Banki fyrir fólk en ekki fjármagn Drífa Snædal skrifar 15. janúar 2021 15:01 Það er augljóst að nú á að keyra í gegn sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Það er víst „ákall“ eftir því. Ekki er ljóst hvaðan ákallið kemur en geta má nærri að það sé frá væntanlegum kaupendum því ekki kemur það frá almenningi, svo mikið er víst. Könnun eftir könnun hefur sýnt lítinn stuðning við söluna, enda hefur traust eftir síðustu bankasölu og hruns í kjölfarið ekki verið endurheimt. Kjarni málsins er sá að það er verið að taka hlut sem er í eigu okkar allra og selja hann til fárra. Fyrir slíku þurfa að vera góð rök en einu rökin virðast vera hugmyndafræðileg, þ.e. að ríkið (við) eigi ekki að eiga banka. Það hefur hins vegar ekki verið neitt sérstakt vandamál síðustu 12 árin og ágætt að rifja upp af hverju bankarnir komust aftur í ríkiseigu. Tillaga um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka gefur hins vegar gullið tækifæri til að ræða bankastarfsemi á Íslandi og dusta rykið af þeirri hugmynd að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka. Slíkt form byggir á þeirri róttæku hugmynd að fjármálastofnanir vinni í þágu almennings en ekki fjármagnseigenda. Að bankar þurfi ekki endilega að skila gróða, geti verið í almannaeigu og stuðlað að samfélagslega mikilvægum verkefnum. Að einhverju leyti þekkjum við þessa hugmyndafræði í gegnum sparisjóðakerfið eins og það var hugsað í upphafi. Síðustu áratugir hafa hins vegar verið undirlagðir af ofurtrú á að gróðasjónarmið eigi að ráða för í fjármálastarfsemi og að „“fé án hirðis”“ sé skaðlegt. Við höfum eitt stykki bankahrun til að læra af og lexían er þessi: Það er ekki þjóðinni í hag að taka sameiginlegar eignir hennar og setja í hendur fjármagnseigenda. Bankarnir eru ekki endilega betur settir í einkaeigu. Ef á að breyta eignarhaldi á bönkunum skulum við fyrst tryggja það að fólk geti valið viðskipti við banka í almannaeigu, rekinn á forsendum almennings og til hagsbóta fyrir okkur öll. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Salan á Íslandsbanka Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það er augljóst að nú á að keyra í gegn sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Það er víst „ákall“ eftir því. Ekki er ljóst hvaðan ákallið kemur en geta má nærri að það sé frá væntanlegum kaupendum því ekki kemur það frá almenningi, svo mikið er víst. Könnun eftir könnun hefur sýnt lítinn stuðning við söluna, enda hefur traust eftir síðustu bankasölu og hruns í kjölfarið ekki verið endurheimt. Kjarni málsins er sá að það er verið að taka hlut sem er í eigu okkar allra og selja hann til fárra. Fyrir slíku þurfa að vera góð rök en einu rökin virðast vera hugmyndafræðileg, þ.e. að ríkið (við) eigi ekki að eiga banka. Það hefur hins vegar ekki verið neitt sérstakt vandamál síðustu 12 árin og ágætt að rifja upp af hverju bankarnir komust aftur í ríkiseigu. Tillaga um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka gefur hins vegar gullið tækifæri til að ræða bankastarfsemi á Íslandi og dusta rykið af þeirri hugmynd að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka. Slíkt form byggir á þeirri róttæku hugmynd að fjármálastofnanir vinni í þágu almennings en ekki fjármagnseigenda. Að bankar þurfi ekki endilega að skila gróða, geti verið í almannaeigu og stuðlað að samfélagslega mikilvægum verkefnum. Að einhverju leyti þekkjum við þessa hugmyndafræði í gegnum sparisjóðakerfið eins og það var hugsað í upphafi. Síðustu áratugir hafa hins vegar verið undirlagðir af ofurtrú á að gróðasjónarmið eigi að ráða för í fjármálastarfsemi og að „“fé án hirðis”“ sé skaðlegt. Við höfum eitt stykki bankahrun til að læra af og lexían er þessi: Það er ekki þjóðinni í hag að taka sameiginlegar eignir hennar og setja í hendur fjármagnseigenda. Bankarnir eru ekki endilega betur settir í einkaeigu. Ef á að breyta eignarhaldi á bönkunum skulum við fyrst tryggja það að fólk geti valið viðskipti við banka í almannaeigu, rekinn á forsendum almennings og til hagsbóta fyrir okkur öll. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun