Vilja meira af grænmeti í skólamötuneyti landsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. janúar 2021 13:13 Samtök grænkera vilja sjá meira af grænmeti á boðstólum í mötuneytum í leik- og grunnskólum landsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Samtök grænkera á Íslandi hafa sent öllum sveitarfélögum landsins, ásamt leik og grunnskólum áskorun um aukið framboð grænkerafæðis í skólum. Samtökin segja grænkerafæði fullnægjandi mat, ekki þurfi neinar dýraafurðir í matinn. Þá sé grænkerafæði hluti af baráttunni við loftlagsvána. Veganúar, árverkniátak Samtaka grænkera á Íslandi stendur nú yfir. Af því tilefni sendu samtökin áskorun til allra leik- og grunnskóla landsins og til sveitarfélaga þar sem hvatt er til aukins framboðs á grænkerafæði í skólum. Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir er varaformaður Samtaka grænkera á Íslandi. „Í fyrsta lagi viljum við sjá að framboðið verði meira fyrir þau börn, sem kjósa grænkerafæði og svo er ýmislegur ávinningur af því að neyta grænkerafæðis eins og t.d. heilsulegur og fyrir loftlagsmálin.“ Fyrir þá sem ekki vita, grænkerafæði, hvað er það? „Það þýðir bara í raun og veru matvæli án allra dýraafurða. Þá er bara verið að horfa til þess að það væri verið að nota meira grænmeti og baunir og slíkt í mataræðið,“ segir Vigdís Fríða. Vigdís Fríða vekur athygli á því að landlæknir hefur gefið út að Íslendingar borði allt of mikið kjöt og hefur hvatt fólk til að auka grænmetisfæði í mataræðinu og svo hafi það sýnt sig að þetta sé mjög umhverfisvænt fæði til að neyta. Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir, sem er varaformaður Samtaka grænkera á Íslandi.Aðsend En hvað segir hún við þá bændur sem eru að framleiða kjöt, á að hætta því? „Ég held að það viti það allir að framtíðin er með minna af kjötvörum. Við erum ekkert beinlínis að ógna bændum með þessu, við í Samtökum grænkera höfum til dæmis unnið mjög mikið með grænmetisbændum á Íslandi.“ Vigdís Fríða segir að forsvarsmenn leik og grunnskóla landsins, auk sveitarfélaga hafi tekið mjög jákvætt í erindi samtakanna um að auka framboð á grænmeti og grænmetismáltíðum í skólamötuneytum. Grænmetisréttir Landbúnaður Reykjavík Vegan Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Veganúar, árverkniátak Samtaka grænkera á Íslandi stendur nú yfir. Af því tilefni sendu samtökin áskorun til allra leik- og grunnskóla landsins og til sveitarfélaga þar sem hvatt er til aukins framboðs á grænkerafæði í skólum. Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir er varaformaður Samtaka grænkera á Íslandi. „Í fyrsta lagi viljum við sjá að framboðið verði meira fyrir þau börn, sem kjósa grænkerafæði og svo er ýmislegur ávinningur af því að neyta grænkerafæðis eins og t.d. heilsulegur og fyrir loftlagsmálin.“ Fyrir þá sem ekki vita, grænkerafæði, hvað er það? „Það þýðir bara í raun og veru matvæli án allra dýraafurða. Þá er bara verið að horfa til þess að það væri verið að nota meira grænmeti og baunir og slíkt í mataræðið,“ segir Vigdís Fríða. Vigdís Fríða vekur athygli á því að landlæknir hefur gefið út að Íslendingar borði allt of mikið kjöt og hefur hvatt fólk til að auka grænmetisfæði í mataræðinu og svo hafi það sýnt sig að þetta sé mjög umhverfisvænt fæði til að neyta. Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir, sem er varaformaður Samtaka grænkera á Íslandi.Aðsend En hvað segir hún við þá bændur sem eru að framleiða kjöt, á að hætta því? „Ég held að það viti það allir að framtíðin er með minna af kjötvörum. Við erum ekkert beinlínis að ógna bændum með þessu, við í Samtökum grænkera höfum til dæmis unnið mjög mikið með grænmetisbændum á Íslandi.“ Vigdís Fríða segir að forsvarsmenn leik og grunnskóla landsins, auk sveitarfélaga hafi tekið mjög jákvætt í erindi samtakanna um að auka framboð á grænmeti og grænmetismáltíðum í skólamötuneytum.
Grænmetisréttir Landbúnaður Reykjavík Vegan Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira