Liverpool menn vilja vinna bikarinn sem þeir hafa ekki unnið undir stjórn Klopp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2021 15:01 Georginio Wijnaldum með bikarinn sem Liverpool fékk fyrir sigur í heimsmeistarakeppni félagsliða. Getty/David Ramos Georginio Wijnaldum segir sig og félaga sína í Liverpool liðinu vera með augum á því að vinna ensku bikarkeppnina á þessu tímabili. Wijnaldum skoraði eitt marka Liverpool liðsins í 4-1 sigri á krakkaliði Aston Villa á föstudagskvöldið en með því tryggði Liverpool sér sæti í 32 liða úrslitum enska bikarsins. Liverpool hefur ekki unnið enska bikarinn síðan 2006 og í knattspyrnustjóratíð Jürgen Klopp hefur liðið aðeins einu sinni komist í átta liða úrslit og aldrei lengra en það. „Við sögðum það í byrjun tímabilsins að við ætluðum okkur að keppa um alla titla,“ sagði Georginio Wijnaldum í samtali við heimasíðu Liverpool. „Auðvitað er það erfitt að spila alltaf með okkar sterkasta lið af því að þetta eru svo margir leikir og því er nauðsynlegt að dreifa álaginu,“ sagði Wijnaldum. Gini Wijnaldum is eager to add the FA Cup to his list of #LFC honours. We said at the beginning of the season that we wanted to play for everything. This [FA Cup] is a competition we want to win. We have won a lot but the FA Cup we haven t won - we want to do it. #awlfc [lfc] pic.twitter.com/XjfCW8CYxF— Anfield Watch (@AnfieldWatch) January 10, 2021 „Við gerðum vel á móti Aston Villa og vonandi tekst okkur líka vel upp í næstu umferð af því að þetta er keppni sem við viljum vinna. Við höfum unnið margra titla á síðustu árum en við höfum ekki unnið enska bikarinn. Við viljum breyta því,“ sagði Wijnaldum. Liverpool liðið var ekki búið að skora í tveimur leikjum í röð fyrir bikarleikinn á móti Aston Villa. „Svona hlutir gerast. Ég held samt að þetta hafi meira snúist um það að við sköpuðum ekki nógu mörg færi frekar en að við værum ekki að skora mörk. Allir, meðal annars við sjálfir, eru vanir að sjá okkur skora mikið af mörkum og búa til mikið af færum,“ sagði Wijnaldum. On to the next round of the #FACup Happy to contribute with a goal Wish all ill players of @AVFCOfficial get well soon pic.twitter.com/z8qyM0Cce0— Gini Wijnaldum (@GWijnaldum) January 8, 2021 „Fótboltinn er að breytast og liðin eru að breytast. Liðin eru að verða betri og þau eru búin að skoða okkur vel. Þau þekkja orðið okkar styrkleika og hafa sett upp ákveðið leikskipulag. Við verðum bara að passa upp á það að halda áfram að skapa færi,“ sagði Wijnaldum. „Við erum ekki að spila á móti lélegum liðum. Við erum að mæta góðum liðum sem hafa leikgreint okkur. Þetta er því orðið erfiðara fyrir okkur en á síðustu árum. Við verðum bara að finna leiðir til að breyta þessum leikjum til að opna hlutina fyrir okkur,“ sagði Georginio Wijnaldum. Enski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Sjá meira
Wijnaldum skoraði eitt marka Liverpool liðsins í 4-1 sigri á krakkaliði Aston Villa á föstudagskvöldið en með því tryggði Liverpool sér sæti í 32 liða úrslitum enska bikarsins. Liverpool hefur ekki unnið enska bikarinn síðan 2006 og í knattspyrnustjóratíð Jürgen Klopp hefur liðið aðeins einu sinni komist í átta liða úrslit og aldrei lengra en það. „Við sögðum það í byrjun tímabilsins að við ætluðum okkur að keppa um alla titla,“ sagði Georginio Wijnaldum í samtali við heimasíðu Liverpool. „Auðvitað er það erfitt að spila alltaf með okkar sterkasta lið af því að þetta eru svo margir leikir og því er nauðsynlegt að dreifa álaginu,“ sagði Wijnaldum. Gini Wijnaldum is eager to add the FA Cup to his list of #LFC honours. We said at the beginning of the season that we wanted to play for everything. This [FA Cup] is a competition we want to win. We have won a lot but the FA Cup we haven t won - we want to do it. #awlfc [lfc] pic.twitter.com/XjfCW8CYxF— Anfield Watch (@AnfieldWatch) January 10, 2021 „Við gerðum vel á móti Aston Villa og vonandi tekst okkur líka vel upp í næstu umferð af því að þetta er keppni sem við viljum vinna. Við höfum unnið margra titla á síðustu árum en við höfum ekki unnið enska bikarinn. Við viljum breyta því,“ sagði Wijnaldum. Liverpool liðið var ekki búið að skora í tveimur leikjum í röð fyrir bikarleikinn á móti Aston Villa. „Svona hlutir gerast. Ég held samt að þetta hafi meira snúist um það að við sköpuðum ekki nógu mörg færi frekar en að við værum ekki að skora mörk. Allir, meðal annars við sjálfir, eru vanir að sjá okkur skora mikið af mörkum og búa til mikið af færum,“ sagði Wijnaldum. On to the next round of the #FACup Happy to contribute with a goal Wish all ill players of @AVFCOfficial get well soon pic.twitter.com/z8qyM0Cce0— Gini Wijnaldum (@GWijnaldum) January 8, 2021 „Fótboltinn er að breytast og liðin eru að breytast. Liðin eru að verða betri og þau eru búin að skoða okkur vel. Þau þekkja orðið okkar styrkleika og hafa sett upp ákveðið leikskipulag. Við verðum bara að passa upp á það að halda áfram að skapa færi,“ sagði Wijnaldum. „Við erum ekki að spila á móti lélegum liðum. Við erum að mæta góðum liðum sem hafa leikgreint okkur. Þetta er því orðið erfiðara fyrir okkur en á síðustu árum. Við verðum bara að finna leiðir til að breyta þessum leikjum til að opna hlutina fyrir okkur,“ sagði Georginio Wijnaldum.
Enski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Sjá meira