Greindist smitaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Samúel Karl Ólason skrifar 13. janúar 2021 23:38 Aðrar deildir muni aðstoða 11EG eftir þörfum og vonast er til þess að þjónusta spítalans við viðkvæman sjúklingahóp deildarinnar verði órofin. Vísir/Vilhelm Sjúklingur á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítala (11EG) greindist í kvöld smitaður af Covid-19. Innlagnir á deildina hafa því verið stöðvaðar og fara um þrjátíu sjúklingar og þrjátíu starfsmenn í skimun í fyrramálið. Í tilkynningu frá spítalanum segir að ekki sé vitað hvernig viðkomandi sjúklingur smitaðist en talið sé að hann hafi verið smitaður við innlögn. Smitrakning stendur yfir og fyrstu niðurstöður úr skimuninni ættu að liggja fyrir um hádegisbilið á morgun Þar segir einnig að smitið hafi greinst á níunda tímanum í kvöld og viðkomandi einstaklingar hafi verið settir í sóttkví eða vinnusóttkví B. Samhliða því hafi verið gripið til ítrustu sóttvarnaaðgerða á deildinni. Grípa þurfti til sambærilegra aðgerða á hjartadeild fyrir um sólarhring. Þar fór þó betur en á horfðist. Í áðurnefndri tilkynningu segir að þetta séu alvarlegir atburðir í starfsemi spítalans og viðbrögð við þeim séu umfangsmikil og útbreidd. Aðrar deildir muni aðstoða 11EG eftir þörfum og vonast sé til þess að þjónusta spítalans við þennan viðkvæma sjúklingahóp verði órofin og hnökralaus. Tilkynning Landspítalans í heild sinni: Inniliggjandi sjúklingur á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítala (11EG) fékk jákvætt svar við Covid-19 skimun um kl. 20 í kvöld, miðvikudaginn 13. janúar. Blóð- og krabbameinslækningadeild hefur því verið lokuð fyrir nýjum innlögnum, en er þó í fullri starfsemi. Um 30 sjúklingar og 30 starfsmenn verða skimaðir snemma í fyrramálið, fimmtudaginn 14. janúar. Um hádegisbil ættu fyrstu niðurstöður úr þeirri skimum að liggja fyrir. Viðkomandi einstaklingar eru ýmist í sóttkví eða vinnusóttkví B þar til þær niðurstöður berast. Samhliða hefur verið gripið hefur verið til ítrustu sóttvarnaaðgerða á deildinni. Ekki liggur fyrir hvernig sjúklingurinn smitaðist, en þó er talið líklegast að sjúklingurinn hafi þegar við innlögn verið smitaður. Smitrakning stendur yfir. Sjúklingurinn var lagður inn á 11EG síðdegis í gær, þriðjudaginn 12. janúar. Skimun leiddi í ljós virkt Covid-19 smit á níunda tímanum í kvöld. Sjúklingurinn hefur verið fluttur á smitsjúkdómadeild Landspítala (A7) í Fossvogi og settur í einangrun, vegna veikinda sinna. Sólarhringur er síðan Landspítali þurfti að grípa til svipaðs viðbragðs vegna smits sem kom upp á hjartadeild. Þetta eru alvarlegir atburðir í starfsemi spítalans og viðbragðið í kjölfarið því ætíð umfangsmikið og útbreitt. Aðrar deildir munu aðstoða 11EG eftir þörfum og vonir standa til þess að þjónusta spítalans við þennan viðkvæma sjúklingahóp verði órofin og hnökralaus. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Reyndist vera með gamalt kórónuveirusmit Betur fór en á horfðist þegar sjúklingur á hjartadeild Landspítalans greindist jákvæður fyrir kórónuveirunni í gær. Aðrir sjúklingar á deildinni og starfsmenn hennar reyndust allir neikvæðir. 13. janúar 2021 19:21 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Fleiri fréttir Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Sjá meira
Í tilkynningu frá spítalanum segir að ekki sé vitað hvernig viðkomandi sjúklingur smitaðist en talið sé að hann hafi verið smitaður við innlögn. Smitrakning stendur yfir og fyrstu niðurstöður úr skimuninni ættu að liggja fyrir um hádegisbilið á morgun Þar segir einnig að smitið hafi greinst á níunda tímanum í kvöld og viðkomandi einstaklingar hafi verið settir í sóttkví eða vinnusóttkví B. Samhliða því hafi verið gripið til ítrustu sóttvarnaaðgerða á deildinni. Grípa þurfti til sambærilegra aðgerða á hjartadeild fyrir um sólarhring. Þar fór þó betur en á horfðist. Í áðurnefndri tilkynningu segir að þetta séu alvarlegir atburðir í starfsemi spítalans og viðbrögð við þeim séu umfangsmikil og útbreidd. Aðrar deildir muni aðstoða 11EG eftir þörfum og vonast sé til þess að þjónusta spítalans við þennan viðkvæma sjúklingahóp verði órofin og hnökralaus. Tilkynning Landspítalans í heild sinni: Inniliggjandi sjúklingur á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítala (11EG) fékk jákvætt svar við Covid-19 skimun um kl. 20 í kvöld, miðvikudaginn 13. janúar. Blóð- og krabbameinslækningadeild hefur því verið lokuð fyrir nýjum innlögnum, en er þó í fullri starfsemi. Um 30 sjúklingar og 30 starfsmenn verða skimaðir snemma í fyrramálið, fimmtudaginn 14. janúar. Um hádegisbil ættu fyrstu niðurstöður úr þeirri skimum að liggja fyrir. Viðkomandi einstaklingar eru ýmist í sóttkví eða vinnusóttkví B þar til þær niðurstöður berast. Samhliða hefur verið gripið hefur verið til ítrustu sóttvarnaaðgerða á deildinni. Ekki liggur fyrir hvernig sjúklingurinn smitaðist, en þó er talið líklegast að sjúklingurinn hafi þegar við innlögn verið smitaður. Smitrakning stendur yfir. Sjúklingurinn var lagður inn á 11EG síðdegis í gær, þriðjudaginn 12. janúar. Skimun leiddi í ljós virkt Covid-19 smit á níunda tímanum í kvöld. Sjúklingurinn hefur verið fluttur á smitsjúkdómadeild Landspítala (A7) í Fossvogi og settur í einangrun, vegna veikinda sinna. Sólarhringur er síðan Landspítali þurfti að grípa til svipaðs viðbragðs vegna smits sem kom upp á hjartadeild. Þetta eru alvarlegir atburðir í starfsemi spítalans og viðbragðið í kjölfarið því ætíð umfangsmikið og útbreitt. Aðrar deildir munu aðstoða 11EG eftir þörfum og vonir standa til þess að þjónusta spítalans við þennan viðkvæma sjúklingahóp verði órofin og hnökralaus.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Reyndist vera með gamalt kórónuveirusmit Betur fór en á horfðist þegar sjúklingur á hjartadeild Landspítalans greindist jákvæður fyrir kórónuveirunni í gær. Aðrir sjúklingar á deildinni og starfsmenn hennar reyndust allir neikvæðir. 13. janúar 2021 19:21 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Fleiri fréttir Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Sjá meira
Reyndist vera með gamalt kórónuveirusmit Betur fór en á horfðist þegar sjúklingur á hjartadeild Landspítalans greindist jákvæður fyrir kórónuveirunni í gær. Aðrir sjúklingar á deildinni og starfsmenn hennar reyndust allir neikvæðir. 13. janúar 2021 19:21