„Núna erum við að ljúka mjög erfiðri lotu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. janúar 2021 08:20 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að það sem standi upp úr fyrir honum í baráttunni við kórónuveiruna síðasta árið sé samstaða þjóðarinnar. Nánast allir hafi tekið þátt í þeim sóttvarnaaðgerðum sem farið hafi verið í og skoðanakannanir sýni að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar hafi mikið traust eða algjört traust á aðgerðunum. Það sé algjörlega einstakt í heiminum að þjóðin standi svona þétt saman. Þetta kom fram í viðtali við Víði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Um það bil ár er síðan fyrstu fréttir af óþekktri veiru í Kína bárust hingað til lands. Víðir var þá nýkominn í tveggja mánaða leyfi frá störfum sínum frá Knattspyrnusambandi Íslands til þess að sinna sérverkefni hjá ríkislögreglustjóra. Þegar faraldurinn hafi hins vegar farið af stað fyrir alvöru hérlendis í mars hafi hann verið fenginn til að leiða teymi almannavarna í baráttunni við Covid-19. Hann segir að í upphafi hafi ekki verið vitað hversu langan tíma þetta verkefni tæki og hann segist ekki geta séð fyrir sér hvenær því ljúki; hann telji að enginn geti séð það fyrir. „Við erum að horfa á þetta í svona lotum og núna erum við að ljúka mjög erfiðri lotu, haustið og veturinn var erfiður fyrir alla,“ segir Víðir. Ef líkja megi tímalínunni við körfuboltaleik þá sé hægt að segja að við séum í þriðja leikhluta. „Það virðist ganga ágætlega með bóluefnið og það er það sem virðist vera leiðin okkar út úr þessu. Auðvitað vilja allir að þetta gerist miklu hraðar en framleiðslugeta á nýju bóluefni er það sem er takmarkað. Þetta er vinsælasta efnið í öllum heiminum,“ segir Víðir. Efnin verði þannig ekki til „á núll einni“ í einhverri verksmiðju. Skert starfsorka og heilaþoka í kjölfar Covid-19 „Auðvitað er maður að vona núna þegar allir sjá að þetta sé að virka og allir sjá að þetta sé að gerast þá muni þessi fyrirtæki hafa aðgang að meiri framleiðslu, það er að segja að fleiri fyrirtæki séu tilbúin til að koma með þeim í að framleiða þetta og þar af leiðandi verði þetta afgreitt fyrr. Ég held að þetta muni ganga svona hægt og rólega og um leið og við erum búin að bólusetja 30 til 50 þúsund manns þá erum við kannski búin að ná í viðkvæmasta hópinn okkar. Þar af leiðandi benda okkar líkön til þess að við erum hugsanlega búin að draga verulega úr hugsanlegu álagi á heilbrigðiskerfið,“ segir Víðir. Ef á sama tíma takist að halda sjó í faraldrinum innanlands þá ættum við að standa ágætlega með vormánuðum. Síðan komi það í ljós á næstu vikum og mánuðum hver framleiðslugetan verði varðandi bóluefnin. „Og þá munum við fá efni í sama hlutfalli og allir aðrir.“ Víðir er eins og kunnugt er einn þeirra þúsunda Íslendinga sem fengið hefur Covid-19. Hann greindist með veiruna í lok nóvember og segist enn vera að glíma við eftirköst veikindanna. Þannig hafi hann skerta starfsorku og glími við svokallaða heilaþoku; hann hafi til dæmis þurft að einbeita sér mikið að því að keyra rétta leið heim í gærkvöldi eftir að hafa varið vinnudeginum á Seyðisfirði. Hlusta má á viðtalið við Víði í heild í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Nánast allir hafi tekið þátt í þeim sóttvarnaaðgerðum sem farið hafi verið í og skoðanakannanir sýni að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar hafi mikið traust eða algjört traust á aðgerðunum. Það sé algjörlega einstakt í heiminum að þjóðin standi svona þétt saman. Þetta kom fram í viðtali við Víði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Um það bil ár er síðan fyrstu fréttir af óþekktri veiru í Kína bárust hingað til lands. Víðir var þá nýkominn í tveggja mánaða leyfi frá störfum sínum frá Knattspyrnusambandi Íslands til þess að sinna sérverkefni hjá ríkislögreglustjóra. Þegar faraldurinn hafi hins vegar farið af stað fyrir alvöru hérlendis í mars hafi hann verið fenginn til að leiða teymi almannavarna í baráttunni við Covid-19. Hann segir að í upphafi hafi ekki verið vitað hversu langan tíma þetta verkefni tæki og hann segist ekki geta séð fyrir sér hvenær því ljúki; hann telji að enginn geti séð það fyrir. „Við erum að horfa á þetta í svona lotum og núna erum við að ljúka mjög erfiðri lotu, haustið og veturinn var erfiður fyrir alla,“ segir Víðir. Ef líkja megi tímalínunni við körfuboltaleik þá sé hægt að segja að við séum í þriðja leikhluta. „Það virðist ganga ágætlega með bóluefnið og það er það sem virðist vera leiðin okkar út úr þessu. Auðvitað vilja allir að þetta gerist miklu hraðar en framleiðslugeta á nýju bóluefni er það sem er takmarkað. Þetta er vinsælasta efnið í öllum heiminum,“ segir Víðir. Efnin verði þannig ekki til „á núll einni“ í einhverri verksmiðju. Skert starfsorka og heilaþoka í kjölfar Covid-19 „Auðvitað er maður að vona núna þegar allir sjá að þetta sé að virka og allir sjá að þetta sé að gerast þá muni þessi fyrirtæki hafa aðgang að meiri framleiðslu, það er að segja að fleiri fyrirtæki séu tilbúin til að koma með þeim í að framleiða þetta og þar af leiðandi verði þetta afgreitt fyrr. Ég held að þetta muni ganga svona hægt og rólega og um leið og við erum búin að bólusetja 30 til 50 þúsund manns þá erum við kannski búin að ná í viðkvæmasta hópinn okkar. Þar af leiðandi benda okkar líkön til þess að við erum hugsanlega búin að draga verulega úr hugsanlegu álagi á heilbrigðiskerfið,“ segir Víðir. Ef á sama tíma takist að halda sjó í faraldrinum innanlands þá ættum við að standa ágætlega með vormánuðum. Síðan komi það í ljós á næstu vikum og mánuðum hver framleiðslugetan verði varðandi bóluefnin. „Og þá munum við fá efni í sama hlutfalli og allir aðrir.“ Víðir er eins og kunnugt er einn þeirra þúsunda Íslendinga sem fengið hefur Covid-19. Hann greindist með veiruna í lok nóvember og segist enn vera að glíma við eftirköst veikindanna. Þannig hafi hann skerta starfsorku og glími við svokallaða heilaþoku; hann hafi til dæmis þurft að einbeita sér mikið að því að keyra rétta leið heim í gærkvöldi eftir að hafa varið vinnudeginum á Seyðisfirði. Hlusta má á viðtalið við Víði í heild í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira