Tekst Conte loks að sigra Gömlu konuna sína? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. janúar 2021 10:30 Með sigri á Juventus jafna strákarnir hans Antonios Conte í Inter AC Milan að stigum á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. getty/Andrea Staccioli Inter tekur á móti Juventus í stórleik helgarinnar í ítölsku úrvalsdeildinni, hinum svokallaða Derby d'Italia. Antonio Conte, knattspyrnustjóri Inter, hefur mikla og sterka tengingu við Juventus. Hann lék lengi með Juventus og tók svo við gamla liðinu sínu sumarið 2011. Juventus var þá búið að enda í 7. sæti tvö tímabil í röð og risið var ekki hátt á Tórínó-liðinu. Conte kippti því snögglega í liðinn og Juventus varð ítalskur meistari 2012 án þess að tapa leik. Juventus vann tvo meistaratitla í viðbót undir stjórn Contes áður en hann hvarf á braut 2014. Conte varð átta sinnum ítalskur meistari með Juventus, fimm sinnum sem leikmaður og þrisvar sinnum sem stjóri.getty/Stu Forster Til að gera langa sögu stutta hefur Juventus ekki hætt að vinna síðan Conte kom liðinu aftur á toppinn. Nú er hlutverk hans hins vegar að fella Gömlu konuna sínu af stallinum. Það tókst ekki á síðasta tímabili en núna er Inter fjórum stigum á undan Juventus þegar keppni í ítölsku úrvalsdeildinni er tæplega hálfnuð. Vandamálið fyrir Inter er að grannar þeirra í AC Milan hafa komið verulega á óvart og eru á toppi deildarinnar. Á ýmsu hefur gengið hjá Juventus á fyrsta tímabil liðsins undir stjórn Andreas Pirlo, mannsins sem Conte fékk til Juventus á frjálsri sölu 2011 og átti stóran þátt í velgengni liðsins næstu árin. Conte og Pirlo komu báðir til Juventus fyrir tímabilið 2011-12 og áttu stóran þátt í því að koma liðinu aftur á toppinn á Ítalíu.getty/Marco Luzzani Juventus hefur þó verið á góðri siglingu að undanförnu, unnið fjóra leiki í röð í deild og bikar og skorað þrjú mörk eða meira í þeim öllum. Juventus varð meðal annars fyrsta liðið til að vinna Milan í deildinni, 1-3 á San Siro. Cristiano Ronaldo, sem verður 36 ára í næsta mánuði, hefur farið mikinn og er markahæstur í ítölsku úrvalsdeildinni með fimmtán mörk í aðeins þrettán leikjum. Geta jafnað Milan að stigum Milan á ekki að leika fyrr en á morgun og því getur Inter jafnað granna sína á toppi deildarinnar í kvöld. Conte þarf þá að gera nokkuð sem honum hefur ekki enn tekist á þjálfaraferlinum; vinna Juventus. Lið hans hafa fjórum sinnum mætt Juventus og tapað öllum leikjunum. Juventus vann báða leikina gegn Inter á síðasta tímabili; 1-2 á San Siro og 2-0 á Allianz-vellinum í Tórínó. Paolo Dybala skoraði í báðum leikjunum en mark hans í seinni leiknum var sérstaklega glæsilegt. watch on YouTube Þá tapaði Conte einnig fyrir Juventus sem stjóri Atalanta og Arezzo. Juventus vann Arezzo í B-deildinni 2007 með fimm mörkum gegn einu. Gianluigi Buffon og Giorgio Chiellini spiluðu allan leikinn fyrir Juventus en þeir eru enn í herbúðum liðsins. Juventus vann svo Atalanta-strákana hans Contes 2009, 2-5. Inter hefur aðeins fengið tvö stig í síðustu tveimur deildarleikjum sínum en vann dramatískan sigur á Fiorentina í sextán liða úrslitunum ítölsku bikarkeppninnar á miðvikudaginn, 1-2. Romelu Lukaku skoraði sigurmarkið mínútu fyrir lok framlengingar. Leikur Inter og Juventus hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Ítalski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
Antonio Conte, knattspyrnustjóri Inter, hefur mikla og sterka tengingu við Juventus. Hann lék lengi með Juventus og tók svo við gamla liðinu sínu sumarið 2011. Juventus var þá búið að enda í 7. sæti tvö tímabil í röð og risið var ekki hátt á Tórínó-liðinu. Conte kippti því snögglega í liðinn og Juventus varð ítalskur meistari 2012 án þess að tapa leik. Juventus vann tvo meistaratitla í viðbót undir stjórn Contes áður en hann hvarf á braut 2014. Conte varð átta sinnum ítalskur meistari með Juventus, fimm sinnum sem leikmaður og þrisvar sinnum sem stjóri.getty/Stu Forster Til að gera langa sögu stutta hefur Juventus ekki hætt að vinna síðan Conte kom liðinu aftur á toppinn. Nú er hlutverk hans hins vegar að fella Gömlu konuna sínu af stallinum. Það tókst ekki á síðasta tímabili en núna er Inter fjórum stigum á undan Juventus þegar keppni í ítölsku úrvalsdeildinni er tæplega hálfnuð. Vandamálið fyrir Inter er að grannar þeirra í AC Milan hafa komið verulega á óvart og eru á toppi deildarinnar. Á ýmsu hefur gengið hjá Juventus á fyrsta tímabil liðsins undir stjórn Andreas Pirlo, mannsins sem Conte fékk til Juventus á frjálsri sölu 2011 og átti stóran þátt í velgengni liðsins næstu árin. Conte og Pirlo komu báðir til Juventus fyrir tímabilið 2011-12 og áttu stóran þátt í því að koma liðinu aftur á toppinn á Ítalíu.getty/Marco Luzzani Juventus hefur þó verið á góðri siglingu að undanförnu, unnið fjóra leiki í röð í deild og bikar og skorað þrjú mörk eða meira í þeim öllum. Juventus varð meðal annars fyrsta liðið til að vinna Milan í deildinni, 1-3 á San Siro. Cristiano Ronaldo, sem verður 36 ára í næsta mánuði, hefur farið mikinn og er markahæstur í ítölsku úrvalsdeildinni með fimmtán mörk í aðeins þrettán leikjum. Geta jafnað Milan að stigum Milan á ekki að leika fyrr en á morgun og því getur Inter jafnað granna sína á toppi deildarinnar í kvöld. Conte þarf þá að gera nokkuð sem honum hefur ekki enn tekist á þjálfaraferlinum; vinna Juventus. Lið hans hafa fjórum sinnum mætt Juventus og tapað öllum leikjunum. Juventus vann báða leikina gegn Inter á síðasta tímabili; 1-2 á San Siro og 2-0 á Allianz-vellinum í Tórínó. Paolo Dybala skoraði í báðum leikjunum en mark hans í seinni leiknum var sérstaklega glæsilegt. watch on YouTube Þá tapaði Conte einnig fyrir Juventus sem stjóri Atalanta og Arezzo. Juventus vann Arezzo í B-deildinni 2007 með fimm mörkum gegn einu. Gianluigi Buffon og Giorgio Chiellini spiluðu allan leikinn fyrir Juventus en þeir eru enn í herbúðum liðsins. Juventus vann svo Atalanta-strákana hans Contes 2009, 2-5. Inter hefur aðeins fengið tvö stig í síðustu tveimur deildarleikjum sínum en vann dramatískan sigur á Fiorentina í sextán liða úrslitunum ítölsku bikarkeppninnar á miðvikudaginn, 1-2. Romelu Lukaku skoraði sigurmarkið mínútu fyrir lok framlengingar. Leikur Inter og Juventus hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira