Vicky Jepson var í dag sagt upp sem þjálfara kvennaliðs Liverpool í knattspyrnu. Þetta staðfesti félagið fyrr í dag en gengi liðsins hefur ekki verið sem skyldi á leiktíðinni.
Thank you for everything, Vicky pic.twitter.com/v4LEWapWwU
— Liverpool FC Women (@LiverpoolFCW) January 12, 2021
Liðið hefur dalað hratt undanfarin ár og féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Liðinu var spáð afgerandi sigur í ensku B-deildinni fyrir yfirstandandi leiktíð en situr sem stendur í þriðja sæti með 21 stig þegar ellefu leikjum er lokið.
Liverpool er fimm stigum á eftir Durham sem er í öðru sæti með 26 stig og átta stigum á eftir Leicester City sem er á toppi deildarinnar með 29 stig. Bæði lið hafa leikið einum leik meira en Liverpool.
Aðstoðarþjálfari liðsins, Amber Whiteley, mun stýra liðinu á meðan félagið leitar að nýjum aðalþjálfara.