Fresta breytingum á skimun eftir mikla gagnrýni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. janúar 2021 15:50 Svandís Svavarsdóttir hefur ákveðið að fresta umdeildum breytingum um ótiltekinn tíma. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fresta um ótiltekinn tíma breytingum á neðri mörkum aldursviðmiða vegna lýðgrundaðra skimana fyrir brjóstakrabbameinum. Kynna þurfi betur áformaðar breytingar og fagleg rök að baki þeim. Ákvörðun um að hækka efri mörk aldursviðmiðanna úr 69 árum í 74 ár stendur óbreytt. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins. Krabbameinsskimanir voru í byrjun árs færðar frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslu og Landspítala. Um leið var ákveðið að bjóða konum ekki boðið upp á brjóstaskimanir fyrr en við fimmtugt í stað fertugt eins og áður var. Breytingin sætti mikilli gagnrýni en hátt í 33 þúsund undirskriftir höfðu safnast á innan við tveimur sólarhringum þar sem þess var krafist að breytingarnar yrðu endurskoðaðar. Brjóstaskurðlæknir sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hafa efasemdir um þá ákvörðun að hefja skimun fyrir brjóstakrabbameini um fimmtugt í stað fertugs. Ísland sé í aðstöðu til að gera betur og miða þjónustuna við hverja konu. „Skimunarráð sem starfar á vegum embættis landlæknis fjallar um fyrirkomulag skimana fyrir krabbameinum á faglegum forsendum og byggir á bestu þekkingu hverju sinni. Það er mat skimunarráðs að breyta skuli aldursviðmiðum brjóstaskimana þannig að skimanir hefjist ekki fyrr en við 50 ára aldur en að efri aldursmörkin hækki úr 69 árum í 74. Tillaga um að hækka lægri aldursviðmiðin var fyrst lögð fram árið 2016 af hálfu embættis landlæknis og aftur á liðnu ári þar sem embætti landlæknis byggði á niðurstöðum skimunarráðs þess efnis,“ segir í tilkynningu á vef ráðuneytisins. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hvorki hafa forsendur né ástæður til að draga í efa faglegt mat sérfræðinga skimunarráðs eða embættis landlæknis um aldursviðmið krabbameinsskimana. Aftur á móti sé þarna um nokkuð miklar breytingar að ræða varðandi neðri aldursviðmiðin sem skiljanlega veki ýmsar spurningar, ekki síst hjá þeim konum sem eiga í hlut. „Það er alveg ljóst af umræðum síðustu daga að þessa breytingu þarf að kynna betur og því hef ég ákveðið að fresta gildistöku þessarar breytingar varðandi skimun krabbameina í brjóstum“. Fréttin er í vinnslu. Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Tengdar fréttir Brjóstaskurðlæknir hefur efasemdir um að seinka skimun á brjóstakrabbameini Brjóstaskurðlæknir hefur efasemdir um þá ákvörðun að hefja skimun fyrir brjóstakrabbameini um fimmtugt í stað fertugs. Ísland sé í aðstöðu til að gera betur og miða þjónustuna við hverja konu. 12. janúar 2021 20:01 Fóru ekki eftir tillögum fyrrverandi yfirlæknis um brjóstaskimun Fyrrverandi yfirlæknir og sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélagsins telur að heppilegra hefði verið að fara hægar í það að hækka aldurinn fyrir brjóstaskimunum kvenna úr 40 árum í 50 ár. Hann lagði til við skimunarráð að konum sem nú þegar eru byrjaðar í skimun yrði áfram fylgt eftir en ekki var farið að hans ráðum. Tæplega tíu þúsund hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem nýjar reglur eru gagnrýndar. 12. janúar 2021 13:17 Safna undirskriftum gegn því að brjóstaskimun hefjist ekki fyrr en við fimmtugt Hafin er undirskriftasöfnun gegn þeirri ákvörðun heilbrigðisyfirvalda að hefja ekki skimun fyrir krabbameini í brjóstum kvenna fyrr en við fimmtugt. Söfnunin hófst í gærkvöldi og þegar þetta er skrifað hafa 6.600 manns skrifað undir. 12. janúar 2021 10:25 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins. Krabbameinsskimanir voru í byrjun árs færðar frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslu og Landspítala. Um leið var ákveðið að bjóða konum ekki boðið upp á brjóstaskimanir fyrr en við fimmtugt í stað fertugt eins og áður var. Breytingin sætti mikilli gagnrýni en hátt í 33 þúsund undirskriftir höfðu safnast á innan við tveimur sólarhringum þar sem þess var krafist að breytingarnar yrðu endurskoðaðar. Brjóstaskurðlæknir sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hafa efasemdir um þá ákvörðun að hefja skimun fyrir brjóstakrabbameini um fimmtugt í stað fertugs. Ísland sé í aðstöðu til að gera betur og miða þjónustuna við hverja konu. „Skimunarráð sem starfar á vegum embættis landlæknis fjallar um fyrirkomulag skimana fyrir krabbameinum á faglegum forsendum og byggir á bestu þekkingu hverju sinni. Það er mat skimunarráðs að breyta skuli aldursviðmiðum brjóstaskimana þannig að skimanir hefjist ekki fyrr en við 50 ára aldur en að efri aldursmörkin hækki úr 69 árum í 74. Tillaga um að hækka lægri aldursviðmiðin var fyrst lögð fram árið 2016 af hálfu embættis landlæknis og aftur á liðnu ári þar sem embætti landlæknis byggði á niðurstöðum skimunarráðs þess efnis,“ segir í tilkynningu á vef ráðuneytisins. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hvorki hafa forsendur né ástæður til að draga í efa faglegt mat sérfræðinga skimunarráðs eða embættis landlæknis um aldursviðmið krabbameinsskimana. Aftur á móti sé þarna um nokkuð miklar breytingar að ræða varðandi neðri aldursviðmiðin sem skiljanlega veki ýmsar spurningar, ekki síst hjá þeim konum sem eiga í hlut. „Það er alveg ljóst af umræðum síðustu daga að þessa breytingu þarf að kynna betur og því hef ég ákveðið að fresta gildistöku þessarar breytingar varðandi skimun krabbameina í brjóstum“. Fréttin er í vinnslu.
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Tengdar fréttir Brjóstaskurðlæknir hefur efasemdir um að seinka skimun á brjóstakrabbameini Brjóstaskurðlæknir hefur efasemdir um þá ákvörðun að hefja skimun fyrir brjóstakrabbameini um fimmtugt í stað fertugs. Ísland sé í aðstöðu til að gera betur og miða þjónustuna við hverja konu. 12. janúar 2021 20:01 Fóru ekki eftir tillögum fyrrverandi yfirlæknis um brjóstaskimun Fyrrverandi yfirlæknir og sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélagsins telur að heppilegra hefði verið að fara hægar í það að hækka aldurinn fyrir brjóstaskimunum kvenna úr 40 árum í 50 ár. Hann lagði til við skimunarráð að konum sem nú þegar eru byrjaðar í skimun yrði áfram fylgt eftir en ekki var farið að hans ráðum. Tæplega tíu þúsund hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem nýjar reglur eru gagnrýndar. 12. janúar 2021 13:17 Safna undirskriftum gegn því að brjóstaskimun hefjist ekki fyrr en við fimmtugt Hafin er undirskriftasöfnun gegn þeirri ákvörðun heilbrigðisyfirvalda að hefja ekki skimun fyrir krabbameini í brjóstum kvenna fyrr en við fimmtugt. Söfnunin hófst í gærkvöldi og þegar þetta er skrifað hafa 6.600 manns skrifað undir. 12. janúar 2021 10:25 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Brjóstaskurðlæknir hefur efasemdir um að seinka skimun á brjóstakrabbameini Brjóstaskurðlæknir hefur efasemdir um þá ákvörðun að hefja skimun fyrir brjóstakrabbameini um fimmtugt í stað fertugs. Ísland sé í aðstöðu til að gera betur og miða þjónustuna við hverja konu. 12. janúar 2021 20:01
Fóru ekki eftir tillögum fyrrverandi yfirlæknis um brjóstaskimun Fyrrverandi yfirlæknir og sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélagsins telur að heppilegra hefði verið að fara hægar í það að hækka aldurinn fyrir brjóstaskimunum kvenna úr 40 árum í 50 ár. Hann lagði til við skimunarráð að konum sem nú þegar eru byrjaðar í skimun yrði áfram fylgt eftir en ekki var farið að hans ráðum. Tæplega tíu þúsund hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem nýjar reglur eru gagnrýndar. 12. janúar 2021 13:17
Safna undirskriftum gegn því að brjóstaskimun hefjist ekki fyrr en við fimmtugt Hafin er undirskriftasöfnun gegn þeirri ákvörðun heilbrigðisyfirvalda að hefja ekki skimun fyrir krabbameini í brjóstum kvenna fyrr en við fimmtugt. Söfnunin hófst í gærkvöldi og þegar þetta er skrifað hafa 6.600 manns skrifað undir. 12. janúar 2021 10:25