Píratar kalla eftir nýjum frambjóðendum Heimir Már Pétursson skrifar 14. janúar 2021 19:37 Helgi Hrafn Gunnlaugsson, sem ætlar ekki að bjóða sig fram á ný, segir Pírata vera grasrótarhreyfingu. Ekki þingflokk. Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að framboðslistar Pírata í öllum kjördæmum fyrir alþingiskosninarnar í september liggi fyrir um miðjan mars. Auglýst hefur verið eftir frambjóðendum sem hafa nú rúman mánuð til að gefa kost á sér. Stjórnmálaflokkarnir eru allir byrjaðir að undirbúa kosningarnar sem fara fram til Alþingis í haust. Miklar breytingar verða á þingflokki Pírata því helmingur þingflokksins hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram á ný. Valið verður á lista Pírata í öllum kjördæmum með prófkjöri. Píratar hafa sex þingmenn í dag úr fjörum kjördæmum af sex. Smári McCarthy, Jón Þór Ólafsson og Helgi Hrafn Gunnarsson hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs í næstu kosningum. „Píratar eru grasrótarhreyfing. Ekki þingflokkur. Það er ríkt í okkar menningu að sitja ekki að eilífu. Við erum ekki í pólitík til að vera í pólitík heldur til að leggja okkar að mörkum,“ segir Helgi Hrafn. Það sé fjöldi fólks innan hreyfingarinnar sem geti sinnt þingmennsku og vonandi bjóði sem flestir sig fram. Opnað var fyrir tilkynningar um framboð í prófkjöri síðast liðinn laugardag og getur fólk gert það fram til 3. mars. „Þá tekur við rúmlega vikulangt prófkjör þar sem meðlimir flokksins geta kosið sína frambjóðendur. Eftir það liggur fyrir listi sem þá býður sig fram,“ segir Helgi Hrafn. Framboðslistar ættu því að liggja að vera klárir um miðjan mars. Ferskar nálganir muni sjálfsagt fylgja nýju fólki og það sé mikilvægt. „Það er gott að velta þessu vel fyrir sér. Það er að hoppa svolítið út í djúpu að gera þetta. En þetta er gefandi, þetta er mikilvægt og á köflum er þetta gaman. Alla vega þegar vel gengur,“ segir Helgi Hrafn. Hann sé bjartsýnn á að Píratar fái þingmenn í Norðvestur og Norðausturkjördæmunum sem ekki tókst síðast. „Það munaði ekki endilega það miklu síðast að maður taldi. En ég trúi því auðvitað að okkur gangi mjög vel,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson. Píratar Alþingi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Píratar vilja að fleiri en tveir geti verið í hjúskap Björn Leví Gunnarsson telur fráleitt að ríkið hafi með það að gera hversu margir eru skráðir í hjúskap. 13. janúar 2021 10:38 Jón Þór sækist ekki eftir endurkjöri Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, mun ekki gefa kost á sér í næstu alþingiskosningum. Þetta tilkynnti hann í dag samhliða því að opnað var fyrir skráningar í prófkjör Pírata. 9. janúar 2021 09:02 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Sjá meira
Stjórnmálaflokkarnir eru allir byrjaðir að undirbúa kosningarnar sem fara fram til Alþingis í haust. Miklar breytingar verða á þingflokki Pírata því helmingur þingflokksins hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram á ný. Valið verður á lista Pírata í öllum kjördæmum með prófkjöri. Píratar hafa sex þingmenn í dag úr fjörum kjördæmum af sex. Smári McCarthy, Jón Þór Ólafsson og Helgi Hrafn Gunnarsson hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs í næstu kosningum. „Píratar eru grasrótarhreyfing. Ekki þingflokkur. Það er ríkt í okkar menningu að sitja ekki að eilífu. Við erum ekki í pólitík til að vera í pólitík heldur til að leggja okkar að mörkum,“ segir Helgi Hrafn. Það sé fjöldi fólks innan hreyfingarinnar sem geti sinnt þingmennsku og vonandi bjóði sem flestir sig fram. Opnað var fyrir tilkynningar um framboð í prófkjöri síðast liðinn laugardag og getur fólk gert það fram til 3. mars. „Þá tekur við rúmlega vikulangt prófkjör þar sem meðlimir flokksins geta kosið sína frambjóðendur. Eftir það liggur fyrir listi sem þá býður sig fram,“ segir Helgi Hrafn. Framboðslistar ættu því að liggja að vera klárir um miðjan mars. Ferskar nálganir muni sjálfsagt fylgja nýju fólki og það sé mikilvægt. „Það er gott að velta þessu vel fyrir sér. Það er að hoppa svolítið út í djúpu að gera þetta. En þetta er gefandi, þetta er mikilvægt og á köflum er þetta gaman. Alla vega þegar vel gengur,“ segir Helgi Hrafn. Hann sé bjartsýnn á að Píratar fái þingmenn í Norðvestur og Norðausturkjördæmunum sem ekki tókst síðast. „Það munaði ekki endilega það miklu síðast að maður taldi. En ég trúi því auðvitað að okkur gangi mjög vel,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson.
Píratar Alþingi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Píratar vilja að fleiri en tveir geti verið í hjúskap Björn Leví Gunnarsson telur fráleitt að ríkið hafi með það að gera hversu margir eru skráðir í hjúskap. 13. janúar 2021 10:38 Jón Þór sækist ekki eftir endurkjöri Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, mun ekki gefa kost á sér í næstu alþingiskosningum. Þetta tilkynnti hann í dag samhliða því að opnað var fyrir skráningar í prófkjör Pírata. 9. janúar 2021 09:02 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Sjá meira
Píratar vilja að fleiri en tveir geti verið í hjúskap Björn Leví Gunnarsson telur fráleitt að ríkið hafi með það að gera hversu margir eru skráðir í hjúskap. 13. janúar 2021 10:38
Jón Þór sækist ekki eftir endurkjöri Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, mun ekki gefa kost á sér í næstu alþingiskosningum. Þetta tilkynnti hann í dag samhliða því að opnað var fyrir skráningar í prófkjör Pírata. 9. janúar 2021 09:02