Eistlandi. Þetta eru löndin þar sem mestu samskiptin eru hingað,“ segir Víðir. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn.Vísir/vilhelm „Það er nánast ekkert land undanskilið. Við erum að fá jákvæða einstaklinga á landamærum, frá eiginlega öllum löndum sem flogið er frá. En núna síðustu vikur hefur mesta umferðin verið kannski Danmörk og síðan Pólland. Flestir að koma þaðan. Og það endurspeglast auðvitað í þeim fjölda sem er að greinast.“ Þá hefur borið á því að stórir hópar sem ferðist saman reynist smitaðir. „Já, við höfum séð það bæði í haust og núna nýlega að hópar sem eru með tengingar eru að koma heim úr jarðarförum, afmælum jafnvel og brúðkaupum, þar sem ansi margir sem hafa haft tengingu erlendis eru að koma heim. Og er síðan stór hópur jákvæður í sýnatöku á landamærum,“ segir Víðir. „Það er bara mjög mikilvægt að menn haldi ferðalögum í algjöru lágmarki næstu vikurnar meðan við erum að fara í gegnum þetta ástand og fólk sé ekki að fara erlendis nema brýna nauðsyn beri til.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Engin störukeppni við sýnatökuhliðið í dag Ekkert kom upp á við sýnatökuhlið Keflavíkurflugvallar í dag og allir farþegar virtu skimunarskyldu án vandkvæða, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 17. janúar 2021 18:26 Hjón neituðu að fara í skimun en snerist hugur eftir þriggja klukkutíma bið Hjón með ung börn sem komu til landsins með flugi í gær neituðu að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Þau biðu í þrjá til fjóra tíma við sýnatökuhlið á flugvellinum en snerist á endanum hugur og fóru í sýnatöku. 17. janúar 2021 12:59 Nær allir sem greindust komu með sömu flugvélinni Fjórtán greindust með kórónuveiruna á landamærunum í gær, nær allir úr sömu flugvélinni. Yfirlögregluþjónn telur stöðuna á faraldrinum hér á landi almennt góða; Ísland sé í einstakri stöðu, jafnvel á heimsvísu, en enn þurfi að hafa allan varann á. 17. janúar 2021 13:17 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Einn greindist með veiruna innanlands í dag og var sá í sóttkví. Enn er sami stofn veirunnar ráðandi innanlands og í haust. 36 hafa nú greinst með hið svokallaða breska afbrigði á landamærum, þar af sjö innanlands, samkvæmt upplýsingum frá Íslenskri erfðagreiningu. Fjórtán greindust með veiruna á landamærunum í gær, flestir úr sömu flugvélinni. Fimm flugvélar komu til landsins þann dag; tvær frá Póllandi og hinar frá Amsterdam, Kaupmannahöfn og Riga. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að undanfarið hafi farþegar frá öllum löndum greinst jákvæðir en flestir frá Danmörku og Póllandi. „Þetta endurspeglar þetta ástand sem er í löndunum þar sem við erum að horfa á flesta sem koma til Íslands; frá Englandi, Danmörku, Póllandi, Eistlandi. Þetta eru löndin þar sem mestu samskiptin eru hingað,“ segir Víðir. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn.Vísir/vilhelm „Það er nánast ekkert land undanskilið. Við erum að fá jákvæða einstaklinga á landamærum, frá eiginlega öllum löndum sem flogið er frá. En núna síðustu vikur hefur mesta umferðin verið kannski Danmörk og síðan Pólland. Flestir að koma þaðan. Og það endurspeglast auðvitað í þeim fjölda sem er að greinast.“ Þá hefur borið á því að stórir hópar sem ferðist saman reynist smitaðir. „Já, við höfum séð það bæði í haust og núna nýlega að hópar sem eru með tengingar eru að koma heim úr jarðarförum, afmælum jafnvel og brúðkaupum, þar sem ansi margir sem hafa haft tengingu erlendis eru að koma heim. Og er síðan stór hópur jákvæður í sýnatöku á landamærum,“ segir Víðir. „Það er bara mjög mikilvægt að menn haldi ferðalögum í algjöru lágmarki næstu vikurnar meðan við erum að fara í gegnum þetta ástand og fólk sé ekki að fara erlendis nema brýna nauðsyn beri til.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Engin störukeppni við sýnatökuhliðið í dag Ekkert kom upp á við sýnatökuhlið Keflavíkurflugvallar í dag og allir farþegar virtu skimunarskyldu án vandkvæða, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 17. janúar 2021 18:26 Hjón neituðu að fara í skimun en snerist hugur eftir þriggja klukkutíma bið Hjón með ung börn sem komu til landsins með flugi í gær neituðu að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Þau biðu í þrjá til fjóra tíma við sýnatökuhlið á flugvellinum en snerist á endanum hugur og fóru í sýnatöku. 17. janúar 2021 12:59 Nær allir sem greindust komu með sömu flugvélinni Fjórtán greindust með kórónuveiruna á landamærunum í gær, nær allir úr sömu flugvélinni. Yfirlögregluþjónn telur stöðuna á faraldrinum hér á landi almennt góða; Ísland sé í einstakri stöðu, jafnvel á heimsvísu, en enn þurfi að hafa allan varann á. 17. janúar 2021 13:17 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Engin störukeppni við sýnatökuhliðið í dag Ekkert kom upp á við sýnatökuhlið Keflavíkurflugvallar í dag og allir farþegar virtu skimunarskyldu án vandkvæða, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 17. janúar 2021 18:26
Hjón neituðu að fara í skimun en snerist hugur eftir þriggja klukkutíma bið Hjón með ung börn sem komu til landsins með flugi í gær neituðu að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Þau biðu í þrjá til fjóra tíma við sýnatökuhlið á flugvellinum en snerist á endanum hugur og fóru í sýnatöku. 17. janúar 2021 12:59
Nær allir sem greindust komu með sömu flugvélinni Fjórtán greindust með kórónuveiruna á landamærunum í gær, nær allir úr sömu flugvélinni. Yfirlögregluþjónn telur stöðuna á faraldrinum hér á landi almennt góða; Ísland sé í einstakri stöðu, jafnvel á heimsvísu, en enn þurfi að hafa allan varann á. 17. janúar 2021 13:17