Fá reglulega ábendingar um að grímulausum farþegum sé hleypt um borð Eiður Þór Árnason skrifar 15. janúar 2021 16:08 Grímuskylda hefur verið tekin upp í Strætó. Jón Magnús segir skynsamlegt að fólk noti grímur í aðstæðum þar sem ekki er víst að hægt sé að tryggja fjarlægðarmörk. Vísir/Vilhelm Strætó hefur alls borist 151 ábending um ófullnægjandi grímunotkun vagnstjóra og farþega frá 5. október síðastliðnum. Snýr meirihluti ábendinganna að vagnstjórum eða 96 talsins og hefur fjöldi þeirra rétt rúmlega tvöföldast frá því í byrjun nóvember. Þar af hefur Strætó fengið 53 ábendingar um grímulausa vagnstjóra frá því í október og 43 vegna vagnstjóra sem eru sagðir bera grímuna vitlaust. 55 ábendingar varða grímulausa farþega um borð. Grímuskylda hefur verið í gildi í vögnum Strætó á höfuðborgarsvæðinu frá því í október í samræmi við gildandi sóttvarnareglur. Nær grímuskyldan bæði til farþega og vagnstjóra. „Við fáum reglulega einhverjar ábendingar um að það sé verið að hleypa grímulausum farþegum um borð eða þá að vagnstjórinn sé grímulaus. Við þurfum bara að halda áfram að minna fólk á að vera með grímuna og við erum reglulega að minna starfsfólk á það,“ segir Guðmundur H. Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, í samtali við Vísi. „Það er auðvitað ekki allt sem ratar þarna inn en þetta gefur okkur ágætis mynd af stöðunni.“ Erfitt fyrir vagnstjóra að fylgjast með farþegum Nýlega hefur Strætó fengið nokkrar ábendingar um farþega sem taki grímuna niður um borð í vagninum. „Við viljum árétta að fólk ber ábyrgð á sínum persónulegu sóttvörnum. Vagnstjórar eiga að fylgjast með hvort fólk sé með grímu þegar það kemur um borð en það er ómögulegt fyrir þá að fylgjast almennilega með hvað fólk gerir eftir það.“ Guðmundur segir stjórnendur hvetja farþega til að senda Strætó skilaboð á samfélagsmiðlum eða ábendingu á heimasíðu Strætó ef tilefni er til. „Við skráum allar ábendingar niður og spyrjum alltaf hvar þetta var og á hvaða leið. Þá getum við fundið út hver var að keyra og getum þá átt samtalið við viðkomandi starfsmann. Við sendum svo reglulega út ábendingar um að halda áfram að sinna sóttvörnum og nota grímuna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Strætó Samgöngur Tengdar fréttir 45 ábendingar til meðferðar vegna grímulausra vagnstjóra Alls hafa 45 ábendingar sem borist hafa Strætó um að bílstjórar vagna á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki með grímur eða noti þær ekki rétt, verið teknar til meðferðar frá því að grímuskylda var tekin upp í strætisvögnum 5. október síðastliðinn. 3. nóvember 2020 15:16 Allir þurfa áfram að bera grímu þrátt fyrir vottorð Viðskiptavinir í öllum verslunum Haga, sem og verslunum Krónunnar og ELKO, verða áfram skyldaðir til að bera grímu, hvort sem þeir hafa fengið Covid-19 eða ekki. 16. nóvember 2020 11:02 Grímuskylda í Strætó tekur gildi á mánudag Frá og meðan morgundeginum þurfa þeir sem ferðast með strætisvögnum að nota andlitsgrímur á meðan ferðinni stendur. 4. október 2020 22:29 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Þar af hefur Strætó fengið 53 ábendingar um grímulausa vagnstjóra frá því í október og 43 vegna vagnstjóra sem eru sagðir bera grímuna vitlaust. 55 ábendingar varða grímulausa farþega um borð. Grímuskylda hefur verið í gildi í vögnum Strætó á höfuðborgarsvæðinu frá því í október í samræmi við gildandi sóttvarnareglur. Nær grímuskyldan bæði til farþega og vagnstjóra. „Við fáum reglulega einhverjar ábendingar um að það sé verið að hleypa grímulausum farþegum um borð eða þá að vagnstjórinn sé grímulaus. Við þurfum bara að halda áfram að minna fólk á að vera með grímuna og við erum reglulega að minna starfsfólk á það,“ segir Guðmundur H. Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, í samtali við Vísi. „Það er auðvitað ekki allt sem ratar þarna inn en þetta gefur okkur ágætis mynd af stöðunni.“ Erfitt fyrir vagnstjóra að fylgjast með farþegum Nýlega hefur Strætó fengið nokkrar ábendingar um farþega sem taki grímuna niður um borð í vagninum. „Við viljum árétta að fólk ber ábyrgð á sínum persónulegu sóttvörnum. Vagnstjórar eiga að fylgjast með hvort fólk sé með grímu þegar það kemur um borð en það er ómögulegt fyrir þá að fylgjast almennilega með hvað fólk gerir eftir það.“ Guðmundur segir stjórnendur hvetja farþega til að senda Strætó skilaboð á samfélagsmiðlum eða ábendingu á heimasíðu Strætó ef tilefni er til. „Við skráum allar ábendingar niður og spyrjum alltaf hvar þetta var og á hvaða leið. Þá getum við fundið út hver var að keyra og getum þá átt samtalið við viðkomandi starfsmann. Við sendum svo reglulega út ábendingar um að halda áfram að sinna sóttvörnum og nota grímuna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Strætó Samgöngur Tengdar fréttir 45 ábendingar til meðferðar vegna grímulausra vagnstjóra Alls hafa 45 ábendingar sem borist hafa Strætó um að bílstjórar vagna á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki með grímur eða noti þær ekki rétt, verið teknar til meðferðar frá því að grímuskylda var tekin upp í strætisvögnum 5. október síðastliðinn. 3. nóvember 2020 15:16 Allir þurfa áfram að bera grímu þrátt fyrir vottorð Viðskiptavinir í öllum verslunum Haga, sem og verslunum Krónunnar og ELKO, verða áfram skyldaðir til að bera grímu, hvort sem þeir hafa fengið Covid-19 eða ekki. 16. nóvember 2020 11:02 Grímuskylda í Strætó tekur gildi á mánudag Frá og meðan morgundeginum þurfa þeir sem ferðast með strætisvögnum að nota andlitsgrímur á meðan ferðinni stendur. 4. október 2020 22:29 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
45 ábendingar til meðferðar vegna grímulausra vagnstjóra Alls hafa 45 ábendingar sem borist hafa Strætó um að bílstjórar vagna á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki með grímur eða noti þær ekki rétt, verið teknar til meðferðar frá því að grímuskylda var tekin upp í strætisvögnum 5. október síðastliðinn. 3. nóvember 2020 15:16
Allir þurfa áfram að bera grímu þrátt fyrir vottorð Viðskiptavinir í öllum verslunum Haga, sem og verslunum Krónunnar og ELKO, verða áfram skyldaðir til að bera grímu, hvort sem þeir hafa fengið Covid-19 eða ekki. 16. nóvember 2020 11:02
Grímuskylda í Strætó tekur gildi á mánudag Frá og meðan morgundeginum þurfa þeir sem ferðast með strætisvögnum að nota andlitsgrímur á meðan ferðinni stendur. 4. október 2020 22:29