„Ekki smíða spegil nema þú sért tilbúinn til að spegla þig í honum sjálfur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. janúar 2021 11:51 Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, og Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins. Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins, segir ekki hægt að tengja baráttuaðferðir félagsins við aðferðir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta. Hún segist fyrst hafa hugsað með sér að hún þyrfti ekki að svara grein Elliða Vignissonar, bæjarstjóra Ölfuss, þar sem hann sagði talsmenn félagsins nota sömu aðferðir og Trump. Elliði hafi hins vegar ekki verið eini Sjálfstæðismaðurinn sem hafi dregið upp þennan samanburð, líkt og Vísir fjallaði um á mánudag, og kveðst Katrín þá hafa hugsað með sér að þetta væri smjörklípa. Hún ræddi þetta mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði orðið „smjörklípu“ útskýra vel ákveðna tækni í stjórnmálum. Það mætti rekja til ömmu Davíðs Oddssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, sem hefði ekki nennt að hlusta á köttinn mjálma eftir mat. Þakkaði Elliða fyrir að búa til þennan tjáningarglugga „Þá setti hún smá smjör í feldinn og hann fór að sleikja feldinn og gleymdi því algjörlega að hann væri svangur. Þá þarf ég að spyrja mig núna „Nenni ég hérna að sleikja á mér feldinn og tala um það að ég sé alls ekki eins og Trump?““ Hvað ef það er eitthvað fólk þarna úti sem hefur ekki forsendur til að meta það og sjá í gegnum þessa lygi? Þá fer ég að hugsa „Já, það þarf að svara þessu,““ sagði Katrín. Hún sagðist þakka Elliða fyrir að búa til þennan tjáningarglugga fyrir hana til þess að tala um stjórnarskrána og lýðræðið þar sem henni þætti mjög gaman að tala um stjórnarskrárbaráttuna. Þá sagði hún að ef hún ætti að svara Elliða í einni setningu þá væri það með eftirfarandi hætti: „Ekki smíða spegil nema þú sért tilbúinn til að spegla þig í honum sjálfur.“ Katrín listaði síðan upp nokkrar spurningar sem hún svaraði, meðal annars hvort framið hefði verið valdarán á Íslandi árið 2008. Svarið við því væri nei og vísaði hún í dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir níumenningunum svokölluðu sem sýknaði þá fyrir árás á Alþingi. Hún spurði einnig hvort framið hefði verið valdarán á Íslandi árið 2012 þegar það fram fór þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá. „Öll barátta stjórnarskrársinna er friðsöm“ „Að vissu leyti er hægt að segja já við því, því eftir lögmæta þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrána lögðust Sjálfstæðismenn í málþóf til að stöðva það að málið kæmist til atkvæðagreiðslu í þinginu og allar götur síðan þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn barist gegn því að lýðræðislegur vilji þjóðarinnar nái fram að ganga í þessu risavaxna máli. Samt er þjóðin stjórnarskrárgjafinn. Ef að Elliða þykir svona vænt um leikreglur lýðræðisins þá ætti hann í raun að spegla sig í þessari staðreynd á hverjum einasta morgni á meðan hann rakar sig,“ sagði Katrín. Þá væri svarið við þeirri spurningu hvort hægt væri að tengja baráttuaðferðir Stjórnarskrárfélagsins við aðferðir Trump einfalt nei. „Svarið við þeirri spurningu er mjög einfalt nei. Hvorki Nýja stjórnarskráin né Stjórnarskrárfélagið voru til árið 2008 þegar ég lét þessi orð falla. Ég krafðist fyrst og fremst kosninga. Það hentar hins vegar ekki fólki sem viðhefur þennan málflutning að taka það fram. Það er ákveðið „fake news“ sem blikkar þegar verið er að stilla þessu svona upp hlið við hlið vegna þess að öll barátta stjórnarskrársinna er friðsöm og hvorki Elliði né nokkur annar á nokkur dæmi um annað,“ sagði Katrín. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Stjórnarskrá Bítið Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Hún segist fyrst hafa hugsað með sér að hún þyrfti ekki að svara grein Elliða Vignissonar, bæjarstjóra Ölfuss, þar sem hann sagði talsmenn félagsins nota sömu aðferðir og Trump. Elliði hafi hins vegar ekki verið eini Sjálfstæðismaðurinn sem hafi dregið upp þennan samanburð, líkt og Vísir fjallaði um á mánudag, og kveðst Katrín þá hafa hugsað með sér að þetta væri smjörklípa. Hún ræddi þetta mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði orðið „smjörklípu“ útskýra vel ákveðna tækni í stjórnmálum. Það mætti rekja til ömmu Davíðs Oddssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, sem hefði ekki nennt að hlusta á köttinn mjálma eftir mat. Þakkaði Elliða fyrir að búa til þennan tjáningarglugga „Þá setti hún smá smjör í feldinn og hann fór að sleikja feldinn og gleymdi því algjörlega að hann væri svangur. Þá þarf ég að spyrja mig núna „Nenni ég hérna að sleikja á mér feldinn og tala um það að ég sé alls ekki eins og Trump?““ Hvað ef það er eitthvað fólk þarna úti sem hefur ekki forsendur til að meta það og sjá í gegnum þessa lygi? Þá fer ég að hugsa „Já, það þarf að svara þessu,““ sagði Katrín. Hún sagðist þakka Elliða fyrir að búa til þennan tjáningarglugga fyrir hana til þess að tala um stjórnarskrána og lýðræðið þar sem henni þætti mjög gaman að tala um stjórnarskrárbaráttuna. Þá sagði hún að ef hún ætti að svara Elliða í einni setningu þá væri það með eftirfarandi hætti: „Ekki smíða spegil nema þú sért tilbúinn til að spegla þig í honum sjálfur.“ Katrín listaði síðan upp nokkrar spurningar sem hún svaraði, meðal annars hvort framið hefði verið valdarán á Íslandi árið 2008. Svarið við því væri nei og vísaði hún í dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir níumenningunum svokölluðu sem sýknaði þá fyrir árás á Alþingi. Hún spurði einnig hvort framið hefði verið valdarán á Íslandi árið 2012 þegar það fram fór þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá. „Öll barátta stjórnarskrársinna er friðsöm“ „Að vissu leyti er hægt að segja já við því, því eftir lögmæta þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrána lögðust Sjálfstæðismenn í málþóf til að stöðva það að málið kæmist til atkvæðagreiðslu í þinginu og allar götur síðan þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn barist gegn því að lýðræðislegur vilji þjóðarinnar nái fram að ganga í þessu risavaxna máli. Samt er þjóðin stjórnarskrárgjafinn. Ef að Elliða þykir svona vænt um leikreglur lýðræðisins þá ætti hann í raun að spegla sig í þessari staðreynd á hverjum einasta morgni á meðan hann rakar sig,“ sagði Katrín. Þá væri svarið við þeirri spurningu hvort hægt væri að tengja baráttuaðferðir Stjórnarskrárfélagsins við aðferðir Trump einfalt nei. „Svarið við þeirri spurningu er mjög einfalt nei. Hvorki Nýja stjórnarskráin né Stjórnarskrárfélagið voru til árið 2008 þegar ég lét þessi orð falla. Ég krafðist fyrst og fremst kosninga. Það hentar hins vegar ekki fólki sem viðhefur þennan málflutning að taka það fram. Það er ákveðið „fake news“ sem blikkar þegar verið er að stilla þessu svona upp hlið við hlið vegna þess að öll barátta stjórnarskrársinna er friðsöm og hvorki Elliði né nokkur annar á nokkur dæmi um annað,“ sagði Katrín. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Stjórnarskrá Bítið Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira