Samkvæmt heimildum TMZ lést hann vegna afleiðinga Covid-19. Hann var fluttur úr fangelsi á spítala fjórum vikum eftir greiningu en fluttur aftur í fangelsið eftir að hann náði bata. Það hafi svo verið í gær sem hann var fluttur í flýti á sjúkrahús á ný vegna öndunarerfiðleika þar sem hann lést.
Spector var mikils virtur í tónlistarbransanum á árum áður og pródúseraði poppslagara á borð við Da Doo Ron Ron, Be My Baby og He's a Rebel.
Spector var dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir morðið á leikkonunni Lönu Clarkson árið 2003. Phil hélt fram sakleysi sínu og lögfræðingar hans vörðu hann með því að segja að Lana hefði tekið eigið líf.