Telegraph greinir frá þessu. Barclay var ásamt tvíburabróður sínum, Sir Frederick Barclay, eigandi Telegraph Media Group.
Sunday Times greinir frá því að auður tvíburanna hafi á síðasta ári verið metinn á um sjö milljarða punda, um 1.230 milljarðar króna.
Auk þess að vera áberandi í heimi fjölmiðla byggðu þeir David og Frederick Barclay upp veldi þar sem þeir áttu fjölda hótela, flutninga- og smávörufyrirtækja. Þeir bræður eignuðust Telegraph að fullu árið 2004.
David Barclay lætur eftir eiginkonu, fjóra syni og níu barnabörn.