Segir smitin ekki dæmi um vanrækslu heldur árvekni starfsfólks Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. janúar 2021 10:39 Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og formaður farsóttarnefndar. Vísir/Vilhelm Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og formaður farsóttarnefndar, segir að það taki um sólarhring að átta sig nákvæmlega á stöðunni eftir að smit greindist á blóð- og krabbameinsdeild í gærkvöldi. Hann segir stöðuna býsna góða. „Við lokuðum deildinni fyrir innlögnum og erum búin að flytja sjúklinginn inn á smitsjúkdómadeild í einangrun. Nú höfum við stofnað til skimunar á öllu starfsfólkinu sem hefur komið að þessum einstaklingi og sjúklingum á deildinni. Niðurstöður þeirrar skimunar sennilega ekki fyrr en um þrjúleytið í dag,“ segir Már í samtali við fréttastofu. Tvö smit hafa komið upp á Landspítalanum í þessari viku; hitt greindist á þriðjudag á hjartadeild en í því tilfelli var smitið gamalt. Aðspurður hvort eitthvað megi leggja út af því að það komi upp tvö smit á spítalanum með svo skömmu millibili segir Már svo ekki vera. „Ekki annað en það að fólk er árvökult og við höfum ákveðnar vinnureglur varðandi flutning til dæmis á milli þjónustustiga í okkar kerfi. Svo er þetta líka klínískt mat, eins og í dæmi þessa einstaklings sem hér um ræðir þá er þetta klínískt mat sem leiðir til þess að þetta er greint. En þetta eru tveir óháðir atburðir og með sitthvoru laginu, þeir eru alls ótengdir og eru í raun ekki neinir palladómar eða neitt dæmi um einhverja vanrækslu eða eitthvað slíkt heldur meira dæmi um árvekni starfsfólksins að greina þetta,“ segir Már. Hann segir að vel hafi gengið að vinna úr smitinu á krabbameinsdeildinni. Viðbrögð við lokun deildar, skimun sjúklinga og starfsfólks hafi verið fumlaus. „Það tekur okkur sólarhring að átta okkur nákvæmlega á stöðu máls. Alveg eins og með hjartadeildina þá lá fyrir á innan við sólarhring hvers kyns var. Við erum með sama viðbragðið á þessari krabbameinsdeild. Hluti fólksins er í sóttkví, þeir sem taldir eru hafa verið útsettir á meðan við bíðum eftir niðurstöðunum og svo munum við taka afstöðu í ljósi þeirra gagna sem berast okkur næstu klukkutímana,“ segir Már. Sjúkrahúsið á Ísafirði er komið á hættustig vegna smitsins sem greindist á Landspítalanum í gær þar sem sjúklingurinn hafði á síðustu dögum notið þjónustu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Þrír starfsmenn á sjúkrahúsinu á Ísafirði eru í sóttkví og þrír til viðbótar í úrvinnslusóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
„Við lokuðum deildinni fyrir innlögnum og erum búin að flytja sjúklinginn inn á smitsjúkdómadeild í einangrun. Nú höfum við stofnað til skimunar á öllu starfsfólkinu sem hefur komið að þessum einstaklingi og sjúklingum á deildinni. Niðurstöður þeirrar skimunar sennilega ekki fyrr en um þrjúleytið í dag,“ segir Már í samtali við fréttastofu. Tvö smit hafa komið upp á Landspítalanum í þessari viku; hitt greindist á þriðjudag á hjartadeild en í því tilfelli var smitið gamalt. Aðspurður hvort eitthvað megi leggja út af því að það komi upp tvö smit á spítalanum með svo skömmu millibili segir Már svo ekki vera. „Ekki annað en það að fólk er árvökult og við höfum ákveðnar vinnureglur varðandi flutning til dæmis á milli þjónustustiga í okkar kerfi. Svo er þetta líka klínískt mat, eins og í dæmi þessa einstaklings sem hér um ræðir þá er þetta klínískt mat sem leiðir til þess að þetta er greint. En þetta eru tveir óháðir atburðir og með sitthvoru laginu, þeir eru alls ótengdir og eru í raun ekki neinir palladómar eða neitt dæmi um einhverja vanrækslu eða eitthvað slíkt heldur meira dæmi um árvekni starfsfólksins að greina þetta,“ segir Már. Hann segir að vel hafi gengið að vinna úr smitinu á krabbameinsdeildinni. Viðbrögð við lokun deildar, skimun sjúklinga og starfsfólks hafi verið fumlaus. „Það tekur okkur sólarhring að átta okkur nákvæmlega á stöðu máls. Alveg eins og með hjartadeildina þá lá fyrir á innan við sólarhring hvers kyns var. Við erum með sama viðbragðið á þessari krabbameinsdeild. Hluti fólksins er í sóttkví, þeir sem taldir eru hafa verið útsettir á meðan við bíðum eftir niðurstöðunum og svo munum við taka afstöðu í ljósi þeirra gagna sem berast okkur næstu klukkutímana,“ segir Már. Sjúkrahúsið á Ísafirði er komið á hættustig vegna smitsins sem greindist á Landspítalanum í gær þar sem sjúklingurinn hafði á síðustu dögum notið þjónustu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Þrír starfsmenn á sjúkrahúsinu á Ísafirði eru í sóttkví og þrír til viðbótar í úrvinnslusóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira