The New York Times greindi frá málinu en virði rafmyntarinnar er nú í hæstu hæðum. Eitt Bitcoin er virði tæplega 4,5 milljóna króna og fékk Thomas 7.002 einingar í greiðslu fyrir að búa til myndband um hvernig rafmyntir virka fyrir rúmum áratug.
Þá var myntin ekki virði nema fáeinna bandaríkjadala og geymdi Thomas veskið á hörðum diski og skrifaði lykilorðið á blað sem nú er týnt. Eftir tíu rangar ágiskanir verður disknum læst og veskið óaðgengilegt.
Alex Stamos, fyrrverandi yfirmaður öryggismála hjá Facebook, bauð Thomas aðstoð sína á Twitter, sagðist geta komist framhjá lykilorðinu í skiptum fyrir tíu prósenta hlut.
Samkvæmt breska ríkisútvarpinu er þetta ekki í fyrsta skipti sem menn verða af milljörðum vegna tapaðra Bitcoin-veskja. Talið er að Bitcoin-einingar að andvirði átján billjóna króna séu fastar í læstum veskjum.