Alls hafa rúmlega 3.600 manns tekið þátt í björgunarstörfum þar sem einnig hefur verið notast við þrettán þyrlur, 54 stærri skip og tuttugu minni báta. Tafir urðu á leitinni að flugritanum eftir að búnaður sem notaður var til leitarinnar eyðilagðist.
Áður hefur verið greint frá því að búið væri að finna brak úr vélinni og líkamsleifar á leitarsvæðinu.
Vél Sriwijaya Air, SJ182, hóf sig á loft frá flugvellinum í höfuðborginni Jakarta á laugardaginn var en hvarf á leið sinni til eyjunnar Borneó.
Talið er víst að allir innanborðs hafi farist í slysinu.