Reyndist vera með gamalt kórónuveirusmit Heimir Már Pétursson skrifar 13. janúar 2021 19:21 Betur fór en á horfðist þegar sjúklingur á hjartadeild Landspítalans greindist jákvæður fyrir kórónuveirunni í gær. Aðrir sjúklingar á deildinni og starfsmenn hennar reyndust allir neikvæðir. Sjúklingur sem var útskrifaður af hjartadeildinni í gær til heimahjúkrunar eftir nokkurra vikna dvöl á spítalanum reyndist jákvæður í öryggisprófun sem gerð er á öllum sem útskrifast og fá þjónustu heilbrigðisstarfsmanna utan spítalans. Már Kristjánsson yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans alla sjúklinga sem eru útskrifaðir af spítalanum en muni njóta heilbrigðisþjónustu utan spítalans skimaða. Már Kristjánsson segir að farið sé eftir reglum farsóttarnefndar þegar smit greinist á einstökum starfseiningum Landspítalans.Stöð 2/Sigurjón „Þegar gerð er hjá honum mæling á mótefnum reynist hann vera með mótefni. Sem bendir til að sýkingin sé eldri en ekki bráð. Þannig að það er ekki um það að ræða að það sé smit inni á deildinni núna,“ segir Már. Spítalinn greip strax til víðtækra ráðstafana í gær og lokaði hjartadeildinni fyrir innlögnum nýrra sjúklinga. Þá voru allir starfsmenn deildarinnar og rúmlega þrjátíu sjúklingar settir í sýnatöku og komu síðustu niðurstöðurnar fram um hádegi í dag. Hvorki sjúklingar né starfsfólk reyndist smitað. Hjartadeildinni var lokað til varúðar um sinn. Er búið að opna hana aftur? „Já. Hún var opnuð um eitt leytið í dag og er núna í fullri starfsemi og þar eru viðfangsefnin eins og vanalega,“ segir Már. Farið hafi verið eftir vinnureglum farsóttarnefndar þegar smit komi upp á einstökum starfseiningum. „Við frystum ástandið. Það er að segja við lokum fyrir innlagnir, Við skimum sjúklinga og starfsmenn til að kortleggja ástandið. Það er nákvæmlega það sem var gert í þessu tilviki og tók ekki nema innan við sólarhring að greiða úr þessu,“ segir Már Kristjánsson. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vongóður um að staðan á Landakoti sé ekki að endurtaka sig Yfirlæknir hjartadeildar Landspítalans er vongóður um að staðan á Landakoti í október sé ekki að endurtaka sig. Hvorki starfsmenn né sjúklingar á hjartadeild hafi greinst með kórónuveiruna í umfangsmiklum prófunum sem hófust á deildinni í gær eftir að einn sjúklinga greindist jákvæður við útskrift í gærdag. 13. janúar 2021 11:50 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Sjúklingur sem var útskrifaður af hjartadeildinni í gær til heimahjúkrunar eftir nokkurra vikna dvöl á spítalanum reyndist jákvæður í öryggisprófun sem gerð er á öllum sem útskrifast og fá þjónustu heilbrigðisstarfsmanna utan spítalans. Már Kristjánsson yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans alla sjúklinga sem eru útskrifaðir af spítalanum en muni njóta heilbrigðisþjónustu utan spítalans skimaða. Már Kristjánsson segir að farið sé eftir reglum farsóttarnefndar þegar smit greinist á einstökum starfseiningum Landspítalans.Stöð 2/Sigurjón „Þegar gerð er hjá honum mæling á mótefnum reynist hann vera með mótefni. Sem bendir til að sýkingin sé eldri en ekki bráð. Þannig að það er ekki um það að ræða að það sé smit inni á deildinni núna,“ segir Már. Spítalinn greip strax til víðtækra ráðstafana í gær og lokaði hjartadeildinni fyrir innlögnum nýrra sjúklinga. Þá voru allir starfsmenn deildarinnar og rúmlega þrjátíu sjúklingar settir í sýnatöku og komu síðustu niðurstöðurnar fram um hádegi í dag. Hvorki sjúklingar né starfsfólk reyndist smitað. Hjartadeildinni var lokað til varúðar um sinn. Er búið að opna hana aftur? „Já. Hún var opnuð um eitt leytið í dag og er núna í fullri starfsemi og þar eru viðfangsefnin eins og vanalega,“ segir Már. Farið hafi verið eftir vinnureglum farsóttarnefndar þegar smit komi upp á einstökum starfseiningum. „Við frystum ástandið. Það er að segja við lokum fyrir innlagnir, Við skimum sjúklinga og starfsmenn til að kortleggja ástandið. Það er nákvæmlega það sem var gert í þessu tilviki og tók ekki nema innan við sólarhring að greiða úr þessu,“ segir Már Kristjánsson.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vongóður um að staðan á Landakoti sé ekki að endurtaka sig Yfirlæknir hjartadeildar Landspítalans er vongóður um að staðan á Landakoti í október sé ekki að endurtaka sig. Hvorki starfsmenn né sjúklingar á hjartadeild hafi greinst með kórónuveiruna í umfangsmiklum prófunum sem hófust á deildinni í gær eftir að einn sjúklinga greindist jákvæður við útskrift í gærdag. 13. janúar 2021 11:50 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Vongóður um að staðan á Landakoti sé ekki að endurtaka sig Yfirlæknir hjartadeildar Landspítalans er vongóður um að staðan á Landakoti í október sé ekki að endurtaka sig. Hvorki starfsmenn né sjúklingar á hjartadeild hafi greinst með kórónuveiruna í umfangsmiklum prófunum sem hófust á deildinni í gær eftir að einn sjúklinga greindist jákvæður við útskrift í gærdag. 13. janúar 2021 11:50