„Fólk er bara að skipuleggja næstu daga á ferð og flugi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. janúar 2021 14:01 Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli. Skjáskot Sigurgeir Sigmundsson yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir að lögreglumenn á vellinum sjái oft merki þess að fólk ætli ekki að virða sóttkví. Það ætli sér beint í vinnu eða að ferðast um landið. Þeir sem hafni skimun við landamærin beri sumir fyrir sig „stjórnarskrárbundnum rétti“ eða hugnist ekki að láta úr sér lífsýni. Almennt gangi allt þó vel á landamærunum og nær allir velja að fara í tvöfalda skimun. Sóttvarnalæknir sendi í gær heilbrigðisráðherra nýja tillögu um fyrirkomulag við landamærin í ljósi þess að ráðuneytið taldi ekki lagastoð fyrir tillögum hans; hvorki tillöguna um að öllum verði gert skylt að fara í tvöfalda skimun með sóttkví á milli né tillögu hans um tveggja vikna dvöl í farsóttarhúsi. Þórólfur hefur þess í stað lagt til að farþegar framvísi vottorði um neikvætt Covid-próf, sem ekki megi vera eldra en 48 stunda gamalt. Tveggja vikna sóttkví eins og sprunga í stíflugarði Sigurgeir ítrekar í samtali við fréttastofu þá afstöðu sína sem hann lýsti á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag; að það sé óviðunandi að tillögur sóttvarnalæknis um aðgerðir á landamærum nái endurtekið ekki fram að ganga. Þörf sé á skjótri lagasetningu sem gefi sóttvarnalækni heimild til að grípa til þeirra aðgerða sem þurfi. Hann líkir fjórtán daga-sóttkvíarmöguleikanum við sprungu í stíflugarði. „Það er okkar afstaða að það hefði verið betra ef þessar tillögur Þórólfs hefðu farið í gegn. Við sjáum landamærin fyrir okkur svona núna, þegar allt er í kaldakol í löndunum í kringum okkur, þetta er bara eins og stíflugarður. Það er sprunga í honum, sprungan er þessi fjórtán daga möguleiki, að koma til landsins og neita að fara í sýnatöku og segjast ætla að fara í fjórtán daga sóttkví.“ Sumir á leið í bústað að skrifa bók Sigurgeir segir starf lögreglu á Keflavíkurflugvelli við eftirlit með komufarþegum almennt ganga vel. Um eitt prósent farþega velji að fara í tveggja vikna sóttkví en fjölmörgum sé snúið til tvöfaldrar skimunar með samtali. Þá hafi mikil breyting orðið eftir að gjaldtöku fyrir skimun var hætt 1. desember. En hvað einkennir þennan hóp sem velur að fara í fjórtán daga sóttkví? „Sumir standa bara fastir á sínu, „þetta er stjórnarskrárbundinn réttur“. Sumir eru að tala um lífsýni, að þeir vilji ekki láta taka úr sér lífsýni. En það eru alltaf einhverjir líka sem hafa góðar og gildar raunverulegar ástæður til að fara í tveggja vikna sóttkví. Fólk er að fara í sumarbústað að skrifa bók, þetta er tónlistarfólk sem er að fara út í sveit. Þannig að það gerist líka,“ segir Sigurgeir. Skelfilegar sögur frá leigubílstjórum Þá komi reglulega upp grunur um brot á sóttvarnareglum. Þegar slíkt gerist séu málin tilkynnt til lögreglu. „Við sjáum oft merki þess að fólk ætli ekki að halda sóttkví. Við heyrum að fólk er að tala um að fara í vinnu, það er að fara í ferðalög. Við sjáum fólk sem er klárlega ferðamenn og ætlar sér að fara beint að ferðast. Þá látum við lögreglu vita á þeim stað sem fólk er að fara,“ segir Sigurgeir. „Ég hef talað oft við leigubílstjóra og það sem þeir heyra farþega tala um er í raun alveg skelfilegt. Fólk er bara að skipuleggja næstu daga á ferð og flugi.“ Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smithlutfall í sumum flugvélum allt að tíu prósent Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur lagt það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að allir þeir sem hingað ferðast þurfi að framvísa neikvæðu prófi vegna kórónuveirunnar áður en þeir leggja af stað hingað til lands. 14. janúar 2021 11:35 Leggur til að fólk þurfi að framvísa vottorði til að komast til landsins Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra nýja tillögu um fyrirkomulag við landamærin í ljósi þess að ráðuneytið hefur tjáð honum að ekki sé lagastoð fyrir tillögum hans, hvorki tillöguna um að öllum verði gert skylt að fara í tvöfalda skimun með sóttkví á milli né tillögu hans um tveggja vikna dvöl í farsóttarhúsi. Þórólfur greindi frá þessu í Reykjavík síðdegis. 13. janúar 2021 17:20 Tvöföld skimun „alveg þess virði“ Lögreglan á Suðurnesjum hefur fylgst vel með komufarþegum á Keflavíkurflugvelli til þess að tryggja að allir þekki þær reglur sem eru í gildi. Heilbrigðisráðherra greindi frá því í gær að ákveðið hefði verið að fólk sem kemur hingað til landsins og kýs ekki að fara í skimun þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví í farsóttahúsi. 11. janúar 2021 20:56 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Sóttvarnalæknir sendi í gær heilbrigðisráðherra nýja tillögu um fyrirkomulag við landamærin í ljósi þess að ráðuneytið taldi ekki lagastoð fyrir tillögum hans; hvorki tillöguna um að öllum verði gert skylt að fara í tvöfalda skimun með sóttkví á milli né tillögu hans um tveggja vikna dvöl í farsóttarhúsi. Þórólfur hefur þess í stað lagt til að farþegar framvísi vottorði um neikvætt Covid-próf, sem ekki megi vera eldra en 48 stunda gamalt. Tveggja vikna sóttkví eins og sprunga í stíflugarði Sigurgeir ítrekar í samtali við fréttastofu þá afstöðu sína sem hann lýsti á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag; að það sé óviðunandi að tillögur sóttvarnalæknis um aðgerðir á landamærum nái endurtekið ekki fram að ganga. Þörf sé á skjótri lagasetningu sem gefi sóttvarnalækni heimild til að grípa til þeirra aðgerða sem þurfi. Hann líkir fjórtán daga-sóttkvíarmöguleikanum við sprungu í stíflugarði. „Það er okkar afstaða að það hefði verið betra ef þessar tillögur Þórólfs hefðu farið í gegn. Við sjáum landamærin fyrir okkur svona núna, þegar allt er í kaldakol í löndunum í kringum okkur, þetta er bara eins og stíflugarður. Það er sprunga í honum, sprungan er þessi fjórtán daga möguleiki, að koma til landsins og neita að fara í sýnatöku og segjast ætla að fara í fjórtán daga sóttkví.“ Sumir á leið í bústað að skrifa bók Sigurgeir segir starf lögreglu á Keflavíkurflugvelli við eftirlit með komufarþegum almennt ganga vel. Um eitt prósent farþega velji að fara í tveggja vikna sóttkví en fjölmörgum sé snúið til tvöfaldrar skimunar með samtali. Þá hafi mikil breyting orðið eftir að gjaldtöku fyrir skimun var hætt 1. desember. En hvað einkennir þennan hóp sem velur að fara í fjórtán daga sóttkví? „Sumir standa bara fastir á sínu, „þetta er stjórnarskrárbundinn réttur“. Sumir eru að tala um lífsýni, að þeir vilji ekki láta taka úr sér lífsýni. En það eru alltaf einhverjir líka sem hafa góðar og gildar raunverulegar ástæður til að fara í tveggja vikna sóttkví. Fólk er að fara í sumarbústað að skrifa bók, þetta er tónlistarfólk sem er að fara út í sveit. Þannig að það gerist líka,“ segir Sigurgeir. Skelfilegar sögur frá leigubílstjórum Þá komi reglulega upp grunur um brot á sóttvarnareglum. Þegar slíkt gerist séu málin tilkynnt til lögreglu. „Við sjáum oft merki þess að fólk ætli ekki að halda sóttkví. Við heyrum að fólk er að tala um að fara í vinnu, það er að fara í ferðalög. Við sjáum fólk sem er klárlega ferðamenn og ætlar sér að fara beint að ferðast. Þá látum við lögreglu vita á þeim stað sem fólk er að fara,“ segir Sigurgeir. „Ég hef talað oft við leigubílstjóra og það sem þeir heyra farþega tala um er í raun alveg skelfilegt. Fólk er bara að skipuleggja næstu daga á ferð og flugi.“
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smithlutfall í sumum flugvélum allt að tíu prósent Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur lagt það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að allir þeir sem hingað ferðast þurfi að framvísa neikvæðu prófi vegna kórónuveirunnar áður en þeir leggja af stað hingað til lands. 14. janúar 2021 11:35 Leggur til að fólk þurfi að framvísa vottorði til að komast til landsins Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra nýja tillögu um fyrirkomulag við landamærin í ljósi þess að ráðuneytið hefur tjáð honum að ekki sé lagastoð fyrir tillögum hans, hvorki tillöguna um að öllum verði gert skylt að fara í tvöfalda skimun með sóttkví á milli né tillögu hans um tveggja vikna dvöl í farsóttarhúsi. Þórólfur greindi frá þessu í Reykjavík síðdegis. 13. janúar 2021 17:20 Tvöföld skimun „alveg þess virði“ Lögreglan á Suðurnesjum hefur fylgst vel með komufarþegum á Keflavíkurflugvelli til þess að tryggja að allir þekki þær reglur sem eru í gildi. Heilbrigðisráðherra greindi frá því í gær að ákveðið hefði verið að fólk sem kemur hingað til landsins og kýs ekki að fara í skimun þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví í farsóttahúsi. 11. janúar 2021 20:56 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Smithlutfall í sumum flugvélum allt að tíu prósent Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur lagt það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að allir þeir sem hingað ferðast þurfi að framvísa neikvæðu prófi vegna kórónuveirunnar áður en þeir leggja af stað hingað til lands. 14. janúar 2021 11:35
Leggur til að fólk þurfi að framvísa vottorði til að komast til landsins Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra nýja tillögu um fyrirkomulag við landamærin í ljósi þess að ráðuneytið hefur tjáð honum að ekki sé lagastoð fyrir tillögum hans, hvorki tillöguna um að öllum verði gert skylt að fara í tvöfalda skimun með sóttkví á milli né tillögu hans um tveggja vikna dvöl í farsóttarhúsi. Þórólfur greindi frá þessu í Reykjavík síðdegis. 13. janúar 2021 17:20
Tvöföld skimun „alveg þess virði“ Lögreglan á Suðurnesjum hefur fylgst vel með komufarþegum á Keflavíkurflugvelli til þess að tryggja að allir þekki þær reglur sem eru í gildi. Heilbrigðisráðherra greindi frá því í gær að ákveðið hefði verið að fólk sem kemur hingað til landsins og kýs ekki að fara í skimun þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví í farsóttahúsi. 11. janúar 2021 20:56