Byssu miðað að enni Rutar Kára í Róm Stefán Árni Pálsson skrifar 14. janúar 2021 12:31 Rut Kára hafði margar sögur að segja. Rut Kára er einn vinsælasti innanhússarkitekt landsins. Hún lærði fagið á Ítalíu og átti góð ár þar bæði í náminu og eftir það. Rut Kára ræddi við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk í vikunni. Sögurnar sem hún segir frá Ítalíusögunni eru eins og lygasögur úr mafíumyndum og sjónvarpsþáttum. Hún kom heim með skottið milli lappanna en rétti hratt og örugglega úr sér og hefur síðan komið inn á 3.500 heimili á Íslandi, búið þau til, bætt þau og breytt þeim. Rut er þekkt fyrir að hafa ótrúlega gott auga fyrir hönnun, fegurð, hagnýtum aðstæðum og litum. Í spjallinu fer Rut yfir ferilinn og einnig tímann á Ítalíu þar sem hún lenti hendur betur í skrautlegri lífsreynslu þegar hún fór í bíó með vinkonu sinni. „Ég var svo opin fyrir ævintýrum að ég lenti bara í öllu á Ítalíu. Einu sinni fórum ég og Gunna vinkona mín í bíó og það merkilegt að hugsa til þess hvað tíminn hefur breyst mikið, það er eins og þú sért að tala við níræða konu á Grund en þarna fóru stelpur ekki einar út á kvöldin í Róm,“ segir Rut og heldur áfram. Klippa: Rut Kára fékk byssu upp við ennið í Róm „Stelpur milli tvítugt og 26 ára fóru ekki einar í bíó. Við tvær víkingarnir fórum á vespu í bíó og bíóið var búið svolítið seint og við vorum að drífa okkur heim. Gunna fer á vespunni í gegnum eitthvað hverfi sem enginn fer í gegnum á þessum tíma dags. Við sjáum strax að það er einhver að elta okkur á bíl og ég segi við Gunni farðu bara ógeðslega hratt og beygðu svo snöggt til hægri eða vinstri.“ Rut segir að þetta hafi verið eins og atriðið í bíómynd. „Við höldum að við höfum sloppið og búnar að hrista þá af okkur en þá keyra þeir í veg fyrir okkur. Þá eru þeir búnir að skella ofan á þakið sírenu og stoppa okkur og ekkert venjulega, þeir eru með byssu við ennið á okkur. Ég hugsaði, núna verð ég bara drepin. Þeir segjast vera úr eiturlyfja og morðdeildinni lögreglunnar. Það var janúar og dimmt og ég hugsaði að þetta yrðu endalokin, ég bara dey hér.“ „Það hafði einhver kærasti Gunni gefið henni stolið hjól. Þeir báðu okkur um að opna koffortið og hún gat það ekki, var ekki með lykil og þeir voru með það alveg á hreinu að við værum að selja dóp. Svo verður maður svo hræddur að við fórum eitthvað að rífa kjaft sem maður gerir ekki við þessa deild lögreglunnar. Þeir urðu alveg brjálaðir, hentu mér inn í bílinn og Gunna var tekin í öðrum bíl og fóru með okkur í fangelsi og við vorum bara þar yfir nótt. Ég var svo hrædd, ég var að deyja. Við fengum 1,2 milljónir líra í námslán á mánuði og þeir rukkuðu okkur akkúrat þá upphæð fyrir þetta.“ Snæbjörn talar við fólk Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Rut Kára ræddi við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk í vikunni. Sögurnar sem hún segir frá Ítalíusögunni eru eins og lygasögur úr mafíumyndum og sjónvarpsþáttum. Hún kom heim með skottið milli lappanna en rétti hratt og örugglega úr sér og hefur síðan komið inn á 3.500 heimili á Íslandi, búið þau til, bætt þau og breytt þeim. Rut er þekkt fyrir að hafa ótrúlega gott auga fyrir hönnun, fegurð, hagnýtum aðstæðum og litum. Í spjallinu fer Rut yfir ferilinn og einnig tímann á Ítalíu þar sem hún lenti hendur betur í skrautlegri lífsreynslu þegar hún fór í bíó með vinkonu sinni. „Ég var svo opin fyrir ævintýrum að ég lenti bara í öllu á Ítalíu. Einu sinni fórum ég og Gunna vinkona mín í bíó og það merkilegt að hugsa til þess hvað tíminn hefur breyst mikið, það er eins og þú sért að tala við níræða konu á Grund en þarna fóru stelpur ekki einar út á kvöldin í Róm,“ segir Rut og heldur áfram. Klippa: Rut Kára fékk byssu upp við ennið í Róm „Stelpur milli tvítugt og 26 ára fóru ekki einar í bíó. Við tvær víkingarnir fórum á vespu í bíó og bíóið var búið svolítið seint og við vorum að drífa okkur heim. Gunna fer á vespunni í gegnum eitthvað hverfi sem enginn fer í gegnum á þessum tíma dags. Við sjáum strax að það er einhver að elta okkur á bíl og ég segi við Gunni farðu bara ógeðslega hratt og beygðu svo snöggt til hægri eða vinstri.“ Rut segir að þetta hafi verið eins og atriðið í bíómynd. „Við höldum að við höfum sloppið og búnar að hrista þá af okkur en þá keyra þeir í veg fyrir okkur. Þá eru þeir búnir að skella ofan á þakið sírenu og stoppa okkur og ekkert venjulega, þeir eru með byssu við ennið á okkur. Ég hugsaði, núna verð ég bara drepin. Þeir segjast vera úr eiturlyfja og morðdeildinni lögreglunnar. Það var janúar og dimmt og ég hugsaði að þetta yrðu endalokin, ég bara dey hér.“ „Það hafði einhver kærasti Gunni gefið henni stolið hjól. Þeir báðu okkur um að opna koffortið og hún gat það ekki, var ekki með lykil og þeir voru með það alveg á hreinu að við værum að selja dóp. Svo verður maður svo hræddur að við fórum eitthvað að rífa kjaft sem maður gerir ekki við þessa deild lögreglunnar. Þeir urðu alveg brjálaðir, hentu mér inn í bílinn og Gunna var tekin í öðrum bíl og fóru með okkur í fangelsi og við vorum bara þar yfir nótt. Ég var svo hrædd, ég var að deyja. Við fengum 1,2 milljónir líra í námslán á mánuði og þeir rukkuðu okkur akkúrat þá upphæð fyrir þetta.“
Snæbjörn talar við fólk Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning