Von á 1.200 skömmtum frá Moderna á morgun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. janúar 2021 11:28 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ástandið alvarlegt víða erlendis og hvetur landsmenn frá því að ferðast út fyrir landsteinana. Vísir/Vilhelm Von er á 1.200 skömmtum af bóluefninu frá Moderna á morgun, sem verður notað til að ljúka bólusetningu einstaklinga í framlínuhópum. Í kjölfarið munu berast 1.200 skammtar af bóluefninu á tveggja vikna fresti. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi vegna Covid-19 faraldursins rétt í þessu. Þórólfur sagði að til viðbótar þessu væri von á 3.000 skömmtum af bóluefninu frá Pfizer í næstu viku og 2.000 skömmtum eftir tvær vikur. Þessir skammtar yrðu notaðir til að bólusetja eldri einstaklinga. Vonir stæðu til að bóluefni AstraZeneca yrði samþykkt í lok mánaðarins og bóluefnið frá Janssen í kjölfarið. Í framhaldinu fengjum við upplýsingar um afhendingaráætlun. Ástandið úr rauðu í appelsínugult Greint var frá því í upphafi fundar að litakóðakerfið vegna faraldursins hefði verið fært úr rauðu í appelsínugult. Þórólfur sagði fáa vera að greinast innanlands en töluvert fleiri á landamærunum. Enginn liggur á Landspítalanum með virkt smit en tuttugu með óvirkt smit. Þá liggur enginn á gjörgæsludeild vegna Covid-19. Alls eru 350 manns í sóttkví á landinu og 140 í einangrun. Þórólfur sagði ánægjulegt að sjá hversu innanlandssmitin væru fá og sérstaklega hversu fá væru utan sóttkvíar. Hann sagði fjölgunina á landamærunum hins vegar áhyggjuefni en hún endurspeglaði ástandið erlendis. Hvetur landsmenn til að forðast óþarfa ferðalög Sóttvarnalæknir fór stuttlega yfir þær tilslakanir sem hann lagði til að tækju gildi 13. janúar næstkomandi en sagðist ekki vera með þessu að hvetja til ónauðsynlegra hópamyndana. Hann hvatti fólk til að halda áfram að viðhafa einstaklingsbundnar sóttvarnir og forðast hópamyndanir sem mest. Þórólfur ræddi einnig um tillögur sínar um hertar aðgerðir á landamærunum en hann hefur lagt til að fólk verði skikkað í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli. Að öðrum kosti að fólk sé sett í 14 daga sóttkví í sóttvarnahúsi. Hann hvetur landsmenn einnig til að forðast óþarfa utanlandsferðir, þar sem ástandið sé víða alvarlegt og hætta á að fólk veikist erlendis og/eða beri smit með sér heim. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ekkert bendir til aukins fjölda dauðsfalla í kjölfar bólusetninga Ráðist var í þrenns konar athuganir í kjölfar andláta sem urðu eftir bólusetningar gegn Covid-19. Þetta sagði Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi vegna Covid-19 faraldursins rétt í þessu. 11. janúar 2021 11:19 Þrír greindust innanlands og sautján á landamærum Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Allir þeir sem greindust voru í sóttkví. 11. janúar 2021 10:51 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi vegna Covid-19 faraldursins rétt í þessu. Þórólfur sagði að til viðbótar þessu væri von á 3.000 skömmtum af bóluefninu frá Pfizer í næstu viku og 2.000 skömmtum eftir tvær vikur. Þessir skammtar yrðu notaðir til að bólusetja eldri einstaklinga. Vonir stæðu til að bóluefni AstraZeneca yrði samþykkt í lok mánaðarins og bóluefnið frá Janssen í kjölfarið. Í framhaldinu fengjum við upplýsingar um afhendingaráætlun. Ástandið úr rauðu í appelsínugult Greint var frá því í upphafi fundar að litakóðakerfið vegna faraldursins hefði verið fært úr rauðu í appelsínugult. Þórólfur sagði fáa vera að greinast innanlands en töluvert fleiri á landamærunum. Enginn liggur á Landspítalanum með virkt smit en tuttugu með óvirkt smit. Þá liggur enginn á gjörgæsludeild vegna Covid-19. Alls eru 350 manns í sóttkví á landinu og 140 í einangrun. Þórólfur sagði ánægjulegt að sjá hversu innanlandssmitin væru fá og sérstaklega hversu fá væru utan sóttkvíar. Hann sagði fjölgunina á landamærunum hins vegar áhyggjuefni en hún endurspeglaði ástandið erlendis. Hvetur landsmenn til að forðast óþarfa ferðalög Sóttvarnalæknir fór stuttlega yfir þær tilslakanir sem hann lagði til að tækju gildi 13. janúar næstkomandi en sagðist ekki vera með þessu að hvetja til ónauðsynlegra hópamyndana. Hann hvatti fólk til að halda áfram að viðhafa einstaklingsbundnar sóttvarnir og forðast hópamyndanir sem mest. Þórólfur ræddi einnig um tillögur sínar um hertar aðgerðir á landamærunum en hann hefur lagt til að fólk verði skikkað í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli. Að öðrum kosti að fólk sé sett í 14 daga sóttkví í sóttvarnahúsi. Hann hvetur landsmenn einnig til að forðast óþarfa utanlandsferðir, þar sem ástandið sé víða alvarlegt og hætta á að fólk veikist erlendis og/eða beri smit með sér heim.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ekkert bendir til aukins fjölda dauðsfalla í kjölfar bólusetninga Ráðist var í þrenns konar athuganir í kjölfar andláta sem urðu eftir bólusetningar gegn Covid-19. Þetta sagði Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi vegna Covid-19 faraldursins rétt í þessu. 11. janúar 2021 11:19 Þrír greindust innanlands og sautján á landamærum Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Allir þeir sem greindust voru í sóttkví. 11. janúar 2021 10:51 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Ekkert bendir til aukins fjölda dauðsfalla í kjölfar bólusetninga Ráðist var í þrenns konar athuganir í kjölfar andláta sem urðu eftir bólusetningar gegn Covid-19. Þetta sagði Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi vegna Covid-19 faraldursins rétt í þessu. 11. janúar 2021 11:19
Þrír greindust innanlands og sautján á landamærum Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Allir þeir sem greindust voru í sóttkví. 11. janúar 2021 10:51