Hestar háma í sig jólatré í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. janúar 2021 20:04 Hestarnir hjá Katrínu háma í sig jólatrén og eru hæst ánægðir með að fá að njóta trjánna, sem fólk hafði inni í stofu hjá sér um jólin. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sex hestar í Þorlákshöfn lifa sældarlífi þessa dagana því þeir fá að éta jólatré út í gerðinu sínu, sem þeir gera með bestu lyst. Katrín Stefánsdóttir er með sex hesta í Þorlákshöfn, sem hún hefur mjög gaman af enda fátt skemmtilegra hjá henni en að hugsa um hestana og ríða út. Hún hefur það sem reglu eftir hver jól að gefa hestunum sínum jólatré út í gerði, sem þeir þiggja með þökkum. „Hrossin eru alveg vitlaus í þetta, svo fer ég bara í Sorpu og sæki fleiri þegar þessu eru búin. Hestarnir éta trén til agna, skilja bara stofnin eftir, svo finnst þeim líka gaman að hafa eitthvað fyrir stafni í gerðinu,“ segir Katrín. Katrín segist vera viss um að hestarnir hafi gott af jólatrjánum, það séu einhver efni í þeim, sem þeir eru að sækjast eftir. Katrín Stefánsdóttir, hestakona með meiru í Þorlákshöfn, sem elskar hestana sína og ekki síður að fá að sinna þeim á hverjum degi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er eins og ég segi með jólatrén, annað getur verið úr Húsasmiðjunni og hitt úr Bauhaus, svo er það hvort hestunum þykir betra.“ Katrín segir dásamlegt að eiga hesta, þeir séu miklir vinir hennar og gefi henni mikið í hversdagsleikanum. Þá segist hún eiga svo góðan mann, sem er alltaf til í að gefa henni hest. „Já, það má segja það, ef það væru tveir og ég væri í vafa um hvorn ég ætti taka myndi hann segja, „Taktu þá bara báða“, það er svoleiðis hjá honum,“ segir hún og skellihlær. Katrín á sér einn uppáhalds hest en það er Háfeti frá Litlu Sandvík en þau hafa unnið til fjölmargra verðlauna í gegnum árin á allskonar hestamótum. Hún segir að hestarnir séu lífið. „Já, það finnst mér, svo ég tali ekki um þegar sumarið kemur þegar veðrið fer að vera gott og maður getur riðið út fram á kvöld.“ Katrín og Háfeti, sem hafa gert það gott á keppnisvellinum undanfarin ár og unnið til fjölmargra verðlauna.Einkasafn Ölfus Hestar Jól Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
Katrín Stefánsdóttir er með sex hesta í Þorlákshöfn, sem hún hefur mjög gaman af enda fátt skemmtilegra hjá henni en að hugsa um hestana og ríða út. Hún hefur það sem reglu eftir hver jól að gefa hestunum sínum jólatré út í gerði, sem þeir þiggja með þökkum. „Hrossin eru alveg vitlaus í þetta, svo fer ég bara í Sorpu og sæki fleiri þegar þessu eru búin. Hestarnir éta trén til agna, skilja bara stofnin eftir, svo finnst þeim líka gaman að hafa eitthvað fyrir stafni í gerðinu,“ segir Katrín. Katrín segist vera viss um að hestarnir hafi gott af jólatrjánum, það séu einhver efni í þeim, sem þeir eru að sækjast eftir. Katrín Stefánsdóttir, hestakona með meiru í Þorlákshöfn, sem elskar hestana sína og ekki síður að fá að sinna þeim á hverjum degi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er eins og ég segi með jólatrén, annað getur verið úr Húsasmiðjunni og hitt úr Bauhaus, svo er það hvort hestunum þykir betra.“ Katrín segir dásamlegt að eiga hesta, þeir séu miklir vinir hennar og gefi henni mikið í hversdagsleikanum. Þá segist hún eiga svo góðan mann, sem er alltaf til í að gefa henni hest. „Já, það má segja það, ef það væru tveir og ég væri í vafa um hvorn ég ætti taka myndi hann segja, „Taktu þá bara báða“, það er svoleiðis hjá honum,“ segir hún og skellihlær. Katrín á sér einn uppáhalds hest en það er Háfeti frá Litlu Sandvík en þau hafa unnið til fjölmargra verðlauna í gegnum árin á allskonar hestamótum. Hún segir að hestarnir séu lífið. „Já, það finnst mér, svo ég tali ekki um þegar sumarið kemur þegar veðrið fer að vera gott og maður getur riðið út fram á kvöld.“ Katrín og Háfeti, sem hafa gert það gott á keppnisvellinum undanfarin ár og unnið til fjölmargra verðlauna.Einkasafn
Ölfus Hestar Jól Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira