Brottförum fækkaði um eina og hálfa milljón árið 2020 Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. janúar 2021 13:04 Farþegum um Keflavíkurflugvöll hefur fækkað mjög vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/vilhelm Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru tæplega 480 þúsund árið 2020 eða um 1,5 milljón færri en árið 2019, samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. Fækkunin milli ára nemur 75,9 prósent. Ekki hafa svo fáar brottfarir mælst í tíu ár, að því er segir í tilkynningu frá Ferðamálastofu. Sjö af hverjum tíu sem fóru af landinu árið 2020 fóru á tímabilinu janúar til mars, eða um 333 þúsund, og um fjórðungur yfir sumarmánuðina, eða um 115 þúsund manns. Brottförum erlendra farþega fækkaði alla mánuði 2020 frá fyrra ári og nam fækkunin meira en 90 prósent sjö mánuði ársins. Brottförum í sumar fækkaði um 562 þúsund milli ára, eða um 83 prósent. Um sex prósent brottfara árið 2020 voru farnar sjö mánuði ársins eða á tímabilinu apríl til maí og á tímabilinu september til desember. „Leita þarf tíu ár aftur í tímann til að sjá álíka fjölda brottfara erlendra farþega eða til ársins 2010 en þá mældist fjöldi þeirra um 459 þúsund,“ segir í tilkynningu Ferðamálastofu. Í töflunni hér að ofan má sjá nánari útlistun á brottförum eftir mánuðum en þeim fækkaði á bilinu 10-15% í janúar til febrúar, um ríflega 50% í mars, um 80% í júlí og um 75% í ágúst. Aðra mánuði ársins fækkaði brottförum um meira en 90% milli ára eða í apríl, maí, júní, september, október, nóvember og desember. Flestar brottfarir, eða 101 þúsund, voru af hálfu Breta. Þær voru um þrisvar sinnum færri en árið 2019. „Brottfarir Bandaríkjamanna komu þar á eftir en þær mældust um 52 þúsund árið 2020 og fækkaði um 411 þúsund milli ára eða 88,7%. Í þriðja sæti voru brottfarir Þjóðverja, um 43 þúsund talsins og fækkaði þeim um 88 þúsund frá árinu 2019 eða um 66,9%. Samtals voru brottfarir Breta, Bandaríkjamanna og Þjóðverja um tvær af hverjum fimm (41,4%),“ segir í tilkynningu. Brottfarir Íslendinga voru um 130 þúsund talsins árið 2020 eða um 481 þúsund færri en árið 2019. Fækkunin nemur 78,7 prósent milli ára. Flestar brottfarir voru farnar á tímabilinu janúar til mars eða 67,8 prósent. Brottfarir Íslendinga hafa ekki mælst svo fáar frá því Ferðamálastofa hóf talningar árið 2002. Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Sjö af hverjum tíu sem fóru af landinu árið 2020 fóru á tímabilinu janúar til mars, eða um 333 þúsund, og um fjórðungur yfir sumarmánuðina, eða um 115 þúsund manns. Brottförum erlendra farþega fækkaði alla mánuði 2020 frá fyrra ári og nam fækkunin meira en 90 prósent sjö mánuði ársins. Brottförum í sumar fækkaði um 562 þúsund milli ára, eða um 83 prósent. Um sex prósent brottfara árið 2020 voru farnar sjö mánuði ársins eða á tímabilinu apríl til maí og á tímabilinu september til desember. „Leita þarf tíu ár aftur í tímann til að sjá álíka fjölda brottfara erlendra farþega eða til ársins 2010 en þá mældist fjöldi þeirra um 459 þúsund,“ segir í tilkynningu Ferðamálastofu. Í töflunni hér að ofan má sjá nánari útlistun á brottförum eftir mánuðum en þeim fækkaði á bilinu 10-15% í janúar til febrúar, um ríflega 50% í mars, um 80% í júlí og um 75% í ágúst. Aðra mánuði ársins fækkaði brottförum um meira en 90% milli ára eða í apríl, maí, júní, september, október, nóvember og desember. Flestar brottfarir, eða 101 þúsund, voru af hálfu Breta. Þær voru um þrisvar sinnum færri en árið 2019. „Brottfarir Bandaríkjamanna komu þar á eftir en þær mældust um 52 þúsund árið 2020 og fækkaði um 411 þúsund milli ára eða 88,7%. Í þriðja sæti voru brottfarir Þjóðverja, um 43 þúsund talsins og fækkaði þeim um 88 þúsund frá árinu 2019 eða um 66,9%. Samtals voru brottfarir Breta, Bandaríkjamanna og Þjóðverja um tvær af hverjum fimm (41,4%),“ segir í tilkynningu. Brottfarir Íslendinga voru um 130 þúsund talsins árið 2020 eða um 481 þúsund færri en árið 2019. Fækkunin nemur 78,7 prósent milli ára. Flestar brottfarir voru farnar á tímabilinu janúar til mars eða 67,8 prósent. Brottfarir Íslendinga hafa ekki mælst svo fáar frá því Ferðamálastofa hóf talningar árið 2002.
Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira